Telur allt í eðilegu ferli varðandi sýkinguna á Landakoti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. október 2020 13:18 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur áhyggjur af stöðunni vegna hópsýkingarinnar á Landakoti. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsmál að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti. Hátt í níutíu manns hafa nú smitast frá því hópsýking á Landakoti hófst. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tíu hafa bæst í hóp smitaðra í gær og að ekki sé búið að ná utan um sýkinguna. Þórólfur sagði til skoðunar hvort herða þyrfti aðgerðir til að ná betur utan um stöðuna. Núgildandi aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu gilda til 3. nóvember. Þær aðgerðir eru harðari en aðgerðir almennt á landsvísu sem gilda til 10. nóvember. Kemur til greina að herða aðgerðir enn frekar á höfuðborgarsvæðinu? „Það er bara eitthvað sem þarf að meta þegar sóttvarnalæknir skilar næst tillögum. Núgildandi aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu renna út þann 3. nóvember. Heilbrigðisráðherra var auðvitað að fara yfir stöðuna hér á ríkisstjórnarfundinum áðan,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi. Fundur ríkisstjórnar í morgun var langur og lauk ekki fyrr en rétt fyrir klukkan eitt. „Það sem auðvitað brennur á núna er að ná utan um þessa hópsýkingu innan sjúkrahússins,“ sagði Katrín. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, sagði í viðtali við mbl.is í gær að það ætti eftir að koma í ljós hvort sýkingin á Landakoti yrði tilkynnt sem alvarlegt atvik en ekki væri tímabært að hugsa um slíkt sem stæði. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala segir í samtali við Morgunblaðið í dag að hann sé ósáttur að heyra að svo gæti orðið. Tilkynning um alvarlegt atvik myndi ganga þvert gegn því sem sagt hafi verið hingað til um samstöðu í baráttunni við faraldurinn. Katrín var spurð að sínu áliti á þessari stöðu. „Ég tel þetta allt vera í eðlilegu ferli. Það stendur yfir smitrakning. Þegar allt liggur fyrir úr henni þá auðvitað skýrast þessar línur. Það er forgangsverkefnið því þetta er auðvitað mjög viðkvæmur hópur sem þarna er undir.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsmál að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti. Hátt í níutíu manns hafa nú smitast frá því hópsýking á Landakoti hófst. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tíu hafa bæst í hóp smitaðra í gær og að ekki sé búið að ná utan um sýkinguna. Þórólfur sagði til skoðunar hvort herða þyrfti aðgerðir til að ná betur utan um stöðuna. Núgildandi aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu gilda til 3. nóvember. Þær aðgerðir eru harðari en aðgerðir almennt á landsvísu sem gilda til 10. nóvember. Kemur til greina að herða aðgerðir enn frekar á höfuðborgarsvæðinu? „Það er bara eitthvað sem þarf að meta þegar sóttvarnalæknir skilar næst tillögum. Núgildandi aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu renna út þann 3. nóvember. Heilbrigðisráðherra var auðvitað að fara yfir stöðuna hér á ríkisstjórnarfundinum áðan,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi. Fundur ríkisstjórnar í morgun var langur og lauk ekki fyrr en rétt fyrir klukkan eitt. „Það sem auðvitað brennur á núna er að ná utan um þessa hópsýkingu innan sjúkrahússins,“ sagði Katrín. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, sagði í viðtali við mbl.is í gær að það ætti eftir að koma í ljós hvort sýkingin á Landakoti yrði tilkynnt sem alvarlegt atvik en ekki væri tímabært að hugsa um slíkt sem stæði. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala segir í samtali við Morgunblaðið í dag að hann sé ósáttur að heyra að svo gæti orðið. Tilkynning um alvarlegt atvik myndi ganga þvert gegn því sem sagt hafi verið hingað til um samstöðu í baráttunni við faraldurinn. Katrín var spurð að sínu áliti á þessari stöðu. „Ég tel þetta allt vera í eðlilegu ferli. Það stendur yfir smitrakning. Þegar allt liggur fyrir úr henni þá auðvitað skýrast þessar línur. Það er forgangsverkefnið því þetta er auðvitað mjög viðkvæmur hópur sem þarna er undir.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira