Hvaða eldsneyti er á þínum tanki? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 11:00 Af gefinni reynslu hef ég lært að það eru tvær mismunandi tegundir af eldsneyti sem ég get haft á mínum tanki. Önnur tegundin er blanda af mikilli streitu, ótta við mistök og stöðugri hræðslu við að gera ekki nóg, hin tegundin er blanda af trú, jafnvægi, bjartsýni og dassi af kæruleysi. Munurinn á þessum tveimur tegundum er að önnur þeirra er endurnýjanleg og uppsrettan óendanleg, hin er meiðandi, takmarkandi og klárar þann sem nýtir sér hana oftast á stuttum tíma. Það er einfalt að setja þetta fram, drullu erfitt að tileinka sér þetta en ég lofa að uppskeran er ríkuleg. Okkur skortir hinsvegar oft á tíðum hugrekkið og kjarkinn til þess að leyfa okkur þessa leið, jafnvel teljum okkur linkindur. Við lifum í stöðugum ótta um afdrif okkar, má segja nei? hvað kemur næst, hvernig lifi ég af næstu mánaðarmót og næstu á eftir því, held ég húsinu, fyrirtækinu, starfsmönnum, starfinu mínu? Mun þessi veira vera endalaus, mun einhverntímann eitthvað verða gott aftur? Þetta eru allt hugsanir byggðar á skorti, hvað við erum að missa, hvernig við eigum að lifa af, alltaf á hlaupum í mikilli reiði vegna óréttlætis, ónógra aðgerða, skorti á skilningi og vöntun á leiðum til að minnka skaðann. Höfum hugfast að allt sem við veitum athygli vex, hvort sem það er jákvætt eða neikvætt. Við breytum ekki þessum aðstæðum, við getum hinsvegar valið okkur viðhorf til þeirra og unnið með þær þannig að þær dragi ekki úr okkur lífsviljan eða síðustu orkudropana til að standa síðan keik þegar faraldrinum er lokið. Munum líka að auðvitað má vera einhver streita og margir boltar á lofti, þetta er krefjandi, en þetta á ekki að vera óbærilegt. Forðist það að „lifa af” of lengi, lífið er að líða og það mun ekki bíða eftir neinum, það þarf að gefa sér frí frá áhyggjum og reiði, gefa sér frí til að vera bara til, gefa sér rými til að skoða hvað maður raunverulega vill gera eftir að þessu öllu líkur. Treysta að framtíðin verði góð og að þar bíði gnægt tækifæra. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Af gefinni reynslu hef ég lært að það eru tvær mismunandi tegundir af eldsneyti sem ég get haft á mínum tanki. Önnur tegundin er blanda af mikilli streitu, ótta við mistök og stöðugri hræðslu við að gera ekki nóg, hin tegundin er blanda af trú, jafnvægi, bjartsýni og dassi af kæruleysi. Munurinn á þessum tveimur tegundum er að önnur þeirra er endurnýjanleg og uppsrettan óendanleg, hin er meiðandi, takmarkandi og klárar þann sem nýtir sér hana oftast á stuttum tíma. Það er einfalt að setja þetta fram, drullu erfitt að tileinka sér þetta en ég lofa að uppskeran er ríkuleg. Okkur skortir hinsvegar oft á tíðum hugrekkið og kjarkinn til þess að leyfa okkur þessa leið, jafnvel teljum okkur linkindur. Við lifum í stöðugum ótta um afdrif okkar, má segja nei? hvað kemur næst, hvernig lifi ég af næstu mánaðarmót og næstu á eftir því, held ég húsinu, fyrirtækinu, starfsmönnum, starfinu mínu? Mun þessi veira vera endalaus, mun einhverntímann eitthvað verða gott aftur? Þetta eru allt hugsanir byggðar á skorti, hvað við erum að missa, hvernig við eigum að lifa af, alltaf á hlaupum í mikilli reiði vegna óréttlætis, ónógra aðgerða, skorti á skilningi og vöntun á leiðum til að minnka skaðann. Höfum hugfast að allt sem við veitum athygli vex, hvort sem það er jákvætt eða neikvætt. Við breytum ekki þessum aðstæðum, við getum hinsvegar valið okkur viðhorf til þeirra og unnið með þær þannig að þær dragi ekki úr okkur lífsviljan eða síðustu orkudropana til að standa síðan keik þegar faraldrinum er lokið. Munum líka að auðvitað má vera einhver streita og margir boltar á lofti, þetta er krefjandi, en þetta á ekki að vera óbærilegt. Forðist það að „lifa af” of lengi, lífið er að líða og það mun ekki bíða eftir neinum, það þarf að gefa sér frí frá áhyggjum og reiði, gefa sér frí til að vera bara til, gefa sér rými til að skoða hvað maður raunverulega vill gera eftir að þessu öllu líkur. Treysta að framtíðin verði góð og að þar bíði gnægt tækifæra. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun