Biðst lausnar eftir brottvikningu sem skiptastjóri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2020 11:47 Lárus Sigurður Lárusson er héraðsdómslögmaður og mun leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í kosningunum á næsta ári. Aðsend Lárus Sigurður Lárusson, lögmaður og oddviti Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi alþingiskosningum, hefur beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs námsmanna. Hann segir brýnt að friður ríki um stjórn og starfsemi sjóðsins. Hann hefur tilkynnt Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra ákvörðun sína. Ákvörðun Lárusar Sigurðar kemur í framhaldi af dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í síðustu viku þar sem honum var vikið úr starfi skiptastjóra þrotabús fasteignafélagsins Þórodds ehf. Var hann talinn hafa brotið á starfs- og trúnaðarskyldum með sölu á fasteigninni Þóroddsstöðum í gegnum fasteignafélag eiginmanns síns. Lárus Sigurður segist ósammála niðurstöðu dómsins, neitar að eiginhagsmunir hafi ráðið för og kannar nú forsendur áfrýjunar. Fréttablaðið greindi frá dómi héraðsdóms í morgun. Þar kom fram að áður en til gjaldþrotaskipta fasteignafélagsins Þórodds ehf kom hafi verðmætasta eign þrotabúsins, fasteignin Þóroddsstaðir í Reykjavík, verið sett í sölu hjá fasteignasölunni Mikluborg. Kauptilboð upp á 200 milljónir barst í eignina og var samþykkt en salan hefði ekki gengið í gegn því kaupandi gat ekki fjármagnað kaupin. Eftir að félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta og Lárus skipaður skiptastjóri, hafi húsið verið tekið úr sölu hjá fasteignasölunni en selt stuttu síðar til sama kaupanda í gegnum fasteignasölu eiginmanns og samstarfsmanns Lárusar, Sævars Þórs Jónssonar, og þá fyrir 130 milljónir króna. Þóknunin til eiginmanns Lárusar Fréttablaðið segir dómara hafa komist að því að ekki verði annað séð en að hagsmunir Lárusar hafi ráðið för við ákvörðunina, enda hafi þóknun vegna sölunnar runnið til Sævars Þórs. Tilkynnt var á dögunum að Lárus Sigurður myndi leiða lista Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningunum á næsta ári. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra leiðir lista flokksins í suðurkjördæmi. Yfirlýsingu frá Lárusi má sjá að neðan. Lárus Sigurður Lárusson lögmaður hefur beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs námsmanna, vegna dóms sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í liðinni viku og varðaði störf hans fyrir þrotabú fasteignafélagsins Þóroddsstaða ehf. Lárus Sigurður er ósammála niðurstöðu dómsins og kannar nú forsendur áfrýjunar. Hann telur mjög brýnt að deilumál vegna þrotabúsins hafi ekki áhrif á önnur störf sín, þ.m.t. vinnu hans fyrir Menntasjóð námsmanna. ,,Menntasjóður námsmanna er afar mikilvæg stofnun sem gegnir grundvallarhlutverki í samfélaginu. Því er brýnt að friður ríki um stjórn og starfsemi Menntasjóðsins og það góða starf sem þar er unnið fái að halda áfram án óþarfa gagnrýni. Ég hef af þessum sökum beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs, og einnig undan öðrum trúnaðarstörfum mínum. Ég hef þegar tilkynnt Menntamálaráðherra þessa ákvörðun." Reykjavík Dómsmál Námslán Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Skiptastjóranum vikið úr starfi vegna brots á skyldum Lárusi Sigurði Lárussyni, lögmanni og stjórnarformanni Menntasjóðs námsmanna, hefur verið vikið úr starfi skiptastjóra þrotabús fasteignafélagsins Þórodds ehf vegna brots á starfs- og trúnaðarskyldum. 