Joe Rogan gagnrýndur fyrir viðtal við samsæriskenningasmið Sylvía Hall skrifar 29. október 2020 23:43 Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var gestur í þætti Joe Rogan fyrr í vikunni. Youtube Hlaðvarpsstjórnandinn vinsæli Joe Rogan hefur sætt mikilli gagnrýni vegna viðtals við Alex Jones, stofnanda samsæriskenningamiðilsins Infowars og þáttastjórnanda The Alex Jones Show. Þættir Jones voru fjarlægðir af Spotify árið 2018 vegna hatursorðræðu og gerðu Facebook og Apple slíkt hið sama. Þátturinn sem um ræðir er um það bil þrjár klukkustundir að lengd. Þar ræðir Jones meðal annars um kórónuveirufaraldurinn, ágæti grímunotkunar í baráttunni við hann sem og mögulega skaðsemi bóluefna. Rogan kannaði sannleiksgildi margra fullyrðinga Jones á meðan þættinum stóð. Jones hefur verið þekktur fyrir samsæriskenningar sínar, en hann hefur til að mynda sett fram samsæriskenningar um árásina á Tvíburaturnana árið 2001 og skotárásina í Sandy Hook-grunnskólanum árið 2012. Hefur hann ítrekað haldið því fram að árásin hafi verið sviðsett, en foreldrar barna sem voru skotin til bana lögsóttu hann fyrir ærumeiðingar vegna þessa. Þá hefur Facebook flokkað Jones sem öfgmann sem brjóti gegn skilmálum Facebook um „hættulega einstaklinga“. Hlaðvarp Rogan er eitt það vinsælasta í heiminum um þessar mundir. Þar fær hann til sín fólk í lengri viðtöl og hefur hann rætt við marga af þekktustu listamönnum og stjórnmálamönnum heims. Fyrr á árinu skrifaði Rogan svo undir samning við Spotify fyrir hundrað milljónir Bandaríkjadala og munu þættir hans eingöngu vera aðgengilegir þar frá og með næsta ári. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að mörgum þyki skjóta skökku við að Spotify leyfi þáttinn í ljósi þess að Jones hafi verið bannaður áður. Með því að birta þáttinn séu bæði Spotify og Rogan að græða á því að gefa manni með öfgafullar jaðarskoðanir pláss í umræðunni. Rogan svaraði gagnrýninni á Instagram-síðu sinni, sagði gagnrýnina vera fyrirsjáanlega og varði nokkrar fullyrðingar Jones. „Ég vissi að fólk myndi gagnrýna efnistök þáttarins án þess að hlusta og ég hafði rétt fyrir mér.“ View this post on Instagram I knew people were going to criticize the content of the podcast without even listening and I was right. That’s why I fact checked every single crazy thing he said, and all of them were verified. People have said he spread “anti-covid vaccine conspiracy theories” because he said that 80% of the people who were given one of the vaccines got sick. Here’s the video of Bill Gates admitting it himself. Now, I’m NOT anti vaccine, and if a safe and effective covid vaccine is created I’ll take it and encourage others to take it, but I wanted to put this video up to validate what he said. He said a lot of crazy, but accurate things, and that’s what I’ve been saying about him for years. He’s most certainly fucked up in the past, but this episode and the subjects he exposed highlight why I chose to have him on. A post shared by Joe Rogan (@joerogan) on Oct 28, 2020 at 3:43pm PDT „Hann sagði mikið af klikkuðum, en réttum hlutum, og það er það sem ég hef sagt um hann í mörg ár. Hann hefur svo sannarlega klúðrað áður, en þessi þáttur og þau málefni sem hann einblíndi á undirstrikuðu hvers vegna ég ákvað að fá hann í þáttinn.“ Daniel Ek, framkvæmdastjóri Spotify, sagði í yfirlýsingu að fyrirtækið skipti sér ekki af því hverjum væri boðið í þætti streymisveitunnar. Þau vildu fyrst og fremst að fjölmiðlamenn hugsuðu um að skapa efni fyrir hlustendur, þó þau færu vissulega yfir hvað væri birt. Ef það samræmdist ekki skilmálum Spotify yrði það ekki birt. Viðtalið má sjá hér að neðan. Samfélagsmiðlar Hollywood Bandaríkin Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Hlaðvarpsstjórnandinn vinsæli Joe Rogan hefur sætt mikilli gagnrýni vegna viðtals við Alex Jones, stofnanda samsæriskenningamiðilsins Infowars og þáttastjórnanda The Alex Jones Show. Þættir Jones voru fjarlægðir af Spotify árið 2018 vegna hatursorðræðu og gerðu Facebook og Apple slíkt hið sama. Þátturinn sem um ræðir er um það bil þrjár klukkustundir að lengd. Þar ræðir Jones meðal annars um kórónuveirufaraldurinn, ágæti grímunotkunar í baráttunni við hann sem og mögulega skaðsemi bóluefna. Rogan kannaði sannleiksgildi margra fullyrðinga Jones á meðan þættinum stóð. Jones hefur verið þekktur fyrir samsæriskenningar sínar, en hann hefur til að mynda sett fram samsæriskenningar um árásina á Tvíburaturnana árið 2001 og skotárásina í Sandy Hook-grunnskólanum árið 2012. Hefur hann ítrekað haldið því fram að árásin hafi verið sviðsett, en foreldrar barna sem voru skotin til bana lögsóttu hann fyrir ærumeiðingar vegna þessa. Þá hefur Facebook flokkað Jones sem öfgmann sem brjóti gegn skilmálum Facebook um „hættulega einstaklinga“. Hlaðvarp Rogan er eitt það vinsælasta í heiminum um þessar mundir. Þar fær hann til sín fólk í lengri viðtöl og hefur hann rætt við marga af þekktustu listamönnum og stjórnmálamönnum heims. Fyrr á árinu skrifaði Rogan svo undir samning við Spotify fyrir hundrað milljónir Bandaríkjadala og munu þættir hans eingöngu vera aðgengilegir þar frá og með næsta ári. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að mörgum þyki skjóta skökku við að Spotify leyfi þáttinn í ljósi þess að Jones hafi verið bannaður áður. Með því að birta þáttinn séu bæði Spotify og Rogan að græða á því að gefa manni með öfgafullar jaðarskoðanir pláss í umræðunni. Rogan svaraði gagnrýninni á Instagram-síðu sinni, sagði gagnrýnina vera fyrirsjáanlega og varði nokkrar fullyrðingar Jones. „Ég vissi að fólk myndi gagnrýna efnistök þáttarins án þess að hlusta og ég hafði rétt fyrir mér.“ View this post on Instagram I knew people were going to criticize the content of the podcast without even listening and I was right. That’s why I fact checked every single crazy thing he said, and all of them were verified. People have said he spread “anti-covid vaccine conspiracy theories” because he said that 80% of the people who were given one of the vaccines got sick. Here’s the video of Bill Gates admitting it himself. Now, I’m NOT anti vaccine, and if a safe and effective covid vaccine is created I’ll take it and encourage others to take it, but I wanted to put this video up to validate what he said. He said a lot of crazy, but accurate things, and that’s what I’ve been saying about him for years. He’s most certainly fucked up in the past, but this episode and the subjects he exposed highlight why I chose to have him on. A post shared by Joe Rogan (@joerogan) on Oct 28, 2020 at 3:43pm PDT „Hann sagði mikið af klikkuðum, en réttum hlutum, og það er það sem ég hef sagt um hann í mörg ár. Hann hefur svo sannarlega klúðrað áður, en þessi þáttur og þau málefni sem hann einblíndi á undirstrikuðu hvers vegna ég ákvað að fá hann í þáttinn.“ Daniel Ek, framkvæmdastjóri Spotify, sagði í yfirlýsingu að fyrirtækið skipti sér ekki af því hverjum væri boðið í þætti streymisveitunnar. Þau vildu fyrst og fremst að fjölmiðlamenn hugsuðu um að skapa efni fyrir hlustendur, þó þau færu vissulega yfir hvað væri birt. Ef það samræmdist ekki skilmálum Spotify yrði það ekki birt. Viðtalið má sjá hér að neðan.
Samfélagsmiðlar Hollywood Bandaríkin Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira