Erlent

Skaut prestinn vegna gruns um fram­hjá­hald

Sylvía Hall skrifar
Árásin átti sér stað við kirkju í Lyon.
Árásin átti sér stað við kirkju í Lyon. AP Photo/Laurent Cipriani

Maðurinn sem grunaður var um að hafa skotið prest grísku rétttrúnaðarkirkjunnar í borginni Lyon í Frakklandi fyrir rúmlega viku síðan hefur játað verknaðinn. Hann sagði saksóknurum að presturinn hafi haldið við eiginkonu sína og því hafi hann ákveðið að skjóta hann.

Hinn grunaði sagði saksóknurum að hann hafi ekki hafa ætlað sér að drepa prestinn.

Fyrst var óttast að um hryðjuverkaárás væri að ræða, enda átti árásin sér stað í kjölfar þriggja annarra sem höfðu vakið mikinn óhug í Frakklandi. Presturinn særðist lífshættulega og var í dái fyrst um sinn, en vaknaði á miðvikudag og gatt rætt við lögreglu.

Franska dagblaðið Le Parisien greinir frá því að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn á föstudag. Um er að ræða fertugan mann frá Georgíu og staðfesti saksóknari í Lyon að hinn grunaði reyndist vera eiginmaður konu sem væri að halda við prestinn. Eiginkona mannsins er 35 ára og kemur frá Rússlandi, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins.

Presturinn var fluttur á sjúkrahús eftir árásina, sem átti sér stað síðdegis föstudaginn 31. október. Hann jafnar sig nú eftir aðgerð, en hann hafði tilkynnt kirkjunni uppsögn sína mánuði fyrir árásina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×