3. nóvember 2020 08:15 Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Lárus Sigurður Lárusson, lögmaður og oddviti Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi alþingiskosningum, hefur beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs námsmanna. Hann segir brýnt að friður ríki um stjórn og starfsemi sjóðsins. Hann hefur tilkynnt Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra ákvörðun sína. Ákvörðun Lárusar Sigurðar kemur í framhaldi af dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í síðustu viku þar sem honum var vikið úr starfi skiptastjóra þrotabús fasteignafélagsins Þórodds ehf. Var hann talinn hafa brotið á starfs- og trúnaðarskyldum með sölu á fasteigninni Þóroddsstöðum í gegnum fasteignafélag eiginmanns síns. Lárus Sigurður segist ósammála niðurstöðu dómsins, neitar að eiginhagsmunir hafi ráðið för og kannar nú forsendur áfrýjunar. Fréttablaðið greindi frá dómi héraðsdóms í morgun. Þar kom fram að áður en til gjaldþrotaskipta fasteignafélagsins Þórodds ehf kom hafi verðmætasta eign þrotabúsins, fasteignin Þóroddsstaðir í Reykjavík, verið sett í sölu hjá fasteignasölunni Mikluborg. Kauptilboð upp á 200 milljónir barst í eignina og var samþykkt en salan hefði ekki gengið í gegn því kaupandi gat ekki fjármagnað kaupin. Eftir að félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta og Lárus skipaður skiptastjóri, hafi húsið verið tekið úr sölu hjá fasteignasölunni en selt stuttu síðar til sama kaupanda í gegnum fasteignasölu eiginmanns og samstarfsmanns Lárusar, Sævars Þórs Jónssonar, og þá fyrir 130 milljónir króna. Þóknunin til eiginmanns Lárusar Fréttablaðið segir dómara hafa komist að því að ekki verði annað séð en að hagsmunir Lárusar hafi ráðið för við ákvörðunina, enda hafi þóknun vegna sölunnar runnið til Sævars Þórs. Tilkynnt var á dögunum að Lárus Sigurður myndi leiða lista Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningunum á næsta ári. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra leiðir lista flokksins í suðurkjördæmi. Yfirlýsingu frá Lárusi má sjá að neðan. Lárus Sigurður Lárusson lögmaður hefur beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs námsmanna, vegna dóms sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í liðinni viku og varðaði störf hans fyrir þrotabú fasteignafélagsins Þóroddsstaða ehf. Lárus Sigurður er ósammála niðurstöðu dómsins og kannar nú forsendur áfrýjunar. Hann telur mjög brýnt að deilumál vegna þrotabúsins hafi ekki áhrif á önnur störf sín, þ.m.t. vinnu hans fyrir Menntasjóð námsmanna. ,,Menntasjóður námsmanna er afar mikilvæg stofnun sem gegnir grundvallarhlutverki í samfélaginu. Því er brýnt að friður ríki um stjórn og starfsemi Menntasjóðsins og það góða starf sem þar er unnið fái að halda áfram án óþarfa gagnrýni. Ég hef af þessum sökum beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs, og einnig undan öðrum trúnaðarstörfum mínum. Ég hef þegar tilkynnt Menntamálaráðherra þessa ákvörðun."
Lárus Sigurður Lárusson lögmaður hefur beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs námsmanna, vegna dóms sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í liðinni viku og varðaði störf hans fyrir þrotabú fasteignafélagsins Þóroddsstaða ehf. Lárus Sigurður er ósammála niðurstöðu dómsins og kannar nú forsendur áfrýjunar. Hann telur mjög brýnt að deilumál vegna þrotabúsins hafi ekki áhrif á önnur störf sín, þ.m.t. vinnu hans fyrir Menntasjóð námsmanna. ,,Menntasjóður námsmanna er afar mikilvæg stofnun sem gegnir grundvallarhlutverki í samfélaginu. Því er brýnt að friður ríki um stjórn og starfsemi Menntasjóðsins og það góða starf sem þar er unnið fái að halda áfram án óþarfa gagnrýni. Ég hef af þessum sökum beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs, og einnig undan öðrum trúnaðarstörfum mínum. Ég hef þegar tilkynnt Menntamálaráðherra þessa ákvörðun."
Reykjavík Dómsmál Námslán Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Skiptastjóranum vikið úr starfi vegna brots á skyldum Lárusi Sigurði Lárussyni, lögmanni og stjórnarformanni Menntasjóðs námsmanna, hefur verið vikið úr starfi skiptastjóra þrotabús fasteignafélagsins Þórodds ehf vegna brots á starfs- og trúnaðarskyldum. 3. nóvember 2020 08:15 Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Skiptastjóranum vikið úr starfi vegna brots á skyldum Lárusi Sigurði Lárussyni, lögmanni og stjórnarformanni Menntasjóðs námsmanna, hefur verið vikið úr starfi skiptastjóra þrotabús fasteignafélagsins Þórodds ehf vegna brots á starfs- og trúnaðarskyldum. 3. nóvember 2020 08:15