Opið bréf til forsætisráðherra Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 9. nóvember 2020 14:30 Fyrir 17 mánuðum samþykkti Alþingi þingmál sem ég hafði lagt fram ásamt 15 öðrum þingmönnum um að það bæri að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ólíkt flestum þingmálum þingmanna var þetta mál samþykkt af öllum flokkum. Ríkisstjórninni var falið af þinginu að undirbúa lögfestinguna og átti ríkisstjórnin að leggja fram frumvarp á Alþingi, sem fæli í sér lögfestingu samningsins og aðlögun íslenskra laga að honum, eigi síðar en 13. desember 2020. Það er eftir einungis einn mánuð. Þetta mál af öllum Hins vegar er ekkert slíkt frumvarp á málaskrá ríkisstjórnarinnar en sú skrá segir til um hvaða mál ríkisstjórnin ætlar að leggja fram í vetur. Ég trúði satt best að segja ekki mínum eigin augum þegar ég las málaskrá ríkisstjórnarinnar. Í þessu mikilvæga máli liggur vilji þingsins alveg ljóst fyrir. Ráðherrar eiga ekki að getað valið og hafnað þingsályktunum eftir hentugleika. Ráðherrar eru framkvæmdarvald og eiga að framkvæma vilja þingsins. Vegna þessa spurði ég forsætisráðherra í þingsal í síðasta mánuði hvernig stæði á því að þetta mál af öllum, mál sem myndi þýða gríðarlega mikla réttarbót fyrir fatlað fólk og öryrkja á Íslandi, sé látið mæta afgangi. Fátt var um svör en hún sagðist ætla að skoða málið en nú er tæpur mánuður liðinn og ekkert hefur heyrst af efndum. Yrði eitt fyrsta landið í heimi Alþingi, sem er löggjafarvaldið og æðsta stofnun Íslendinga, hefur nú þegar tekið það sögulega skref að samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks beri að lögfesta. Þetta risaskref mun stórbæta réttindi fatlaðs fólks og öryrkja á Íslandi, en eins og margir dómar sýna er mikill munur á lögfestingu og fullgildingu. Við höfum einungis lögfest þrjá meginalþjóðasamninga og eru það Barnasáttmálinn, Mannréttindasáttmáli Evrópu og EES-samningurinn. Með lögfestingu yrði samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks settur á þann stall. Ég er mjög stoltur af þessu þingmáli sem ég lagði fram og náði í gegn ásamt félögum mínum. Með lögfestingunni yrði Ísland eitt fyrsta land í heimi til að lögfesta þennan alþjóðasamning og það er ekki oft sem Ísland getur státað sig af slíku. Það var einmitt einnig þingmál frá mér á sínum tíma sem fékkst samþykkt á Alþingi um að lögfesta bæri Barnasáttmálann. Við urðum síðan einnig ein fyrsta þjóðin í heimi sem lögfesti Barnasáttmálann. Beðið eftir kjarabótum og nú réttarbótum Öryrkjar hafa lengi beðið eftir kjarabótum frá þessari ríkisstjórn og nú eiga þeir einnig að bíða eftir réttarbótum, og það réttarbótum sem Alþingi hefur nú þegar ákveðið að skuli ráðast í. Þetta mál snertir ekki bara fatlað fólk á Íslandi heldur alla þjóðina. Vilji þingsins er alveg skýr og sé hann ekki virtur í þessu máli af öllum, er um stórfrétt að ræða. Boltinn er því núna hjá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Sameinuðu þjóðirnar Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fyrir 17 mánuðum samþykkti Alþingi þingmál sem ég hafði lagt fram ásamt 15 öðrum þingmönnum um að það bæri að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ólíkt flestum þingmálum þingmanna var þetta mál samþykkt af öllum flokkum. Ríkisstjórninni var falið af þinginu að undirbúa lögfestinguna og átti ríkisstjórnin að leggja fram frumvarp á Alþingi, sem fæli í sér lögfestingu samningsins og aðlögun íslenskra laga að honum, eigi síðar en 13. desember 2020. Það er eftir einungis einn mánuð. Þetta mál af öllum Hins vegar er ekkert slíkt frumvarp á málaskrá ríkisstjórnarinnar en sú skrá segir til um hvaða mál ríkisstjórnin ætlar að leggja fram í vetur. Ég trúði satt best að segja ekki mínum eigin augum þegar ég las málaskrá ríkisstjórnarinnar. Í þessu mikilvæga máli liggur vilji þingsins alveg ljóst fyrir. Ráðherrar eiga ekki að getað valið og hafnað þingsályktunum eftir hentugleika. Ráðherrar eru framkvæmdarvald og eiga að framkvæma vilja þingsins. Vegna þessa spurði ég forsætisráðherra í þingsal í síðasta mánuði hvernig stæði á því að þetta mál af öllum, mál sem myndi þýða gríðarlega mikla réttarbót fyrir fatlað fólk og öryrkja á Íslandi, sé látið mæta afgangi. Fátt var um svör en hún sagðist ætla að skoða málið en nú er tæpur mánuður liðinn og ekkert hefur heyrst af efndum. Yrði eitt fyrsta landið í heimi Alþingi, sem er löggjafarvaldið og æðsta stofnun Íslendinga, hefur nú þegar tekið það sögulega skref að samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks beri að lögfesta. Þetta risaskref mun stórbæta réttindi fatlaðs fólks og öryrkja á Íslandi, en eins og margir dómar sýna er mikill munur á lögfestingu og fullgildingu. Við höfum einungis lögfest þrjá meginalþjóðasamninga og eru það Barnasáttmálinn, Mannréttindasáttmáli Evrópu og EES-samningurinn. Með lögfestingu yrði samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks settur á þann stall. Ég er mjög stoltur af þessu þingmáli sem ég lagði fram og náði í gegn ásamt félögum mínum. Með lögfestingunni yrði Ísland eitt fyrsta land í heimi til að lögfesta þennan alþjóðasamning og það er ekki oft sem Ísland getur státað sig af slíku. Það var einmitt einnig þingmál frá mér á sínum tíma sem fékkst samþykkt á Alþingi um að lögfesta bæri Barnasáttmálann. Við urðum síðan einnig ein fyrsta þjóðin í heimi sem lögfesti Barnasáttmálann. Beðið eftir kjarabótum og nú réttarbótum Öryrkjar hafa lengi beðið eftir kjarabótum frá þessari ríkisstjórn og nú eiga þeir einnig að bíða eftir réttarbótum, og það réttarbótum sem Alþingi hefur nú þegar ákveðið að skuli ráðast í. Þetta mál snertir ekki bara fatlað fólk á Íslandi heldur alla þjóðina. Vilji þingsins er alveg skýr og sé hann ekki virtur í þessu máli af öllum, er um stórfrétt að ræða. Boltinn er því núna hjá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar