Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út á sjötta tímanum í morgun eftir að tilkynning barst um „undarleg hljóð frá stigagangi í fjölbýlishúsi í hverfi 201“ í Kópavogi.
Í tilkynningu segir að lögregla hafi farið á vettvang og þar hafi íbúi verið að hengja upp jólaseríur á svölum íbúðar sinnar.
„Íbúinn var frekar ölvaður og taldi ekkert athugavert við þetta á þessum tíma sólarhrings. Íbúanum var fyrirskipað að gefa öðrum íbúum svefnfrið.
Ekki bárust frekari tilkynningar eftir afskipti lögreglu,“ segir í tilkynningunni.