Allt útlit fyrir að meirihlutinn haldi í öldungadeildinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. nóvember 2020 09:06 Mitch McConnell hefur leitt meirihluta repúblikana í öldungadeildinni undanfarin ár og mun líklega gera það áfram. AP/J. Scott Applewhite Allt útlit er fyrir það repúblikanar muni áfram vera í meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Demókrötum hefur aðeins tekið að bæta við sig einu sæti en hefðu þurft þrjú til fjögur, eftir því hver sigrar forsetakosningunum, til að ná meirihluta. Fyrir kosningarnar voru repúblikanar með 53 sæta meirihluta gegn 47 sæta minnihluta demókrata. Eins og staðan er núna eru flokkarnir öruggir með 48 sæti hvor en eftir á að tilkynna sigurvegara í kosningum í fjórum ríkjum. Alls þarf 51 sæti til þess að vera í meirihluta í öldungadeildinni eða 50 sæti ef fulltrúi sama flokks situr í Hvíta húsinu, þar sem varaforsetinn getur greitt oddaatkvæði falli atkvæði jöfn í atkvæðagreiðslu í þinginu. Ef Joe Biden verður kjörinn forseti þurfa Demókratar því að bæta við sig tveimur sætum til þess að ná meirihluta, en þremur endi það með því að Donald Trump, sitjandi forseti, nái endurkjöri. Demókrötum tókst að velta sitjandi þingmönnum repúblikana úr sessi í Arizona og í Colorado en töpuðu sæti í Alabama. Meirihlutinn heldur einnig í fulltrúadeildinni Af þeim fjórum kosningum um öldungadeildasæti þar sem endanlegar niðurstöður liggja ekki fyrir leiða fulltrúar repúblikana í þremur, í Alaska, Georgíu og Norður-Karólínu. Fjórða sætið er einnig í Georgíu þar sem haldnar verða sérstakar aukakosningar um hver hreppir sætið, þar sem enginn frambjóðandi náði meirihluta atkvæða, líkt og reglur í Georgíu segja til um. Vonir Demókrata um að ná í 50 sæti velta einna nú helst á á því að frambjóðandi þeirra í þessum aukakosningum nái kjöri og að einnig þurfi að halda aukakosningar um hitt sætið í Georgíu, þar sem fulltrúi Repúblikana er nú með 50,1 prósent atkvæða þegar 95 prósent atkvæða hafa verið talin. Einnig er útlit fyrir að demókratar haldi meirihluta sínum í fulltrúadeildinni. Þar hafa repúblikanar þó sótt á og bætt við sig sex sætum. Ekki er þó útlit fyrir að það muni hagga meirihluta demókrata í deildinin. Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Afar mjótt á munum í nokkrum lykilríkjum Enn er beðið eftir úrslitum í nokkrum lykilríkjum í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru á þriðjudag. 5. nóvember 2020 06:56 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Sjá meira
Allt útlit er fyrir það repúblikanar muni áfram vera í meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Demókrötum hefur aðeins tekið að bæta við sig einu sæti en hefðu þurft þrjú til fjögur, eftir því hver sigrar forsetakosningunum, til að ná meirihluta. Fyrir kosningarnar voru repúblikanar með 53 sæta meirihluta gegn 47 sæta minnihluta demókrata. Eins og staðan er núna eru flokkarnir öruggir með 48 sæti hvor en eftir á að tilkynna sigurvegara í kosningum í fjórum ríkjum. Alls þarf 51 sæti til þess að vera í meirihluta í öldungadeildinni eða 50 sæti ef fulltrúi sama flokks situr í Hvíta húsinu, þar sem varaforsetinn getur greitt oddaatkvæði falli atkvæði jöfn í atkvæðagreiðslu í þinginu. Ef Joe Biden verður kjörinn forseti þurfa Demókratar því að bæta við sig tveimur sætum til þess að ná meirihluta, en þremur endi það með því að Donald Trump, sitjandi forseti, nái endurkjöri. Demókrötum tókst að velta sitjandi þingmönnum repúblikana úr sessi í Arizona og í Colorado en töpuðu sæti í Alabama. Meirihlutinn heldur einnig í fulltrúadeildinni Af þeim fjórum kosningum um öldungadeildasæti þar sem endanlegar niðurstöður liggja ekki fyrir leiða fulltrúar repúblikana í þremur, í Alaska, Georgíu og Norður-Karólínu. Fjórða sætið er einnig í Georgíu þar sem haldnar verða sérstakar aukakosningar um hver hreppir sætið, þar sem enginn frambjóðandi náði meirihluta atkvæða, líkt og reglur í Georgíu segja til um. Vonir Demókrata um að ná í 50 sæti velta einna nú helst á á því að frambjóðandi þeirra í þessum aukakosningum nái kjöri og að einnig þurfi að halda aukakosningar um hitt sætið í Georgíu, þar sem fulltrúi Repúblikana er nú með 50,1 prósent atkvæða þegar 95 prósent atkvæða hafa verið talin. Einnig er útlit fyrir að demókratar haldi meirihluta sínum í fulltrúadeildinni. Þar hafa repúblikanar þó sótt á og bætt við sig sex sætum. Ekki er þó útlit fyrir að það muni hagga meirihluta demókrata í deildinin.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Afar mjótt á munum í nokkrum lykilríkjum Enn er beðið eftir úrslitum í nokkrum lykilríkjum í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru á þriðjudag. 5. nóvember 2020 06:56 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Sjá meira
Afar mjótt á munum í nokkrum lykilríkjum Enn er beðið eftir úrslitum í nokkrum lykilríkjum í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru á þriðjudag. 5. nóvember 2020 06:56