Hurð spennt upp og öllu stolið af skrifstofu Útvarps 101 Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. nóvember 2020 14:11 Útvarp 101 fagnar tveggja ára afmæli þessa dagana. Brotist var inn á skrifstofu útvarpsstöðvarinnar Útvarp 101 í nótt og nánast öllum búnaði stolið. Ránið mun hafa átt sér stað um fimm leitið í nótt og eru greinileg ummerki um innbrot í nýjum höfuðstöðvum útvarpsstöðvarinnar við Hverfisgötu 78 en flutningar í nýja húsnæðið standa nú yfir. „Það var brotist inn, líklegast í morgun, og heil útvarpsstöð tekin. Allur búnaður útvarpsstöðvarinnar tekinn,“ segir Logi Pedro Stefánsson, einn aðstandenda útvarpsstöðvarinnar, í samtali við Vísi. Hann segir tjónið hlaupa á mörgum milljónum króna ef ekki tekst að endurheimta þýfið. Útvarpssendingar stöðvarinnar liggja niðri sem stendur en allt kapp er nú lagt á að komast aftur í loftið. „Við erum búin að flytja útvarpsstöðina þangað inn og ekkert annað, og hún er tekin útvarpsstöðin bara í heilu lagi í nótt eða morgun. Allt tekið, bókstaflega. Sem er eiginlega ótrúlegt, það voru minnstu hlutir teknir. Þannig að við erum í miklu áfalli yfir þessu og áttum okkur ekki alveg á hvað gerðist,“ segir Logi. „Við erum þó hress og jákvæð því við erum að halda upp á tveggja ára afmælið okkar hjá Útvarp 101 og erum að reyna að líta á björtu hliðarnar,“ bætir hann við en fjölmiðlafyrirtækið hafi verið í mikilli sókn. „En jú, það var brotin upp hurðin, klassískt innbrot, hurð spennt upp og allt tekið,“ segir Logi. Hann segir ummerkin á vettvangi bera þess merki að einhver vanur hafi verið að verki. Meðal þess sem var stolið eru míkrafónar, útvarpsmixer, upptökugræjur, hátalarar, tölvur og fleira. „Svona útvarpsbúnaður er náttúrlega mjög sérhæfður og mun ekkert nýtast fólki nema það sé með útsendingaleyfi og geti sent út á tíðni eins og við gerum. Þannig við erum mjög hissa að einhver myndi leggja þetta á sig,“ segir Logi. Útsendingar útvarpsstöðvarinnar liggja niðri sem stendur en Logi bindur vonir við að 101 komist aftur í loftið sem allra fyrst. „Eins og er þá liggur útsendingin niðri, við erum að skoða núna hvort við náum að koma henni í gang í dag með öðrum leiðum. En heilinn og útsendingatölvan var tekin líka þannig við þurfum að vera creative á sunnudegi til þess að finna út úr því hvað við getum gert en við verðum komin í loftið bara sem allra fyrst. Ef ekki í dag þá mjög snemma í vikunni.“ Lögreglumál Fjölmiðlar Reykjavík Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Brotist var inn á skrifstofu útvarpsstöðvarinnar Útvarp 101 í nótt og nánast öllum búnaði stolið. Ránið mun hafa átt sér stað um fimm leitið í nótt og eru greinileg ummerki um innbrot í nýjum höfuðstöðvum útvarpsstöðvarinnar við Hverfisgötu 78 en flutningar í nýja húsnæðið standa nú yfir. „Það var brotist inn, líklegast í morgun, og heil útvarpsstöð tekin. Allur búnaður útvarpsstöðvarinnar tekinn,“ segir Logi Pedro Stefánsson, einn aðstandenda útvarpsstöðvarinnar, í samtali við Vísi. Hann segir tjónið hlaupa á mörgum milljónum króna ef ekki tekst að endurheimta þýfið. Útvarpssendingar stöðvarinnar liggja niðri sem stendur en allt kapp er nú lagt á að komast aftur í loftið. „Við erum búin að flytja útvarpsstöðina þangað inn og ekkert annað, og hún er tekin útvarpsstöðin bara í heilu lagi í nótt eða morgun. Allt tekið, bókstaflega. Sem er eiginlega ótrúlegt, það voru minnstu hlutir teknir. Þannig að við erum í miklu áfalli yfir þessu og áttum okkur ekki alveg á hvað gerðist,“ segir Logi. „Við erum þó hress og jákvæð því við erum að halda upp á tveggja ára afmælið okkar hjá Útvarp 101 og erum að reyna að líta á björtu hliðarnar,“ bætir hann við en fjölmiðlafyrirtækið hafi verið í mikilli sókn. „En jú, það var brotin upp hurðin, klassískt innbrot, hurð spennt upp og allt tekið,“ segir Logi. Hann segir ummerkin á vettvangi bera þess merki að einhver vanur hafi verið að verki. Meðal þess sem var stolið eru míkrafónar, útvarpsmixer, upptökugræjur, hátalarar, tölvur og fleira. „Svona útvarpsbúnaður er náttúrlega mjög sérhæfður og mun ekkert nýtast fólki nema það sé með útsendingaleyfi og geti sent út á tíðni eins og við gerum. Þannig við erum mjög hissa að einhver myndi leggja þetta á sig,“ segir Logi. Útsendingar útvarpsstöðvarinnar liggja niðri sem stendur en Logi bindur vonir við að 101 komist aftur í loftið sem allra fyrst. „Eins og er þá liggur útsendingin niðri, við erum að skoða núna hvort við náum að koma henni í gang í dag með öðrum leiðum. En heilinn og útsendingatölvan var tekin líka þannig við þurfum að vera creative á sunnudegi til þess að finna út úr því hvað við getum gert en við verðum komin í loftið bara sem allra fyrst. Ef ekki í dag þá mjög snemma í vikunni.“
Lögreglumál Fjölmiðlar Reykjavík Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira