Félag fanga lýsir vantrausti á dómsmálaráðherra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2020 12:58 Guðmundur Ingi Þóroddsson er formaður Afstöðu, félags fanga. Félagið hefur lýst vantrausti á fangelsismálayfirvöld og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra Vísir/Vilhelm Afstaða, félag fanga, hefur lýst vantrausti á fangelsismálayfirvöld og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, vegna viðbragða þeirra við kórónuveirufaraldrinum í fangelsum landsins. Í fréttatilkynningu frá afstöðu segir að dómsmálaráðuneytið hafi hafnað tillögum félagsins um ívilnanir fyrir alla fanga jafnt vegna þungbærrar fangelsisvistar í faraldrinum. Segir félagið að ráðuneytið vilji frekar veita „sumum ívilnun, ekki öðrum.“ „Þær grimmilegu kvaðir sem lagðar hafa verið á fangelsi landsins birtast í gríðarlegri einangrun fanga sem hafa haft geigvænleg áhrif á geðheilsu þeirra. Einnig hafa samskipti við fjölskyldu og vini verið skorin niður þannig að jafna má við að slitin séu. Engin eðlileg samskipti hafa verið á milli fanga og ástvina eða barna frá því á vormánuðum. Vistin er gríðarlega þungbær og má helst líkja vil einangrunarvist. Eflaust verða skrifaðar lærðar ritgerðir um þennan tíma og hver veit nema þeir fangar sem ofbeldinu hafa sætt fái bætur í áranna rás,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að fangar hér á landi séu ekki taldir til viðkvæms hóps gagnvart Covid-19, en séu aftur á móti viðkvæmur hópur með tilliti til geðheilsu og félagslegrar einangrunar. Ekki sé litið með fullnægjandi hætti til mögulega neikvæðra áhrifa á heilsu þegar ráðstafanir til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar séu gerðar. Tillögum vel tekið í orði en hafnað Í ttilkynningunni segir þá Afstaða hafi sent tillögur til Fangelsismálastofnunar og ráðherra. Þeim hafi verið vel tekið í orði, en engin raunveruleg alvara hafi verið á bak við jákvæð svör. „Reglurnar hér á landi eru mun strangari en í nágrannalöndum okkar. Það hefur Afstaða fengið staðfest með því að hafa samband við fangelsismálayfirvöld þar. Þar reyndar tók það fáeinar klukkustundir að fá svör við einhverju sem Fangelsismálastofnun tekur sér tvær vikur í að svara. Þar ríkir meðalhóf í fangelsum en ekki hér, alls ekki. Komið hafa upp smit á spítölum og hægt hefur verið að koma í veg fyrir óhefta útbreiðslu þar, má líta til þeirra með sóttvarnir,“ segir þá í tilkynningunni. Þá kemur fram að sumum föngum hafi verið leyft að yfirgefa fangelsi í miðri afplánun, en öðrum ekki. Sumir hafi fengið reynslulausn, en ekki aðrir. Eins er staðhæft að einhverjir sem hefðu átt að njóta forgangs vegna góðrar hegðunar hafi ekki fengið slíka ívilnun. Eins hafi margir sem fengu slíka ívilnun snúið fljótt aftur, „vegna þess hversu vanhugsað þetta var.“ Þá segir að Afstaða hafi átt í góðu og nánu samstarfi við Fangelsismálastofnun og stutt aðgerðir hennar. Það gerir félagið þó ekki lengur. Félagið hvetur einnig fanga sem telja að brotið hafi verið á þeim í faraldrinum að leita réttar síns, og býðst til þess að hjálpa til við slíkt. „Margt er ósagt og sérstaklega um aðstandendur fanga sem leitað hafa til Afstöðu í umvörpum síðasta misserið vegna þess misréttis sem sérstaklega börn fanga eru beitt með þessum harkalegu aðgerðum. Hér væri t.d. barnamálaráðherra kominn upp á afturfæturna ef um væri að ræða ýmsa aðra hópa. Við hvetjum alla aðstandendur einnig til að hafa samband við Afstöðu til þess að kvarta yfir þeim aðgerðum sem Fangelsismálastofnun hefur staðið fyrir síðan snemma á þessu ári.“ Þá segir að viðbrögð fangelsisyfirvalda hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar sem skili sér í lok afplánunar út á götu, í formi aukinnar neyslu og fleiri afbrota. Því beri yfirvöld ábyrgð á. „Afstaða harmar stöðuna sem upp er komin en í ljósi aðstæðna þá verður að bregðast við.“ Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Afstaða, félag fanga, hefur lýst vantrausti á fangelsismálayfirvöld og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, vegna viðbragða þeirra við kórónuveirufaraldrinum í fangelsum landsins. Í fréttatilkynningu frá afstöðu segir að dómsmálaráðuneytið hafi hafnað tillögum félagsins um ívilnanir fyrir alla fanga jafnt vegna þungbærrar fangelsisvistar í faraldrinum. Segir félagið að ráðuneytið vilji frekar veita „sumum ívilnun, ekki öðrum.“ „Þær grimmilegu kvaðir sem lagðar hafa verið á fangelsi landsins birtast í gríðarlegri einangrun fanga sem hafa haft geigvænleg áhrif á geðheilsu þeirra. Einnig hafa samskipti við fjölskyldu og vini verið skorin niður þannig að jafna má við að slitin séu. Engin eðlileg samskipti hafa verið á milli fanga og ástvina eða barna frá því á vormánuðum. Vistin er gríðarlega þungbær og má helst líkja vil einangrunarvist. Eflaust verða skrifaðar lærðar ritgerðir um þennan tíma og hver veit nema þeir fangar sem ofbeldinu hafa sætt fái bætur í áranna rás,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að fangar hér á landi séu ekki taldir til viðkvæms hóps gagnvart Covid-19, en séu aftur á móti viðkvæmur hópur með tilliti til geðheilsu og félagslegrar einangrunar. Ekki sé litið með fullnægjandi hætti til mögulega neikvæðra áhrifa á heilsu þegar ráðstafanir til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar séu gerðar. Tillögum vel tekið í orði en hafnað Í ttilkynningunni segir þá Afstaða hafi sent tillögur til Fangelsismálastofnunar og ráðherra. Þeim hafi verið vel tekið í orði, en engin raunveruleg alvara hafi verið á bak við jákvæð svör. „Reglurnar hér á landi eru mun strangari en í nágrannalöndum okkar. Það hefur Afstaða fengið staðfest með því að hafa samband við fangelsismálayfirvöld þar. Þar reyndar tók það fáeinar klukkustundir að fá svör við einhverju sem Fangelsismálastofnun tekur sér tvær vikur í að svara. Þar ríkir meðalhóf í fangelsum en ekki hér, alls ekki. Komið hafa upp smit á spítölum og hægt hefur verið að koma í veg fyrir óhefta útbreiðslu þar, má líta til þeirra með sóttvarnir,“ segir þá í tilkynningunni. Þá kemur fram að sumum föngum hafi verið leyft að yfirgefa fangelsi í miðri afplánun, en öðrum ekki. Sumir hafi fengið reynslulausn, en ekki aðrir. Eins er staðhæft að einhverjir sem hefðu átt að njóta forgangs vegna góðrar hegðunar hafi ekki fengið slíka ívilnun. Eins hafi margir sem fengu slíka ívilnun snúið fljótt aftur, „vegna þess hversu vanhugsað þetta var.“ Þá segir að Afstaða hafi átt í góðu og nánu samstarfi við Fangelsismálastofnun og stutt aðgerðir hennar. Það gerir félagið þó ekki lengur. Félagið hvetur einnig fanga sem telja að brotið hafi verið á þeim í faraldrinum að leita réttar síns, og býðst til þess að hjálpa til við slíkt. „Margt er ósagt og sérstaklega um aðstandendur fanga sem leitað hafa til Afstöðu í umvörpum síðasta misserið vegna þess misréttis sem sérstaklega börn fanga eru beitt með þessum harkalegu aðgerðum. Hér væri t.d. barnamálaráðherra kominn upp á afturfæturna ef um væri að ræða ýmsa aðra hópa. Við hvetjum alla aðstandendur einnig til að hafa samband við Afstöðu til þess að kvarta yfir þeim aðgerðum sem Fangelsismálastofnun hefur staðið fyrir síðan snemma á þessu ári.“ Þá segir að viðbrögð fangelsisyfirvalda hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar sem skili sér í lok afplánunar út á götu, í formi aukinnar neyslu og fleiri afbrota. Því beri yfirvöld ábyrgð á. „Afstaða harmar stöðuna sem upp er komin en í ljósi aðstæðna þá verður að bregðast við.“
Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira