Íslendingarnir léku í jafntefli | Zlatan klúðraði vítaspyrnu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2020 20:30 Hörður Björgvin í baráttunni í kvöld. Mikhail Tereshchenko/Getty Images Fjöldinn allur af leikjum er nú búinn í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Íslendingalið CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli á heimavelli og þá brenndi Zlatan Ibrahimovic af vítaspyrnu fyrir AC Milan og var tekinn út af í hálfleik. CSKA Moskva fékk Dinamo Zagreb í heimsókn í K-riðli. Hörður Björgvin Magnússon lék allan tímann í miðverði CSKA. Arnór Sigurðsson hóf leik á varamannabekknum en kom inn á þegar fimmtán mínútur voru eftir. Leiknum lauk með 0-0 jafntefli sem þýðir að CSKA hefur nú gert jafntefli í báðum leikjum sínum í Evrópudeildinni, líkt og mótherji kvöldsins. Wolfsberger AC vann stórsigur á hollenska liðinu Feyenoord í hinum leik kvöldsins, lokatölur í Hollandi 1-4. Þeir tróna því á toppi riðilsins á meðan Feyenoord er á botninum með eitt stig. AC Milan vann öruggan 3-0 sigur á Sparta Prag í kvöld en Svínn magnaði Zlatan Ibrahimović fer eflaust ósáttur á koddann eftir að hafa brennt af vítaspyrnu. Brahim Diaz kom Milan yfir á 24. mínútu og Zlatan gat komið liðinu í 2-0 fyrir lok fyrri hálfleiks. Það tókst ekki og fór Svíinn af velli í hálfleik. 12 - AC Milan has scored 2+ goals in 12 consecutive games among all competitions for their first time since the start of the Serie A in 1929/30. Momentous.#MilanSpartaPraga pic.twitter.com/sDC9CZn5Kk— OptaPaolo (@OptaPaolo) October 29, 2020 Rafael Leão kom inn fyrir Zlatan og skoraði annað mark leiksins á 57. mínútu. Tíu mínútum síðar tryggði Diogo Dalot sigur Milan með þriðja marki liðsins. Lokatölur 3-0 á San Siro-vellinum á Ítalíu. Milan eru á toppi riðilsins með sex stig eftir tvo leiki. Lille er í 2. sæti með fjögur stig eftir að hafa gert 2-2 jafntefli við Celtic í kvöld. Skosku meistararnir eru svo í 3. sæti með eitt stig og Dinamo án stiga. Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mourinho gerði fjórar breytingar í hálfleik | Tottenham tapaði samt Tottenham Hotspur tapaði óvænt fyrir Antwerpen í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 belgíska liðinu í vil. 29. október 2020 20:00 Refirnir sóttu þrjú stig til Grikklands Leicester City gerði góða ferð til Grikklands í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Liðið lagði AEK frá Aþenu 2-1 í kvöld. 29. október 2020 20:10 Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira
Fjöldinn allur af leikjum er nú búinn í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Íslendingalið CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli á heimavelli og þá brenndi Zlatan Ibrahimovic af vítaspyrnu fyrir AC Milan og var tekinn út af í hálfleik. CSKA Moskva fékk Dinamo Zagreb í heimsókn í K-riðli. Hörður Björgvin Magnússon lék allan tímann í miðverði CSKA. Arnór Sigurðsson hóf leik á varamannabekknum en kom inn á þegar fimmtán mínútur voru eftir. Leiknum lauk með 0-0 jafntefli sem þýðir að CSKA hefur nú gert jafntefli í báðum leikjum sínum í Evrópudeildinni, líkt og mótherji kvöldsins. Wolfsberger AC vann stórsigur á hollenska liðinu Feyenoord í hinum leik kvöldsins, lokatölur í Hollandi 1-4. Þeir tróna því á toppi riðilsins á meðan Feyenoord er á botninum með eitt stig. AC Milan vann öruggan 3-0 sigur á Sparta Prag í kvöld en Svínn magnaði Zlatan Ibrahimović fer eflaust ósáttur á koddann eftir að hafa brennt af vítaspyrnu. Brahim Diaz kom Milan yfir á 24. mínútu og Zlatan gat komið liðinu í 2-0 fyrir lok fyrri hálfleiks. Það tókst ekki og fór Svíinn af velli í hálfleik. 12 - AC Milan has scored 2+ goals in 12 consecutive games among all competitions for their first time since the start of the Serie A in 1929/30. Momentous.#MilanSpartaPraga pic.twitter.com/sDC9CZn5Kk— OptaPaolo (@OptaPaolo) October 29, 2020 Rafael Leão kom inn fyrir Zlatan og skoraði annað mark leiksins á 57. mínútu. Tíu mínútum síðar tryggði Diogo Dalot sigur Milan með þriðja marki liðsins. Lokatölur 3-0 á San Siro-vellinum á Ítalíu. Milan eru á toppi riðilsins með sex stig eftir tvo leiki. Lille er í 2. sæti með fjögur stig eftir að hafa gert 2-2 jafntefli við Celtic í kvöld. Skosku meistararnir eru svo í 3. sæti með eitt stig og Dinamo án stiga.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mourinho gerði fjórar breytingar í hálfleik | Tottenham tapaði samt Tottenham Hotspur tapaði óvænt fyrir Antwerpen í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 belgíska liðinu í vil. 29. október 2020 20:00 Refirnir sóttu þrjú stig til Grikklands Leicester City gerði góða ferð til Grikklands í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Liðið lagði AEK frá Aþenu 2-1 í kvöld. 29. október 2020 20:10 Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira
Mourinho gerði fjórar breytingar í hálfleik | Tottenham tapaði samt Tottenham Hotspur tapaði óvænt fyrir Antwerpen í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 belgíska liðinu í vil. 29. október 2020 20:00
Refirnir sóttu þrjú stig til Grikklands Leicester City gerði góða ferð til Grikklands í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Liðið lagði AEK frá Aþenu 2-1 í kvöld. 29. október 2020 20:10