Solskjær hrósaði Rashford en sagði liðið hafa lagt grunninn að stórsigri kvöldsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2020 23:01 Solskjær stýrði liði sínu af mikilli röggsemi í kvöld. Nick Potts/Getty Images Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, var eðlilega mjög sáttur með 5-0 sigur liðsins á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Marcus Rashford kom inn af varamannabekknum hjá Man United og skoraði þrennu á þeim 16 mínútum sem hann spilaði. Solskjær hrósaði eðlilega framherjanum unga sem og liði sínum að leik loknum. „Rashford kom inn á og gerði vel en liðið var búið að vinna grunn vinnuna. Þetta er það sem þú vilt frá varamönnunum þínum, að þeir komi inn á og láti til sín taka. Við þurftum að taka á honum stóra okkar í dag þar sem Leipzig pressa hátt og spila af miklum ákafa,“ sagði Solskjær í viðtali við BT Sport að leik loknum. „Við þurfum að hvíla nokkra leikmenn þar sem tímabilið er langt og strangt. Við nýttum því breiddina á hópnum þar sem við eigum mikilvægan leik í deildinni um næstu helgi.“ „Mason er svo skilvirkur fyrir framan markið. Hann er frábær í að klára færi og ég er mjög ánægður fyrir hans hönd. Hann tímasetur hlaupin sín frábærlega og sendingin frá Paul Pogba var ekki slæm heldur,“ sagði Solskjær um mark Mason Greenwood í kvöld. Greenwood kom Man United yfir með frábæru skoti á 21. mínútu leiksins. Hans fyrsta skot í Meistaradeild Evrópu og fyrsta markið. Ekki að spyrja að því. „Donny er frábær leikmaður og frábær strákur. Þú sérð vinnuna sem hann leggur á sig, bæði með og án boltans. Hann er mjög duglegur og mjög klókur. Ég er mjög ángður með frammistöðu hans í kvöld,“ sagði Ole að lokum um frammistöði Donny van de Beek sem byrjaði leik kvöldsins. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, var eðlilega mjög sáttur með 5-0 sigur liðsins á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Marcus Rashford kom inn af varamannabekknum hjá Man United og skoraði þrennu á þeim 16 mínútum sem hann spilaði. Solskjær hrósaði eðlilega framherjanum unga sem og liði sínum að leik loknum. „Rashford kom inn á og gerði vel en liðið var búið að vinna grunn vinnuna. Þetta er það sem þú vilt frá varamönnunum þínum, að þeir komi inn á og láti til sín taka. Við þurftum að taka á honum stóra okkar í dag þar sem Leipzig pressa hátt og spila af miklum ákafa,“ sagði Solskjær í viðtali við BT Sport að leik loknum. „Við þurfum að hvíla nokkra leikmenn þar sem tímabilið er langt og strangt. Við nýttum því breiddina á hópnum þar sem við eigum mikilvægan leik í deildinni um næstu helgi.“ „Mason er svo skilvirkur fyrir framan markið. Hann er frábær í að klára færi og ég er mjög ánægður fyrir hans hönd. Hann tímasetur hlaupin sín frábærlega og sendingin frá Paul Pogba var ekki slæm heldur,“ sagði Solskjær um mark Mason Greenwood í kvöld. Greenwood kom Man United yfir með frábæru skoti á 21. mínútu leiksins. Hans fyrsta skot í Meistaradeild Evrópu og fyrsta markið. Ekki að spyrja að því. „Donny er frábær leikmaður og frábær strákur. Þú sérð vinnuna sem hann leggur á sig, bæði með og án boltans. Hann er mjög duglegur og mjög klókur. Ég er mjög ángður með frammistöðu hans í kvöld,“ sagði Ole að lokum um frammistöði Donny van de Beek sem byrjaði leik kvöldsins.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Sjá meira