Biðst lausnar eftir brottvikningu sem skiptastjóri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2020 11:47 Lárus Sigurður Lárusson er héraðsdómslögmaður og mun leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í kosningunum á næsta ári. Aðsend Lárus Sigurður Lárusson, lögmaður og oddviti Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi alþingiskosningum, hefur beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs námsmanna. Hann segir brýnt að friður ríki um stjórn og starfsemi sjóðsins. Hann hefur tilkynnt Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra ákvörðun sína. Ákvörðun Lárusar Sigurðar kemur í framhaldi af dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í síðustu viku þar sem honum var vikið úr starfi skiptastjóra þrotabús fasteignafélagsins Þórodds ehf. Var hann talinn hafa brotið á starfs- og trúnaðarskyldum með sölu á fasteigninni Þóroddsstöðum í gegnum fasteignafélag eiginmanns síns. Lárus Sigurður segist ósammála niðurstöðu dómsins, neitar að eiginhagsmunir hafi ráðið för og kannar nú forsendur áfrýjunar. Fréttablaðið greindi frá dómi héraðsdóms í morgun. Þar kom fram að áður en til gjaldþrotaskipta fasteignafélagsins Þórodds ehf kom hafi verðmætasta eign þrotabúsins, fasteignin Þóroddsstaðir í Reykjavík, verið sett í sölu hjá fasteignasölunni Mikluborg. Kauptilboð upp á 200 milljónir barst í eignina og var samþykkt en salan hefði ekki gengið í gegn því kaupandi gat ekki fjármagnað kaupin. Eftir að félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta og Lárus skipaður skiptastjóri, hafi húsið verið tekið úr sölu hjá fasteignasölunni en selt stuttu síðar til sama kaupanda í gegnum fasteignasölu eiginmanns og samstarfsmanns Lárusar, Sævars Þórs Jónssonar, og þá fyrir 130 milljónir króna. Þóknunin til eiginmanns Lárusar Fréttablaðið segir dómara hafa komist að því að ekki verði annað séð en að hagsmunir Lárusar hafi ráðið för við ákvörðunina, enda hafi þóknun vegna sölunnar runnið til Sævars Þórs. Tilkynnt var á dögunum að Lárus Sigurður myndi leiða lista Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningunum á næsta ári. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra leiðir lista flokksins í suðurkjördæmi. Yfirlýsingu frá Lárusi má sjá að neðan. Lárus Sigurður Lárusson lögmaður hefur beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs námsmanna, vegna dóms sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í liðinni viku og varðaði störf hans fyrir þrotabú fasteignafélagsins Þóroddsstaða ehf. Lárus Sigurður er ósammála niðurstöðu dómsins og kannar nú forsendur áfrýjunar. Hann telur mjög brýnt að deilumál vegna þrotabúsins hafi ekki áhrif á önnur störf sín, þ.m.t. vinnu hans fyrir Menntasjóð námsmanna. ,,Menntasjóður námsmanna er afar mikilvæg stofnun sem gegnir grundvallarhlutverki í samfélaginu. Því er brýnt að friður ríki um stjórn og starfsemi Menntasjóðsins og það góða starf sem þar er unnið fái að halda áfram án óþarfa gagnrýni. Ég hef af þessum sökum beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs, og einnig undan öðrum trúnaðarstörfum mínum. Ég hef þegar tilkynnt Menntamálaráðherra þessa ákvörðun." Reykjavík Dómsmál Námslán Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Skiptastjóranum vikið úr starfi vegna brots á skyldum Lárusi Sigurði Lárussyni, lögmanni og stjórnarformanni Menntasjóðs námsmanna, hefur verið vikið úr starfi skiptastjóra þrotabús fasteignafélagsins Þórodds ehf vegna brots á starfs- og trúnaðarskyldum. 3. nóvember 2020 08:15 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Fleiri fréttir Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Sjá meira
