Los Angeles borg á nú líka meistaralið hafnaboltans í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 11:31 Leikmenn Los Angeles Dodgers fagna sigrinum á Tampa Bay Rays í nótt. AP/Tony Gutierrez Tvö fornfræg íþróttafélög í Los Angeles borg í Bandaríkjunum hafa unnið langþráða titla á síðustu vikum. Los Angeles Dodgers liðið varð í gær bandarískur hafnaboltameistari eftir 3-1 sigur á Tampa Bay Rays í sjötta leik úrslitanna í gær en þau ganga undir nafninu World Series í Bandaríkjunum. Dodgers liðið vann þar með úrslitaeinvígið 4-2 en liðið vann tvo síðustu leikina eftir að hafa komist í bæði 1-0 og 2-1. Corey Seager var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitanna. Það er óhætt að segja að Los Angeles Dodgers hafi verið búið að bíða eftir þessum titil því félagið var þarna að vinna sinn fyrsta meistaratitil í 32 ár eða frá árinu 1988. The final out. #WorldSeries pic.twitter.com/d0rOut8iJN— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) October 28, 2020 Þetta er sjöundi meistaratitill Los Angeles Dodgers í sögunni en félagið vann einnig 1955, 1959, 1963, 1965 og 1981 auk 1988 og 2020. Það gátu þó ekki allir leikmenn Los Angeles Dodgers fagnað sigrinum í gærkvöldi því einn leikmaður liðsins, Justin Turner, þurfti að yfirgefa svæðið í miðjum leik eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Los Angeles borg hefur því eignast tvö meistaralið á síðustu vikum þar sem Los Angeles Lakers varð NBA-meistari á dögunum en það var fyrsti NBA-titill Lakers í tíu ár. Líkt og í NBA deildinni þá er hætt við því að þetta tímabil verði alltaf stjörnumerkt. Liðin spiluðum mun færri leiki í deildarkeppninni vegna kórónuveirunnar og þá unnu þau bæði titilinn á hlutlausum velli. Magic Johnson gerði garðinn frægann með Los Angeles Lakers í NBA á sínum tíma og vann alls fimm titla með félaginu. Magic kemur líka að þessum titli Los Angeles Dodgers því hann er einn af eigendum félagsins. THE LOS ANGELES DODGERS ARE WORLD CHAMPIONS. pic.twitter.com/rlvVkSwXhp— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) October 28, 2020 A moment to remember. #WorldSeries pic.twitter.com/Qb2ZaywfhE— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) October 28, 2020 Hafnabolti Bandaríkin Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Sjá meira
Tvö fornfræg íþróttafélög í Los Angeles borg í Bandaríkjunum hafa unnið langþráða titla á síðustu vikum. Los Angeles Dodgers liðið varð í gær bandarískur hafnaboltameistari eftir 3-1 sigur á Tampa Bay Rays í sjötta leik úrslitanna í gær en þau ganga undir nafninu World Series í Bandaríkjunum. Dodgers liðið vann þar með úrslitaeinvígið 4-2 en liðið vann tvo síðustu leikina eftir að hafa komist í bæði 1-0 og 2-1. Corey Seager var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitanna. Það er óhætt að segja að Los Angeles Dodgers hafi verið búið að bíða eftir þessum titil því félagið var þarna að vinna sinn fyrsta meistaratitil í 32 ár eða frá árinu 1988. The final out. #WorldSeries pic.twitter.com/d0rOut8iJN— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) October 28, 2020 Þetta er sjöundi meistaratitill Los Angeles Dodgers í sögunni en félagið vann einnig 1955, 1959, 1963, 1965 og 1981 auk 1988 og 2020. Það gátu þó ekki allir leikmenn Los Angeles Dodgers fagnað sigrinum í gærkvöldi því einn leikmaður liðsins, Justin Turner, þurfti að yfirgefa svæðið í miðjum leik eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Los Angeles borg hefur því eignast tvö meistaralið á síðustu vikum þar sem Los Angeles Lakers varð NBA-meistari á dögunum en það var fyrsti NBA-titill Lakers í tíu ár. Líkt og í NBA deildinni þá er hætt við því að þetta tímabil verði alltaf stjörnumerkt. Liðin spiluðum mun færri leiki í deildarkeppninni vegna kórónuveirunnar og þá unnu þau bæði titilinn á hlutlausum velli. Magic Johnson gerði garðinn frægann með Los Angeles Lakers í NBA á sínum tíma og vann alls fimm titla með félaginu. Magic kemur líka að þessum titli Los Angeles Dodgers því hann er einn af eigendum félagsins. THE LOS ANGELES DODGERS ARE WORLD CHAMPIONS. pic.twitter.com/rlvVkSwXhp— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) October 28, 2020 A moment to remember. #WorldSeries pic.twitter.com/Qb2ZaywfhE— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) October 28, 2020
Hafnabolti Bandaríkin Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Sjá meira