Mistök og hneyksli varpa skugga á opnun nýs alþjóðaflugvallar í Berlín Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. október 2020 12:09 Aðgerðasinnar í loftslagsmálum mótmæltu við nýju flugstöðvarbygginguna á degi opnunarinnar í dag. EPA/HAYOUNG JEON Nýr alþjóðaflugvöllur í Berlín verður opnaður í dag, 30 árum eftir að ákveðið var að ráðast í byggingu hans. Þegar hafa verið gerðar sjö misheppnaðar tilraunir til að taka völlinn í notkun en saga flugvallarins þykir einkennast af ítrekuðum mistökum og klúðri og þykir eitt allsherjar hneyksli. 3. júní 2012 stóð til að opna Berlin-Brandenburg flugvöll. Sú dagsetning var ekki sú fyrsta sem stefnt var að til að taka völlinn í notkun en þykir ein sú eftirminnilegasta eins og því er lýst í umfjöllun Deutsche Welle. Mikið umstang var í kringum fyrirhugaða opnun, fjölmiðlar höfðu búið sig undir sólarhrings langa beina útsendingu til að fjalla um opnunina og eftirvæntingin var gríðarleg. En allt kom fyrir ekki. Skömmu áður en opnunardagurinn rann upp tilkynntu eftirlitsmenn um 120 þúsund galla á byggingunni. Sig var á þaki byggingarinnar, brunavörnum var ábótavant og sjálfvirkir dyr virkuðu ekki sem skildi. Þá höfðu um 170 kílómetrar af snúrum og köplum verið lagðir með óöruggum hætti, sum ljós var ekki hægt að kveikja og önnur ekki hægt að slökkva. Svo mætti lengi telja. Mótmælendur flykktu liði og töfuð fyrir umferð við nýja BER alþjóðaflugvöllinn sem tekinn var í notkun í Berlín í dag.EPA/HAYOUNG JEON Það hefur tekið ríflega níu ár að bæta úr öllum þeim ágöllum sem var að finna á þessum nýja alþjóðaflugvelli Berlínar. Og nú þegar dagurinn er runninn upp, loksins þegar taka á þessa nýju flugstöð í notkun, er ólíklegt að flugumferðin um völlinn verði mikil í ljósi kórónuveirufaraldursins. Sé aðeins litið til Þýskalands hafði flugfarþegum í ágúst fækkað um 70% samanborið við sama tímabil í fyrra. Í dag á degi opnunarinnar hefur þannig verið öllu minna um flugfarþega sem þar eiga leið í gegn, en mótmælendur úr röðum náttúruverndarsinna hafa aftur á móti látið sjá sig í flugstöðinni í dag. Of lítill og á barmi gjaldþrots Við hönnun var gert ráð fyrir því að um 27 milljónir farþega gætu ferðast um flugvöllinn á ársgrundvelli. Til samanburðar fóru rúmlega 35 milljónir farþega um Tegel og Schönfeld flugvöllinn, þann flugvöll Berlínar sem flestir ferðalangar fara um í venjulegu árferði. Stefnan er að þeim flugvelli verði lokað og starfsemi hans sameinuð hinum nýja flugvelli sem opnaður er í dag. Þessi staðreynd hefur sætt gagnrýni í ljósi þess hve miklu færri farþega unnt er að þjónusta á hinum nýja flugvelli en hinum eldri, ekki hvað síst í ljósi þess að fyrir heimsfaraldurinn var gert ráð fyrir ferðamönnum til borgarinnar myndi fara fjölgandi. Í ljósi þessa eru þegar uppi áform um stækkun nýju flugstöðvarinnar. Það kemur aftur á móti til með að kosta sitt en áætlað er að það gæti kostað aðra 2,3 milljarða evra til ársins 2030, sem er um það bil jafn mikið og það heildarfjármagn sem upphaflega var áætlað í verkefnið. Kostnaður við framkvæmdina hefur hins vegar farið langt fram úr áætlun en alls hefur um sjö milljörðum evra verið varið í verkefnið en það eru hið opinbera sem fjármagnað hefur verkefnið, stjórnvöld í Berlín og Brandenburg auk þýska ríkisins, í gegnum fyrirtækið FBB, sem annast flugvallarekstur í Berlín. Ef ekki væri fyrir viðbótarlán og styrki frá ríkinu væri fyrirtækið að öllum líkindum farið á hausinn en líklegt þykir að FBB þurfi á enn frekara fjármagni að halda frá skattgreiðendum í gegnum fjárframlög hins opinbera á næstu árum til að halda sér á floti. Þýskaland Fréttir af flugi Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Nýr alþjóðaflugvöllur í Berlín verður opnaður í dag, 30 árum eftir að ákveðið var að ráðast í byggingu hans. Þegar hafa verið gerðar sjö misheppnaðar tilraunir til að taka völlinn í notkun en saga flugvallarins þykir einkennast af ítrekuðum mistökum og klúðri og þykir eitt allsherjar hneyksli. 