Tryggvi Hrafn skoraði í uppgjöri toppliðina | Sverrir Ingi enn ósigraður í Grikklandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. nóvember 2020 17:15 Sverrir Ingi og félagar hafa ekki enn tapað leik á leiktíðinni heima fyrir. Andrei Shramko/Getty Images Lillestrøm er komið upp í annað sæti norsku B-deildarinnar eftir 3-0 sigur á toppliði Tromsø í dag. Tryggvi Hrafn Haraldsson var meðal markaskorara. PAOK, lið Sverris Inga Ingasonar, vann mikilvægan sigur í grísku úrvalsdeildinni. Sverrir Ingi og félagar hafa ekki enn tapað leik. Gott gengi Lillestrøm í norsku B-deildinni heldur áfram en liðið fékk Tromsø í heimsókn í dag. Leikurinn verður seint sagður hafa verið spennandi en Fredrik Krogstad hafði skorað tvívegis á fyrstu 14 mínútum leiksins og staðan því orðin 2-0 Lillestrøm í vil. Þannig var staðan fram að hálfleik. Tryggvi Hrafn skoraði strax í upphafi þess síðari og gerði í raun út um leik dagsins. Björn Bergmann Sigurðarson kom svo af varamannabekk liðsins á 68. mínútu og því voru tveir Íslendingar inn á hjá Lillestrøm þangað til Tryggvi var tekinn af velli þegar tíu mínútur voru eftir. 47 Min - TRYGGVI HRAFN HARALDSSON LEGGER PÅ TIL 3-0 PÅ ÅRÅSEN! Kommer helt alene med keeper og gjør alt rett, setter den i lengste! pic.twitter.com/tGhgmuDnqQ— Lillestrøm SK (@LillestromSK) November 1, 2020 Lokatölur 3-0 Lillestrøm í vil og liðið nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Tromsø. Þá á Lillestrøm leik til góða. Sverrir Ingi var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá PAOK er liðið heimsótti Panetolikos. Fór það svo að gestirnir unnu gríðar mikilvægan 3-1 sigur. Nika Ninua skoraði annað mark PAOK þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og Antonio Čolak gulltryggði sigurinn með þriðja marki liðsins þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Sigurinn lyftir PAOK upp í 3. sæti deildarinnar með þrjá sigra og þrjú jafntefli í fyrstu sex leikjum deildarinnar. Liðið hefur ekki enn tapað leik. Sverrir Ingi lék allan leikinn í vörn PAOK. Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Lillestrøm er komið upp í annað sæti norsku B-deildarinnar eftir 3-0 sigur á toppliði Tromsø í dag. Tryggvi Hrafn Haraldsson var meðal markaskorara. PAOK, lið Sverris Inga Ingasonar, vann mikilvægan sigur í grísku úrvalsdeildinni. Sverrir Ingi og félagar hafa ekki enn tapað leik. Gott gengi Lillestrøm í norsku B-deildinni heldur áfram en liðið fékk Tromsø í heimsókn í dag. Leikurinn verður seint sagður hafa verið spennandi en Fredrik Krogstad hafði skorað tvívegis á fyrstu 14 mínútum leiksins og staðan því orðin 2-0 Lillestrøm í vil. Þannig var staðan fram að hálfleik. Tryggvi Hrafn skoraði strax í upphafi þess síðari og gerði í raun út um leik dagsins. Björn Bergmann Sigurðarson kom svo af varamannabekk liðsins á 68. mínútu og því voru tveir Íslendingar inn á hjá Lillestrøm þangað til Tryggvi var tekinn af velli þegar tíu mínútur voru eftir. 47 Min - TRYGGVI HRAFN HARALDSSON LEGGER PÅ TIL 3-0 PÅ ÅRÅSEN! Kommer helt alene med keeper og gjør alt rett, setter den i lengste! pic.twitter.com/tGhgmuDnqQ— Lillestrøm SK (@LillestromSK) November 1, 2020 Lokatölur 3-0 Lillestrøm í vil og liðið nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Tromsø. Þá á Lillestrøm leik til góða. Sverrir Ingi var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá PAOK er liðið heimsótti Panetolikos. Fór það svo að gestirnir unnu gríðar mikilvægan 3-1 sigur. Nika Ninua skoraði annað mark PAOK þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og Antonio Čolak gulltryggði sigurinn með þriðja marki liðsins þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Sigurinn lyftir PAOK upp í 3. sæti deildarinnar með þrjá sigra og þrjú jafntefli í fyrstu sex leikjum deildarinnar. Liðið hefur ekki enn tapað leik. Sverrir Ingi lék allan leikinn í vörn PAOK.
Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira