Sjálfsögð réttindi barna tryggð til frambúðar Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 26. október 2020 10:00 Hlutverk foreldra og forráðamanna er víðfeðmt og flókið og myndi það taka langan tíma að telja upp alla anga þess. Eitt þeirra er að annast börn ef þau veikjast eða lenda í slysum. Foreldrar á vinnumarkaði hafa áunnið sér þann rétt í kjarasamningum að annast um veik börn sín án þess að þeir missi nokkuð af sínum launum, yfirleitt í ákveðinn fjölda daga á tólf mánaða tímabili. Þessi réttindi eru óneitanlega mikilvæg barnafólki á vinnumarkaði sem og börnunum sjálfum. Í dag miðast þó fjöldi þeirra daga sem starfsmaður hefur til að annast veikt barn ekki við fjölda barna. Þetta þýðir að einbirni tveggja foreldra á vinnumarkaði er í allt annarri stöðu en t.d. tvö börn einstæðs foreldris. Ef foreldrarnir fá t.d. allir tólf daga til að annast veik börn á ári, fær einbirnið 24 daga, en systkinin tvö þurfa að deila með sér tólf dögum foreldris síns. Þetta setur börnin í gjörólíka stöðu. Ég hef ásamt nokkrum þingmönnum Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs lagt fram tvö þingmál til að taka á þessu. Fyrra málið er frumvarp til laga sem festir í barnalög að veikt eða slasað barn skuli eiga rétt á umönnun foreldra. Því rétturinn á ekki einvörðungu að vera foreldris að fá að annast barn sitt, heldur einnig barnsins að fá að njóta þeirrar umönnunar. Marga kann að undra að þetta sé ekki þegar tryggt í íslenskum lögum, en svo er ekki. Aðilar vinnumarkaðarins hafa haft forystu í þessum málum, og kjarasamningar tryggja því foreldrum þennan rétt. Hitt málið er þingsályktunartillaga sem kallar á að stofnaður verði starfshópur sem skoði hvort skilgreina eigi rétt foreldra eða forráðamanna á vinnumarkaði til að annast veikt eða slasað barn með tilliti til fjölda barna. Í þeim hópi eigi sæti fulltrúar aðila vinnumarkaðarins, umboðsmanns barna og ráðuneyta. Ég tel að þar sem réttur foreldra til að annast veik börn er tryggður í kjarasamningum sé réttast að verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur kanni hvort taka þurfi tillit til fjölda barna foreldris. Þannig hafa verkalýðshreyfingin og samtök atvinnulífsins áfram frumkvæði í málum sem þessum réttindum tengjast, líkt og þau hafa svo oft áður samið um sín á milli. Frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar í réttindamálum íslensks launafólks hefur skipt sköpum fyrir íslenskt samfélag. Aðkoma hreyfingarinnar með sínum viðsemjendum að þessum málum mun vonandi verða til þess að sjálfsögð réttindi barna á Íslandi verði tryggð til frambúðar. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Réttindi barna Vinnumarkaður Alþingi Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Hlutverk foreldra og forráðamanna er víðfeðmt og flókið og myndi það taka langan tíma að telja upp alla anga þess. Eitt þeirra er að annast börn ef þau veikjast eða lenda í slysum. Foreldrar á vinnumarkaði hafa áunnið sér þann rétt í kjarasamningum að annast um veik börn sín án þess að þeir missi nokkuð af sínum launum, yfirleitt í ákveðinn fjölda daga á tólf mánaða tímabili. Þessi réttindi eru óneitanlega mikilvæg barnafólki á vinnumarkaði sem og börnunum sjálfum. Í dag miðast þó fjöldi þeirra daga sem starfsmaður hefur til að annast veikt barn ekki við fjölda barna. Þetta þýðir að einbirni tveggja foreldra á vinnumarkaði er í allt annarri stöðu en t.d. tvö börn einstæðs foreldris. Ef foreldrarnir fá t.d. allir tólf daga til að annast veik börn á ári, fær einbirnið 24 daga, en systkinin tvö þurfa að deila með sér tólf dögum foreldris síns. Þetta setur börnin í gjörólíka stöðu. Ég hef ásamt nokkrum þingmönnum Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs lagt fram tvö þingmál til að taka á þessu. Fyrra málið er frumvarp til laga sem festir í barnalög að veikt eða slasað barn skuli eiga rétt á umönnun foreldra. Því rétturinn á ekki einvörðungu að vera foreldris að fá að annast barn sitt, heldur einnig barnsins að fá að njóta þeirrar umönnunar. Marga kann að undra að þetta sé ekki þegar tryggt í íslenskum lögum, en svo er ekki. Aðilar vinnumarkaðarins hafa haft forystu í þessum málum, og kjarasamningar tryggja því foreldrum þennan rétt. Hitt málið er þingsályktunartillaga sem kallar á að stofnaður verði starfshópur sem skoði hvort skilgreina eigi rétt foreldra eða forráðamanna á vinnumarkaði til að annast veikt eða slasað barn með tilliti til fjölda barna. Í þeim hópi eigi sæti fulltrúar aðila vinnumarkaðarins, umboðsmanns barna og ráðuneyta. Ég tel að þar sem réttur foreldra til að annast veik börn er tryggður í kjarasamningum sé réttast að verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur kanni hvort taka þurfi tillit til fjölda barna foreldris. Þannig hafa verkalýðshreyfingin og samtök atvinnulífsins áfram frumkvæði í málum sem þessum réttindum tengjast, líkt og þau hafa svo oft áður samið um sín á milli. Frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar í réttindamálum íslensks launafólks hefur skipt sköpum fyrir íslenskt samfélag. Aðkoma hreyfingarinnar með sínum viðsemjendum að þessum málum mun vonandi verða til þess að sjálfsögð réttindi barna á Íslandi verði tryggð til frambúðar. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun