Kristmann Eiðsson látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2020 16:55 Kristmann Eiðsson Kristmann Eiðsson, kennari og þýðandi, er látinn 84 ára gamall. Kristmann lést á Landakoti þriðjudaginn 27. október en kórónuveiran var banamein hans. Kristmann fæddist á Fáskrúðsfirði þann 27. maí árið 1936. Tveimur áratugum síðar lauk hann stúdentsprófi við Menntaskólann í Reykjavík. Um svipað leyti giftist hann Kristínu Þorsteinsdóttur, eiginkonu sinni til rúmlega sextíu ára. Kristín var ræstingastjóri á Landspítalanum. Hún féll frá árið 2017. Kristmann hóf starfsferil sinn sem blaðamaður hjá Frjálsri þjóð á sjötta áratugnum. Hann vann við blaðamennsku af og til eftir það. Þá starfaði Kristmann í á fjórða áratug sem kennari við Réttarholtsskóla í Reykjavík. Þar var enskukennsla í aðalhlutverki auk þess sem hann kenndi bæði íslensku og dönsku. Má ætla að þúsundir Íslendinga hafi hlotið leiðsögn Kristmanns í skólanum. Margir kannast við Kristmann fyrir þýðingar hans í Ríkissjónvarpinu. Þar þýddi hann marga af vinsælustu þáttum á dagskrá og má nefna Húsbændur og hjú sem dæmi. Þá hugkvæmdist honum að nefna erlendu þættina Holocaust Helförina. Fann hann þar gömlu íslensku orði nýja merkingu sem hefur síðan orðið virkt í tungumálinu. Kristmann hóf störf við þýðingar hjá Ríkisútvarpinu árið 1967 og starfaði fram á tíunda áratuginn. Kristmann lætur eftir sig fjögur börn, barnabörn og barnabarnabörn. Andlát Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Hópsýking á Landakoti Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Sjá meira
Kristmann Eiðsson, kennari og þýðandi, er látinn 84 ára gamall. Kristmann lést á Landakoti þriðjudaginn 27. október en kórónuveiran var banamein hans. Kristmann fæddist á Fáskrúðsfirði þann 27. maí árið 1936. Tveimur áratugum síðar lauk hann stúdentsprófi við Menntaskólann í Reykjavík. Um svipað leyti giftist hann Kristínu Þorsteinsdóttur, eiginkonu sinni til rúmlega sextíu ára. Kristín var ræstingastjóri á Landspítalanum. Hún féll frá árið 2017. Kristmann hóf starfsferil sinn sem blaðamaður hjá Frjálsri þjóð á sjötta áratugnum. Hann vann við blaðamennsku af og til eftir það. Þá starfaði Kristmann í á fjórða áratug sem kennari við Réttarholtsskóla í Reykjavík. Þar var enskukennsla í aðalhlutverki auk þess sem hann kenndi bæði íslensku og dönsku. Má ætla að þúsundir Íslendinga hafi hlotið leiðsögn Kristmanns í skólanum. Margir kannast við Kristmann fyrir þýðingar hans í Ríkissjónvarpinu. Þar þýddi hann marga af vinsælustu þáttum á dagskrá og má nefna Húsbændur og hjú sem dæmi. Þá hugkvæmdist honum að nefna erlendu þættina Holocaust Helförina. Fann hann þar gömlu íslensku orði nýja merkingu sem hefur síðan orðið virkt í tungumálinu. Kristmann hóf störf við þýðingar hjá Ríkisútvarpinu árið 1967 og starfaði fram á tíunda áratuginn. Kristmann lætur eftir sig fjögur börn, barnabörn og barnabarnabörn.
Andlát Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Hópsýking á Landakoti Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Sjá meira