3. júní 2012 stóð til að opna Berlin-Brandenburg flugvöll. Sú dagsetning var ekki sú fyrsta sem stefnt var að til að taka völlinn í notkun en þykir ein sú eftirminnilegasta eins og því er lýst í umfjöllun Deutsche Welle. Mikið umstang var í kringum fyrirhugaða opnun, fjölmiðlar höfðu búið sig undir sólarhrings langa beina útsendingu til að fjalla um opnunina og eftirvæntingin var gríðarleg. En allt kom fyrir ekki. Skömmu áður en opnunardagurinn rann upp tilkynntu eftirlitsmenn um 120 þúsund galla á byggingunni. Sig var á þaki byggingarinnar, brunavörnum var ábótavant og sjálfvirkir dyr virkuðu ekki sem skildi. Þá höfðu um 170 kílómetrar af snúrum og köplum verið lagðir með óöruggum hætti, sum ljós var ekki hægt að kveikja og önnur ekki hægt að slökkva. Svo mætti lengi telja. Mótmælendur flykktu liði og töfuð fyrir umferð við nýja BER alþjóðaflugvöllinn sem tekinn var í notkun í Berlín í dag.EPA/HAYOUNG JEON Það hefur tekið ríflega níu ár að bæta úr öllum þeim ágöllum sem var að finna á þessum nýja alþjóðaflugvelli Berlínar. Og nú þegar dagurinn er runninn upp, loksins þegar taka á þessa nýju flugstöð í notkun, er ólíklegt að flugumferðin um völlinn verði mikil í ljósi kórónuveirufaraldursins. Sé aðeins litið til Þýskalands hafði flugfarþegum í ágúst fækkað um 70% samanborið við sama tímabil í fyrra. Í dag á degi opnunarinnar hefur þannig verið öllu minna um flugfarþega sem þar eiga leið í gegn, en mótmælendur úr röðum náttúruverndarsinna hafa aftur á móti látið sjá sig í flugstöðinni í dag. Of lítill og á barmi gjaldþrots Við hönnun var gert ráð fyrir því að um 27 milljónir farþega gætu ferðast um flugvöllinn á ársgrundvelli. Til samanburðar fóru rúmlega 35 milljónir farþega um Tegel og Schönfeld flugvöllinn, þann flugvöll Berlínar sem flestir ferðalangar fara um í venjulegu árferði. Stefnan er að þeim flugvelli verði lokað og starfsemi hans sameinuð hinum nýja flugvelli sem opnaður er í dag. Þessi staðreynd hefur sætt gagnrýni í ljósi þess hve miklu færri farþega unnt er að þjónusta á hinum nýja flugvelli en hinum eldri, ekki hvað síst í ljósi þess að fyrir heimsfaraldurinn var gert ráð fyrir ferðamönnum til borgarinnar myndi fara fjölgandi. Í ljósi þessa eru þegar uppi áform um stækkun nýju flugstöðvarinnar. Það kemur aftur á móti til með að kosta sitt en áætlað er að það gæti kostað aðra 2,3 milljarða evra til ársins 2030, sem er um það bil jafn mikið og það heildarfjármagn sem upphaflega var áætlað í verkefnið. Kostnaður við framkvæmdina hefur hins vegar farið langt fram úr áætlun en alls hefur um sjö milljörðum evra verið varið í verkefnið en það eru hið opinbera sem fjármagnað hefur verkefnið, stjórnvöld í Berlín og Brandenburg auk þýska ríkisins, í gegnum fyrirtækið FBB, sem annast flugvallarekstur í Berlín. Ef ekki væri fyrir viðbótarlán og styrki frá ríkinu væri fyrirtækið að öllum líkindum farið á hausinn en líklegt þykir að FBB þurfi á enn frekara fjármagni að halda frá skattgreiðendum í gegnum fjárframlög hins opinbera á næstu árum til að halda sér á floti.
Þýskaland Fréttir af flugi Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira