Hefur skorað sex sinnum fleiri mörk í Evrópudeildinni en í deildinni heima fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2020 10:30 Yusuf Yazici fagnar einu af sex mörkum sínum fyrir Lille í Evrópudeildinni. EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Tyrkinn Yusuf Yazici skoraði í gær sína aðra þrennu í Evrópudeildinni á tímabilinu og það á móti ítalska stórliðinu AC Milan. Yusuf Yazici skoraði öll þrjú mörk leiksins í gærkvöldi þegar Lille vann 3-0 sigur á AC Milan á San Siro, heimavelli ítalska liðsins. Yazici hafði áður skorað þrennu í 4-1 sigri á Spörtu Prag í fyrsta leik franska liðsins í riðlinum. Báðar þessar þrennur hans komu á útivelli og er hann sá fyrsti sem nær því á einu tímabili í einn af stóru Evrópukeppnunum. Mörkin á San Siro í gær skoraði Yusuf Yazici á 21., 55. og 58. mínútu en fyrsta markið kom úr vítaspyrnu. Yazici var ekki að spila sem fremsti maður heldur í holunni fyrir aftan framherjann. Yusuf Yazici with a hat-trick against Milan at the San Siro pic.twitter.com/TDsrSHIBIG— B/R Football (@brfootball) November 5, 2020 Það sem er athyglisverðast við þessa frammistöðu er að það er ekki eins og Yusuf Yazici hafi verið sjóðandi heitur fyrir framan markið í frönsku deildinni. Vandamálið er reyndar aðallega það að hann fær svo lítið að spila í deildinni heima fyrir. Yusuf Yazici hefur aðeins skorað eitt mark í fyrstu átta leikjum sínum í frönsku deildinni á tímabilinu en Yusuf hefur aldrei fengið að byrja í frönsku deildinni á þessari leiktíð. Yazici er aftur á móti með sex mörk í þremur leikjum í Evrópudeildinni þar sem hann hefur fengið að spila í 242 mínútur og hefur byrjað alla leiki. Yusuf Yazici er því með sex sinnum fleiri mörk í Evrópudeildinni í ár en í deildinni heima fyrir sem er ótrúleg tölfræði. Hann er líka markahæsti leikmaður Evrópudeildarinnar þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Yusuf Yaz c on MD1 away vs. Sparta Prague: Yusuf Yaz c on MD3 away vs. AC Milan: Oops, he did it again. #UEL https://t.co/fdp2HftrUM— Squawka Football (@Squawka) November 6, 2020 Yusuf Yazici skoraði ekki mikið á síðustu leiktíð eða aðeins 1 mark í 25 leikjum í öllum keppnum. Eina markið hans kom í deildarleik á móti Bordeaux í lok október. Yusuf Yazici varð líka fyrir því að slíta krossband rétt fyrir jól og er því að koma til baka eftir þau erfiðu meiðsli. Það skýrir auðvitað að hluta til af hverju þjálfarar Lille leyfa honum ekki að spila meira. Yusuf Yazici er 23 ára gamall og lék áður með Trabzonspor í Tyrklandi. Hann á að baki 24 landsleiki fyrir Tyrki þar af tvo þeirra á móti Íslandi. Evrópudeild UEFA Franski boltinn Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Sjá meira
Tyrkinn Yusuf Yazici skoraði í gær sína aðra þrennu í Evrópudeildinni á tímabilinu og það á móti ítalska stórliðinu AC Milan. Yusuf Yazici skoraði öll þrjú mörk leiksins í gærkvöldi þegar Lille vann 3-0 sigur á AC Milan á San Siro, heimavelli ítalska liðsins. Yazici hafði áður skorað þrennu í 4-1 sigri á Spörtu Prag í fyrsta leik franska liðsins í riðlinum. Báðar þessar þrennur hans komu á útivelli og er hann sá fyrsti sem nær því á einu tímabili í einn af stóru Evrópukeppnunum. Mörkin á San Siro í gær skoraði Yusuf Yazici á 21., 55. og 58. mínútu en fyrsta markið kom úr vítaspyrnu. Yazici var ekki að spila sem fremsti maður heldur í holunni fyrir aftan framherjann. Yusuf Yazici with a hat-trick against Milan at the San Siro pic.twitter.com/TDsrSHIBIG— B/R Football (@brfootball) November 5, 2020 Það sem er athyglisverðast við þessa frammistöðu er að það er ekki eins og Yusuf Yazici hafi verið sjóðandi heitur fyrir framan markið í frönsku deildinni. Vandamálið er reyndar aðallega það að hann fær svo lítið að spila í deildinni heima fyrir. Yusuf Yazici hefur aðeins skorað eitt mark í fyrstu átta leikjum sínum í frönsku deildinni á tímabilinu en Yusuf hefur aldrei fengið að byrja í frönsku deildinni á þessari leiktíð. Yazici er aftur á móti með sex mörk í þremur leikjum í Evrópudeildinni þar sem hann hefur fengið að spila í 242 mínútur og hefur byrjað alla leiki. Yusuf Yazici er því með sex sinnum fleiri mörk í Evrópudeildinni í ár en í deildinni heima fyrir sem er ótrúleg tölfræði. Hann er líka markahæsti leikmaður Evrópudeildarinnar þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Yusuf Yaz c on MD1 away vs. Sparta Prague: Yusuf Yaz c on MD3 away vs. AC Milan: Oops, he did it again. #UEL https://t.co/fdp2HftrUM— Squawka Football (@Squawka) November 6, 2020 Yusuf Yazici skoraði ekki mikið á síðustu leiktíð eða aðeins 1 mark í 25 leikjum í öllum keppnum. Eina markið hans kom í deildarleik á móti Bordeaux í lok október. Yusuf Yazici varð líka fyrir því að slíta krossband rétt fyrir jól og er því að koma til baka eftir þau erfiðu meiðsli. Það skýrir auðvitað að hluta til af hverju þjálfarar Lille leyfa honum ekki að spila meira. Yusuf Yazici er 23 ára gamall og lék áður með Trabzonspor í Tyrklandi. Hann á að baki 24 landsleiki fyrir Tyrki þar af tvo þeirra á móti Íslandi.
Evrópudeild UEFA Franski boltinn Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Sjá meira