Stór jólaboð mögulega bönnuð í Bretlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Telma Tómasson skrifa 29. október 2020 08:44 Viðskiptavinur skoðar jólaskraut í einni af verslunum Marks og Spencer í London fyrr í mánuðinum. Getty/Leon Neal Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann segir að seinni bylgja faraldursins sem nú er í gangi í landinu geti varað allt fram í mars. Almenningur eigi að búa sig undir að fjöldi nýgreindra með Covid-19 verði enn mikill sem og fjöldi þeirra sem deyja vegna sjúkdómsins. Þess vegna verði venjulegt jólahald ekki mögulegt. Frá þessu er greint á vef Sky News. Nýjum tilfellum Covid-19 fer ört fjölgandi í Bretlandi sem og annars staðar í Evrópu. Þannig greindust rúmlega 24 þúsund með veiruna í landinu í gær og 310 manns létust vegna Covid-19. Þá benda niðurstöður nýrrar rannsóknar Imperial College til þess að um 100 þúsund manns smitist af kórónuveirunni á degi hverjum í Bretlandi. Vísindamennirnir sem standa að rannsókninni segja að eitthvað verði að breytast í aðgerðum yfirvalda enda sú nú krítískur tími í faraldrinum í landinu. Þrýstingurinn á Boris Johnson, forsætisráðherra, að útvíkka til alls landsins mesta hamlandi aðgerðirnar sem nú gilda aðeins fyrir ákveðin svæði eykst því dag frá degi. „Ég held að við þurfum að vera raunsæ með það að ef þróun faraldursins heldur svona áfram inn í desember þá getur ekkert okkar haldið jól í ár eins og við höfum verið vön. Það er því kannski rétt nálgun núna að sætta okkur við það. Þetta þýðir samt ekki að við getum ekki haldið jól,“ segir dómsmálaráðherrann og bætir við að stórar fjölskyldusamkomur þar sem fólk kæmi víða að yrðu þá kannski ekki mögulegar. Það er ekki aðeins í Bretlandi þar sem faraldurinn er í uppsveiflu heldur einnig víða annars staðar í Evrópu, til dæmis í Frakklandi og Þýskalandi. Yfirvöld þar hafa því ákveðið herða aðgerðir til muna. Útgöngubann tók gildi í Frakklandi á miðnætti. Samkvæmt nýjum reglum verða íbúar landsins að halda sig heima nema í algjörum undantekningartilfellum, svo sem til að sinna nauðsynlegri vinnu eða af heilbrigðisástæðum. Veitingahúsum og börum verður gert að loka en skólar verða opnir áfram auk þess sem verksmiðjur mega halda áfram starfsemi. Á mánudag taka svo hertar aðgerðir gildi í Þýskalandi. Þar verður veitingastöðum, krám, leikhúsum og líkamsræktarstöðvum lokað til þess að reyna að hefta útbreiðslu faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Frakkland Þýskaland Jól Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann segir að seinni bylgja faraldursins sem nú er í gangi í landinu geti varað allt fram í mars. Almenningur eigi að búa sig undir að fjöldi nýgreindra með Covid-19 verði enn mikill sem og fjöldi þeirra sem deyja vegna sjúkdómsins. Þess vegna verði venjulegt jólahald ekki mögulegt. Frá þessu er greint á vef Sky News. Nýjum tilfellum Covid-19 fer ört fjölgandi í Bretlandi sem og annars staðar í Evrópu. Þannig greindust rúmlega 24 þúsund með veiruna í landinu í gær og 310 manns létust vegna Covid-19. Þá benda niðurstöður nýrrar rannsóknar Imperial College til þess að um 100 þúsund manns smitist af kórónuveirunni á degi hverjum í Bretlandi. Vísindamennirnir sem standa að rannsókninni segja að eitthvað verði að breytast í aðgerðum yfirvalda enda sú nú krítískur tími í faraldrinum í landinu. Þrýstingurinn á Boris Johnson, forsætisráðherra, að útvíkka til alls landsins mesta hamlandi aðgerðirnar sem nú gilda aðeins fyrir ákveðin svæði eykst því dag frá degi. „Ég held að við þurfum að vera raunsæ með það að ef þróun faraldursins heldur svona áfram inn í desember þá getur ekkert okkar haldið jól í ár eins og við höfum verið vön. Það er því kannski rétt nálgun núna að sætta okkur við það. Þetta þýðir samt ekki að við getum ekki haldið jól,“ segir dómsmálaráðherrann og bætir við að stórar fjölskyldusamkomur þar sem fólk kæmi víða að yrðu þá kannski ekki mögulegar. Það er ekki aðeins í Bretlandi þar sem faraldurinn er í uppsveiflu heldur einnig víða annars staðar í Evrópu, til dæmis í Frakklandi og Þýskalandi. Yfirvöld þar hafa því ákveðið herða aðgerðir til muna. Útgöngubann tók gildi í Frakklandi á miðnætti. Samkvæmt nýjum reglum verða íbúar landsins að halda sig heima nema í algjörum undantekningartilfellum, svo sem til að sinna nauðsynlegri vinnu eða af heilbrigðisástæðum. Veitingahúsum og börum verður gert að loka en skólar verða opnir áfram auk þess sem verksmiðjur mega halda áfram starfsemi. Á mánudag taka svo hertar aðgerðir gildi í Þýskalandi. Þar verður veitingastöðum, krám, leikhúsum og líkamsræktarstöðvum lokað til þess að reyna að hefta útbreiðslu faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Frakkland Þýskaland Jól Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira