Heræfingar í háloftum Íslands Guttormur Þorsteinsson skrifar 26. október 2020 08:31 Nýlega bárust fréttir af því að flugher Bandaríkjanna væri að æfa aðflug á Akureyrarflugvelli með tilheyrandi hávaða. Hávaðinn af orrustuþotum sem þessum stafar af því að þær þurfa að nota afturbrennara til að taka á loft, sem og til þess að brjóta hljóðmúrinn á flugi. Herþotur eru auðvitað ekki hannaðar til þess að lágmarka hávaða- og loftmengun eins og borgaralegar flugvélar því að loftbardagar krefjast mikillar hröðunar og gríðarlegrar brennslu eldsneytis. Þó engar opinberar tölur séu um eldsneytiseyðslu loftrýmisgæslunnar reiknast mér til að orrustuþotur eins og nú angra íbúa Keflavíkur og Akureyrar eyði jafnmiklu eldsneyti og 700 bílar. Og til hvers þurfum við að sitja upp með þessa mengun? Bandaríska herliðið sem er hér á landi er annsi fjölmennt eða 250 manns, og við það bætist enn fjölmennara lið kanadíska flughersins vegna kafbátaleitar. Maður gæti spurt sig afhverju séu svona margir hermenn hér á landi fyrst að herinn á að heita farinn en það er því miður ekki raunin. Árið 2008 óskuðu íslensk stjórnvöld eftir loftrýmiseftirliti Nató þjóða til að tryggja „sýnilegar og trúverðugar varnir“ en tímabundnir og fyrirfram-auglýstir loftfimleikar eru bersýnilega ekki trúverðug vörn, og fyrir hverju þá? Enda er það augljóslega skilningur þeirra flugherja sem koma hingað að þetta séu fyrst og fremst spennandi æfingar við framandi aðstæður. Þá er hinsvegar erfiðara að skilja afhverju íslenskir skattgreiðendur ættu að niðurgreiða þær. Kafbátaeftirlitið tengist svo aukinni áherslu Bandaríkjanna og Nató á norðurhöf eftir því sem siglingaleiðir opnast vegna ört bráðnandi hafíss. Ísland hefur verið fært inn á svæði nýstofnaðs annars flota Bandaríkjahers og bæði hann og íslensk stjórnvöld hyggja á framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli til að styðja hann og hýsa enn fleiri hermenn. Þessar skuldbindingar undirgengust íslensk stjórnvöld í utanríkisráðherratíð Lilju Alfreðsdóttur með leynilegri bókun við varnarsamninginn sem aldrei kom til umræðu fyrir Alþingi, hvað þá meðal almennings. Fjármálaætlun næstu þriggja ára gerir ráð fyrir auknum útgjöldum til varnarmála til að standa undir þessu. Þetta gengur þvert gegn hagsmunum Íslands af friði á norðurslóðum. Eltingaleikur við kafbáta Rússa gerir kjarnorkuslys í landhelginni einungis líklegra og vígvæðing norðurhafa eykur enn frekar á spennu sem hefur blessunarlega verið lítil síðan Kalda stríðinu lauk. Leggjum frekar áherslu á að draga úr ónauðsynlegum og umhverfisspillandi heræfingum á og í kringum Ísland. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Guttormur Þorsteinsson Akureyrarflugvöllur Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Nýlega bárust fréttir af því að flugher Bandaríkjanna væri að æfa aðflug á Akureyrarflugvelli með tilheyrandi hávaða. Hávaðinn af orrustuþotum sem þessum stafar af því að þær þurfa að nota afturbrennara til að taka á loft, sem og til þess að brjóta hljóðmúrinn á flugi. Herþotur eru auðvitað ekki hannaðar til þess að lágmarka hávaða- og loftmengun eins og borgaralegar flugvélar því að loftbardagar krefjast mikillar hröðunar og gríðarlegrar brennslu eldsneytis. Þó engar opinberar tölur séu um eldsneytiseyðslu loftrýmisgæslunnar reiknast mér til að orrustuþotur eins og nú angra íbúa Keflavíkur og Akureyrar eyði jafnmiklu eldsneyti og 700 bílar. Og til hvers þurfum við að sitja upp með þessa mengun? Bandaríska herliðið sem er hér á landi er annsi fjölmennt eða 250 manns, og við það bætist enn fjölmennara lið kanadíska flughersins vegna kafbátaleitar. Maður gæti spurt sig afhverju séu svona margir hermenn hér á landi fyrst að herinn á að heita farinn en það er því miður ekki raunin. Árið 2008 óskuðu íslensk stjórnvöld eftir loftrýmiseftirliti Nató þjóða til að tryggja „sýnilegar og trúverðugar varnir“ en tímabundnir og fyrirfram-auglýstir loftfimleikar eru bersýnilega ekki trúverðug vörn, og fyrir hverju þá? Enda er það augljóslega skilningur þeirra flugherja sem koma hingað að þetta séu fyrst og fremst spennandi æfingar við framandi aðstæður. Þá er hinsvegar erfiðara að skilja afhverju íslenskir skattgreiðendur ættu að niðurgreiða þær. Kafbátaeftirlitið tengist svo aukinni áherslu Bandaríkjanna og Nató á norðurhöf eftir því sem siglingaleiðir opnast vegna ört bráðnandi hafíss. Ísland hefur verið fært inn á svæði nýstofnaðs annars flota Bandaríkjahers og bæði hann og íslensk stjórnvöld hyggja á framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli til að styðja hann og hýsa enn fleiri hermenn. Þessar skuldbindingar undirgengust íslensk stjórnvöld í utanríkisráðherratíð Lilju Alfreðsdóttur með leynilegri bókun við varnarsamninginn sem aldrei kom til umræðu fyrir Alþingi, hvað þá meðal almennings. Fjármálaætlun næstu þriggja ára gerir ráð fyrir auknum útgjöldum til varnarmála til að standa undir þessu. Þetta gengur þvert gegn hagsmunum Íslands af friði á norðurslóðum. Eltingaleikur við kafbáta Rússa gerir kjarnorkuslys í landhelginni einungis líklegra og vígvæðing norðurhafa eykur enn frekar á spennu sem hefur blessunarlega verið lítil síðan Kalda stríðinu lauk. Leggjum frekar áherslu á að draga úr ónauðsynlegum og umhverfisspillandi heræfingum á og í kringum Ísland. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun