„Það eru náttúrulega ömurlegar fréttir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2020 19:23 „Það eru náttúrulega ömurlegar fréttir sem voru að berast í dag að það gæti liðið svona langur tími,“ segir Ásta Olga Magnúsdóttir, varaformaður íbúaráðs Vesturbæjar aðspurð um það hvað henni finnist um að langur tími gæti liðið þangað til að rústir hússins sem brann við Bræðraborgarstíg í sumar verði fjarlægt. Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann í lok júní, segir útilokað að hægt verði að rífa húsið á þessu ári. Ágreiningur sé uppi á milli eiganda og tryggingarfélagsins, sem tryggði húsið, sem þurfi fyrst að leysa úr og það geti tekið ár. Ásta Olga ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld um málið. „Það eru náttúrulega ömurlegar fréttir sem voru að berast í dag að það gæti liðið svona langur tími. Okkur datt það ekki í hug,“ sagði Ásta Olga. Íbúaráðið telur mikilvægt að rústir hússins verði fjarlægðar strax í nóvember. Hætta stafi af rústunum og þær veki óhug hjá nágrönnum. Þetta kom fram í bókun íbúaráðs sem lögð var fram á fundi ráðsins á miðvikudag í síðustu viku. Bent var á að rústir hússins hafi staðið í fjóra mánuði en rannsókn á vettvangi sé löngu lokið. Enn sé brunalykt af rústunum, hætta að börn fari inn í húsið, að aftur kvikni í eða að það „hrynji alveg í næstu haustlægð“. Byggingarfulltrúi Reykjavíkur segir að erfitt geti reynst að skylda eiganda hússins sem brann við Bræðraborgarstíg til að rífa það. Hann segir mikilvægt að tryggja að ekki stafi hætta af húsinu og ætlar að boða eigandann á sinn fund sem fyrst. Íbúar vilja hins vegar sem fyrr segir að rústirnar verði fjarlægðar sem fyrst, ekki sé boðlegt að rústirnar blasi við í vetur. „Fyrir fólk sem er hérna í næstu húsum er það alveg gjörsamlega óviðunandi.“ Karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans. Fram kemur í ákæru að hann hafi kveikt eld á þremur stöðum í húsinu. Afleiðingarnar voru þær að tvær konur og einn karlmaður létust í brunanum, öll þrjú frá Póllandi. Reykjavík Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Erfitt að skylda eigandann til að rífa húsið Byggingarfulltrúi Reykjavíkur segir að erfitt geti reynst að skylda eiganda hússins sem brann við Bræðraborgarstíg til að rífa það. Hann segir mikilvægt að tryggja að ekki stafi hætta af húsinu og ætlar að boða eigandann á sinn fund sem fyrst. 27. október 2020 16:59 Útilokar að húsið verði rifið á þessu ári Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann í lok júní, segir útilokað að hægt verði að rífa húsið á þessu ári. Ágreiningur sé uppi á milli eiganda og tryggingarfélagsins, sem tryggði húsið, sem þurfi fyrst að leysa úr og það geti tekið ár. 27. október 2020 13:40 Segja rústirnar hættulegar og vekja „daglegan óhug“ Íbúaráð Vesturbæjar telur mikilvægt að rústir húss að Bræðraborgarstíg 1 sem brann í lok júní síðastliðnum verði fjarlægðar strax í nóvember. 27. október 2020 08:57 21 látið lífið í eldsvoðum á rúmum áratug Alls hefur 21 látist í eldsvoðum á Íslandi frá ársbyrjun 2010 til dagsins í dag. 20. október 2020 07:13 Bótakröfur vegna brunans hlaupi á tugum milljóna Bæði þau sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandendur þeirra þriggja sem létust hafa farið fram á skaða- eða miskabætur frá manninum sem hefur nú verið ákærður fyrir að valda brunanum. 18. september 2020 18:55 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
„Það eru náttúrulega ömurlegar fréttir sem voru að berast í dag að það gæti liðið svona langur tími,“ segir Ásta Olga Magnúsdóttir, varaformaður íbúaráðs Vesturbæjar aðspurð um það hvað henni finnist um að langur tími gæti liðið þangað til að rústir hússins sem brann við Bræðraborgarstíg í sumar verði fjarlægt. Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann í lok júní, segir útilokað að hægt verði að rífa húsið á þessu ári. Ágreiningur sé uppi á milli eiganda og tryggingarfélagsins, sem tryggði húsið, sem þurfi fyrst að leysa úr og það geti tekið ár. Ásta Olga ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld um málið. „Það eru náttúrulega ömurlegar fréttir sem voru að berast í dag að það gæti liðið svona langur tími. Okkur datt það ekki í hug,“ sagði Ásta Olga. Íbúaráðið telur mikilvægt að rústir hússins verði fjarlægðar strax í nóvember. Hætta stafi af rústunum og þær veki óhug hjá nágrönnum. Þetta kom fram í bókun íbúaráðs sem lögð var fram á fundi ráðsins á miðvikudag í síðustu viku. Bent var á að rústir hússins hafi staðið í fjóra mánuði en rannsókn á vettvangi sé löngu lokið. Enn sé brunalykt af rústunum, hætta að börn fari inn í húsið, að aftur kvikni í eða að það „hrynji alveg í næstu haustlægð“. Byggingarfulltrúi Reykjavíkur segir að erfitt geti reynst að skylda eiganda hússins sem brann við Bræðraborgarstíg til að rífa það. Hann segir mikilvægt að tryggja að ekki stafi hætta af húsinu og ætlar að boða eigandann á sinn fund sem fyrst. Íbúar vilja hins vegar sem fyrr segir að rústirnar verði fjarlægðar sem fyrst, ekki sé boðlegt að rústirnar blasi við í vetur. „Fyrir fólk sem er hérna í næstu húsum er það alveg gjörsamlega óviðunandi.“ Karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans. Fram kemur í ákæru að hann hafi kveikt eld á þremur stöðum í húsinu. Afleiðingarnar voru þær að tvær konur og einn karlmaður létust í brunanum, öll þrjú frá Póllandi.
Reykjavík Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Erfitt að skylda eigandann til að rífa húsið Byggingarfulltrúi Reykjavíkur segir að erfitt geti reynst að skylda eiganda hússins sem brann við Bræðraborgarstíg til að rífa það. Hann segir mikilvægt að tryggja að ekki stafi hætta af húsinu og ætlar að boða eigandann á sinn fund sem fyrst. 27. október 2020 16:59 Útilokar að húsið verði rifið á þessu ári Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann í lok júní, segir útilokað að hægt verði að rífa húsið á þessu ári. Ágreiningur sé uppi á milli eiganda og tryggingarfélagsins, sem tryggði húsið, sem þurfi fyrst að leysa úr og það geti tekið ár. 27. október 2020 13:40 Segja rústirnar hættulegar og vekja „daglegan óhug“ Íbúaráð Vesturbæjar telur mikilvægt að rústir húss að Bræðraborgarstíg 1 sem brann í lok júní síðastliðnum verði fjarlægðar strax í nóvember. 27. október 2020 08:57 21 látið lífið í eldsvoðum á rúmum áratug Alls hefur 21 látist í eldsvoðum á Íslandi frá ársbyrjun 2010 til dagsins í dag. 20. október 2020 07:13 Bótakröfur vegna brunans hlaupi á tugum milljóna Bæði þau sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandendur þeirra þriggja sem létust hafa farið fram á skaða- eða miskabætur frá manninum sem hefur nú verið ákærður fyrir að valda brunanum. 18. september 2020 18:55 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Erfitt að skylda eigandann til að rífa húsið Byggingarfulltrúi Reykjavíkur segir að erfitt geti reynst að skylda eiganda hússins sem brann við Bræðraborgarstíg til að rífa það. Hann segir mikilvægt að tryggja að ekki stafi hætta af húsinu og ætlar að boða eigandann á sinn fund sem fyrst. 27. október 2020 16:59
Útilokar að húsið verði rifið á þessu ári Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann í lok júní, segir útilokað að hægt verði að rífa húsið á þessu ári. Ágreiningur sé uppi á milli eiganda og tryggingarfélagsins, sem tryggði húsið, sem þurfi fyrst að leysa úr og það geti tekið ár. 27. október 2020 13:40
Segja rústirnar hættulegar og vekja „daglegan óhug“ Íbúaráð Vesturbæjar telur mikilvægt að rústir húss að Bræðraborgarstíg 1 sem brann í lok júní síðastliðnum verði fjarlægðar strax í nóvember. 27. október 2020 08:57
21 látið lífið í eldsvoðum á rúmum áratug Alls hefur 21 látist í eldsvoðum á Íslandi frá ársbyrjun 2010 til dagsins í dag. 20. október 2020 07:13
Bótakröfur vegna brunans hlaupi á tugum milljóna Bæði þau sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandendur þeirra þriggja sem létust hafa farið fram á skaða- eða miskabætur frá manninum sem hefur nú verið ákærður fyrir að valda brunanum. 18. september 2020 18:55