Mourinho hefði viljað gera 11 breytingar í hálfleik | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2020 07:01 Mourinho var ekki par sáttur á hliðarlínunni í gær. EPA-EFE/Stephanie Lecocq Tottenham Hotspur tapaði óvænt 1-0 gegn belgíska liðinu Antwerpen á útivelli í Evrópudeildinni í gærkvöld. José Mourinho, þjálfari liðsins, gerði fjölmargar breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn en stillti samt sem áður upp mjög sterku liði. Leikmenn á borð við Sergio Reguilon, Harry Winks, Giovani Lo Celso, Gareth Bale, Dele Winks, Steven Bergwijn og Vinicius fengu allir tækifæri í byrjunarliði Tottenham í gær. Af þessum voru bara Reguilon og Winks sem spiluðu allar 90 mínúturnar. Mourinho gerði fjórfalda breytingu í hálfleik og sendi svo Harry Kane inn á þegar rúmur hálftími var eftir af leiknum. Það breytti þó engu, sóknarleikur Tottenham var afleitur og Antwerpen vann óvæntan 1-0 sigur. Eftir leik sagði José að hann hefði viljað gera 11 breytingar í hálfleik. Þá sagði Portúgalinn að það ætti að kenna sér um tapið því hann væri stjóri liðsins. Four subs wasn't enough for Jose pic.twitter.com/vqz3KVt7MW— B/R Football (@brfootball) October 29, 2020 „Við getum aðeins kennt okkur sjálfum um og hrósað mótherja kvöldsins. Ég myndi frekar vilja hrósa mótherja okkar fyrir frábæran leik í stað þess að kenna okkur um því við spiluðum skelfilega, en ég verð að gera bæði,“ sagði súr Mourinho í leikslok. Tottenham hafði ekki tapað í tíu leikjum í röð og því má segja að frammistaðan í gær hafi komið verulega á óvart. „Frammistaðan var léleg og úrslitin voru léleg í kjölfarið. Ef það á að kenna einhverjum um, kennið mér um því ég er stjórinn og það er á mína ábyrgð hverjir spila. Ég verð að viðurkenna að leikurinn staðfesti nokkra hluti sem ég var að velta fyrir mér og mun hjálpa mér með ákvarðanir mínar í framtíðinni,“ sagði hinn 57 ára gamli Mourinho að lokum. Hér að neðan má sjá blaðamannafund José eftir leik. "You always ask me, why this player is not playing? Why this player is not selected? Maybe now for a few weeks you don't ask me that, because you have the answer"Jose Mourinho didn't hold back after Tottenham's defeat pic.twitter.com/tN9c8k42R5— Football Daily (@footballdaily) October 29, 2020 Fótbolti Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
Tottenham Hotspur tapaði óvænt 1-0 gegn belgíska liðinu Antwerpen á útivelli í Evrópudeildinni í gærkvöld. José Mourinho, þjálfari liðsins, gerði fjölmargar breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn en stillti samt sem áður upp mjög sterku liði. Leikmenn á borð við Sergio Reguilon, Harry Winks, Giovani Lo Celso, Gareth Bale, Dele Winks, Steven Bergwijn og Vinicius fengu allir tækifæri í byrjunarliði Tottenham í gær. Af þessum voru bara Reguilon og Winks sem spiluðu allar 90 mínúturnar. Mourinho gerði fjórfalda breytingu í hálfleik og sendi svo Harry Kane inn á þegar rúmur hálftími var eftir af leiknum. Það breytti þó engu, sóknarleikur Tottenham var afleitur og Antwerpen vann óvæntan 1-0 sigur. Eftir leik sagði José að hann hefði viljað gera 11 breytingar í hálfleik. Þá sagði Portúgalinn að það ætti að kenna sér um tapið því hann væri stjóri liðsins. Four subs wasn't enough for Jose pic.twitter.com/vqz3KVt7MW— B/R Football (@brfootball) October 29, 2020 „Við getum aðeins kennt okkur sjálfum um og hrósað mótherja kvöldsins. Ég myndi frekar vilja hrósa mótherja okkar fyrir frábæran leik í stað þess að kenna okkur um því við spiluðum skelfilega, en ég verð að gera bæði,“ sagði súr Mourinho í leikslok. Tottenham hafði ekki tapað í tíu leikjum í röð og því má segja að frammistaðan í gær hafi komið verulega á óvart. „Frammistaðan var léleg og úrslitin voru léleg í kjölfarið. Ef það á að kenna einhverjum um, kennið mér um því ég er stjórinn og það er á mína ábyrgð hverjir spila. Ég verð að viðurkenna að leikurinn staðfesti nokkra hluti sem ég var að velta fyrir mér og mun hjálpa mér með ákvarðanir mínar í framtíðinni,“ sagði hinn 57 ára gamli Mourinho að lokum. Hér að neðan má sjá blaðamannafund José eftir leik. "You always ask me, why this player is not playing? Why this player is not selected? Maybe now for a few weeks you don't ask me that, because you have the answer"Jose Mourinho didn't hold back after Tottenham's defeat pic.twitter.com/tN9c8k42R5— Football Daily (@footballdaily) October 29, 2020
Fótbolti Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira