Innlent

Hundarnir sem björguðust úr brunanum braggast vel

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Annar hundanna sem bjargaðist úr eldsvoðanum sést hér til vinstri. Til hægri má sjá slökkviliðsmenn hlúa að hundum á vettvangi í gær.
Annar hundanna sem bjargaðist úr eldsvoðanum sést hér til vinstri. Til hægri má sjá slökkviliðsmenn hlúa að hundum á vettvangi í gær. Slökkvilið HBS

Hundarnir sem björguðust úr bruna í íbúðarhúsi við Arakór í Kópavogi í gær braggast vel, að því er fram kemur í færslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á Facebook í dag.

Í færslunni segir að hundunum fjórum hafi verið bjargað úr húsinu meðvitundarlausum. Þeim hafi þá verið gefið súrefni og öndunarbelgir nýttir til að hjálpa þeim að anda. Þeir voru í kjölfarið fluttir á dýraspítala. 

„Við fengum gær góðu fréttir í dag að þeir væru að braggast vel. Meðfylgjandi eru myndir af tveim þeirra sem fengum sendar frá eiganda þeirra ásamt þökkum og skilum við góðum kveðjum til þeirra allra,“ segir í færslu slökkviliðsins. Umræddar myndir má sjá hér í fréttinni.

Sex hundar drápust í brunanum, sem rakinn hefur verið til lampa. Tæknideild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hefur lampann nú til skoðunar. Húsið er talsvert skemmt eftir brunann en íbúa þess sakaði ekki.

Einn hundanna sem var bjargað.Slökkvilið HBS

Tengdar fréttir

Sex hundar brunnu inni í Kópavogi

Fjórum hundum var hins vegar bjargað úr brunanum, líkt og greint var frá í gær, og þeir fluttir til skoðunar hjá dýralækni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×