Lárus Sigurður Lárusson, lögmaður og oddviti Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi alþingiskosningum, hefur beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs námsmanna. Hann segir brýnt að friður ríki um stjórn og starfsemi sjóðsins. Hann hefur tilkynnt Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra ákvörðun sína. Ákvörðun Lárusar Sigurðar kemur í framhaldi af dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í síðustu viku þar sem honum var vikið úr starfi skiptastjóra þrotabús fasteignafélagsins Þórodds ehf. Var hann talinn hafa brotið á starfs- og trúnaðarskyldum með sölu á fasteigninni Þóroddsstöðum í gegnum fasteignafélag eiginmanns síns. Lárus Sigurður segist ósammála niðurstöðu dómsins, neitar að eiginhagsmunir hafi ráðið för og kannar nú forsendur áfrýjunar. Fréttablaðið greindi frá dómi héraðsdóms í morgun. Þar kom fram að áður en til gjaldþrotaskipta fasteignafélagsins Þórodds ehf kom hafi verðmætasta eign þrotabúsins, fasteignin Þóroddsstaðir í Reykjavík, verið sett í sölu hjá fasteignasölunni Mikluborg. Kauptilboð upp á 200 milljónir barst í eignina og var samþykkt en salan hefði ekki gengið í gegn því kaupandi gat ekki fjármagnað kaupin. Eftir að félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta og Lárus skipaður skiptastjóri, hafi húsið verið tekið úr sölu hjá fasteignasölunni en selt stuttu síðar til sama kaupanda í gegnum fasteignasölu eiginmanns og samstarfsmanns Lárusar, Sævars Þórs Jónssonar, og þá fyrir 130 milljónir króna. Þóknunin til eiginmanns Lárusar Fréttablaðið segir dómara hafa komist að því að ekki verði annað séð en að hagsmunir Lárusar hafi ráðið för við ákvörðunina, enda hafi þóknun vegna sölunnar runnið til Sævars Þórs. Tilkynnt var á dögunum að Lárus Sigurður myndi leiða lista Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningunum á næsta ári. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra leiðir lista flokksins í suðurkjördæmi. Yfirlýsingu frá Lárusi má sjá að neðan. Lárus Sigurður Lárusson lögmaður hefur beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs námsmanna, vegna dóms sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í liðinni viku og varðaði störf hans fyrir þrotabú fasteignafélagsins Þóroddsstaða ehf. Lárus Sigurður er ósammála niðurstöðu dómsins og kannar nú forsendur áfrýjunar. Hann telur mjög brýnt að deilumál vegna þrotabúsins hafi ekki áhrif á önnur störf sín, þ.m.t. vinnu hans fyrir Menntasjóð námsmanna. ,,Menntasjóður námsmanna er afar mikilvæg stofnun sem gegnir grundvallarhlutverki í samfélaginu. Því er brýnt að friður ríki um stjórn og starfsemi Menntasjóðsins og það góða starf sem þar er unnið fái að halda áfram án óþarfa gagnrýni. Ég hef af þessum sökum beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs, og einnig undan öðrum trúnaðarstörfum mínum. Ég hef þegar tilkynnt Menntamálaráðherra þessa ákvörðun."
Lárus Sigurður Lárusson lögmaður hefur beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs námsmanna, vegna dóms sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í liðinni viku og varðaði störf hans fyrir þrotabú fasteignafélagsins Þóroddsstaða ehf. Lárus Sigurður er ósammála niðurstöðu dómsins og kannar nú forsendur áfrýjunar. Hann telur mjög brýnt að deilumál vegna þrotabúsins hafi ekki áhrif á önnur störf sín, þ.m.t. vinnu hans fyrir Menntasjóð námsmanna. ,,Menntasjóður námsmanna er afar mikilvæg stofnun sem gegnir grundvallarhlutverki í samfélaginu. Því er brýnt að friður ríki um stjórn og starfsemi Menntasjóðsins og það góða starf sem þar er unnið fái að halda áfram án óþarfa gagnrýni. Ég hef af þessum sökum beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs, og einnig undan öðrum trúnaðarstörfum mínum. Ég hef þegar tilkynnt Menntamálaráðherra þessa ákvörðun."
Reykjavík Dómsmál Námslán Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Skiptastjóranum vikið úr starfi vegna brots á skyldum Lárusi Sigurði Lárussyni, lögmanni og stjórnarformanni Menntasjóðs námsmanna, hefur verið vikið úr starfi skiptastjóra þrotabús fasteignafélagsins Þórodds ehf vegna brots á starfs- og trúnaðarskyldum. 3. nóvember 2020 08:15 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Fleiri fréttir Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Sjá meira
Skiptastjóranum vikið úr starfi vegna brots á skyldum Lárusi Sigurði Lárussyni, lögmanni og stjórnarformanni Menntasjóðs námsmanna, hefur verið vikið úr starfi skiptastjóra þrotabús fasteignafélagsins Þórodds ehf vegna brots á starfs- og trúnaðarskyldum. 3. nóvember 2020 08:15