Undirbúningur að bólusetningu að hefjast Kristín Ólafsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 10. nóvember 2020 11:58 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni. Hann hvetur fólk þó til að stilla væntingum í hóf. Þá segir hann undirbúning að bólusetningu á Íslandi að hefjast. Lyfjafyrirtækin Pfizer og BioNTech tilkynntu í gær að bóluefni þeirra gæfi góða raun – um 90 prósent vörn gegn kórónuveirunni miðað við fyrstu niðurstöður. Sérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við eru flestir bjartsýnir á fréttir af þróun bóluefnisins en fyrirtækin sjálf hafa gefið út að vonir séu bundnar við að hægt verði að hefja fyrstu bólusetningar í lok árs. Horfir jafnvel til ársbyrjunar 2021 ef samningar nást Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þetta ánægjulegar fréttir. Hann bendir þó á að eftirlitsstofnanir eins og Lyfjastofnun Evrópu eigi eftir að fara yfir niðurstöðurnar. „Og svo þurfum við bara að vera með í samningum Evrópusambandsins við Pfizer þannig að við getum tryggt okkur bóluefni eins fljótt og hægt er,“ segir Þórólfur. Þá segir hann erfitt að segja til um það nákvæmlega hvenær farið verði að dreifa bóluefninu. Hann bendir þó á að fyrirtækin segist ætla að framleiða um fimmtíu milljónir skammta á þessu ári og miklu fleiri á því næsta. Hann horfi því jafnvel til ársbyrjunar 2021. „Ef samningar takast við Evrópusambandið, þar sem við erum hluti af því, þá vonast ég til að við getum fengið einhverja skammta fljótlega í byrjun næsta árs.“ Þannig að vonandi gætum við bólusett fyrstu Íslendinga í byrjun næsta árs? „Maður hefur ekkert fyrir sér í því en auðvitað hefur maður vonir um það, ef allt gengur vel. En ég held að við eigum ekki að vera að hefta okkur í slíka tímasetningu of snemma. Ég held við þurfum að anda aðeins djúpt, sjá hvað gerist, og stilla væntingum í hóf. Ég held að það sé best.“ Undirbúningur að fara af stað Þá telur Þórólfur að það ætti ekki að taka svo langan tíma að bólusetja Íslendinga. Það fari þó allt eftir því hvernig þurfi að meðhöndla bóluefnið, hvernig það geymist og við hvaða aðstæður. „En við erum að fara af stað með undirbúning að bólusetningum núna og það þarf að mörgu að hyggja varðandi framkvæmdina þegar að því kemur, skráningu og dreifingu og slíkt. Og ég geri mér vonir um að við veðrum búin að ljúka því núna fyrir lok þessa árs, fyrir áramót, og þá eigum við að vera í startholunum og geta gert þetta eins fljótt og hægt er þegar bóluefnið kemur.“ Þórólfur segir þróunina í bóluefnismálum á „svipuðu plani“ og talað hafi verið um í nokkurn tíma. Hann segir þó að alltaf geti komið bakslag. „En það geta líka komið ánægjulegar fréttir um að bóluefni verði tilbúið, jafnvel fyrr en vði áætluðum, þannig að ég held að við verðum bara að vera undir það búin.“ Ellefu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og hafa ekki verið færri í um tvo mánuði. Inntur eftir því hvort hann sjái fyrir sér að leggja til að veirutakmörkunum verði létt segir Þórólfur þróunina ánægjulega en að við þurfum að gæta okkar áfram. Létta þurfi mjög hægt á aðgerðunum til að fá ekki bakslag í faraldurinn. Þá kveðst hann ekki tilbúinn með næsta minnisblað til heilbrigðisráðherra eins og staðan er nú. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Yfirmaður WHO hlakkar til samstarfsins við stjórn Biden og Harris Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segist hlakka til að starfa náið með ríkisstjórn Joe Biden, kjörins forseta Bandaríkjanna. 9. nóvember 2020 20:45 Telur að búast megi við fyrstu bóluefnisskömmtunum um áramótin Prófessor í ónæmisfræði segir fréttir af virkni bóluefnis lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech virkilega ánægjulegar. 9. nóvember 2020 17:23 Bóluefnisbylgja skekur hlutabréfamarkaði Markaðir um allan heim hafa tekið kipp í dag eftir að fregnir bárust af „þáttaskilum“ í þróun á kórónuveirubóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. 9. nóvember 2020 15:46 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni. Hann hvetur fólk þó til að stilla væntingum í hóf. Þá segir hann undirbúning að bólusetningu á Íslandi að hefjast. Lyfjafyrirtækin Pfizer og BioNTech tilkynntu í gær að bóluefni þeirra gæfi góða raun – um 90 prósent vörn gegn kórónuveirunni miðað við fyrstu niðurstöður. Sérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við eru flestir bjartsýnir á fréttir af þróun bóluefnisins en fyrirtækin sjálf hafa gefið út að vonir séu bundnar við að hægt verði að hefja fyrstu bólusetningar í lok árs. Horfir jafnvel til ársbyrjunar 2021 ef samningar nást Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þetta ánægjulegar fréttir. Hann bendir þó á að eftirlitsstofnanir eins og Lyfjastofnun Evrópu eigi eftir að fara yfir niðurstöðurnar. „Og svo þurfum við bara að vera með í samningum Evrópusambandsins við Pfizer þannig að við getum tryggt okkur bóluefni eins fljótt og hægt er,“ segir Þórólfur. Þá segir hann erfitt að segja til um það nákvæmlega hvenær farið verði að dreifa bóluefninu. Hann bendir þó á að fyrirtækin segist ætla að framleiða um fimmtíu milljónir skammta á þessu ári og miklu fleiri á því næsta. Hann horfi því jafnvel til ársbyrjunar 2021. „Ef samningar takast við Evrópusambandið, þar sem við erum hluti af því, þá vonast ég til að við getum fengið einhverja skammta fljótlega í byrjun næsta árs.“ Þannig að vonandi gætum við bólusett fyrstu Íslendinga í byrjun næsta árs? „Maður hefur ekkert fyrir sér í því en auðvitað hefur maður vonir um það, ef allt gengur vel. En ég held að við eigum ekki að vera að hefta okkur í slíka tímasetningu of snemma. Ég held við þurfum að anda aðeins djúpt, sjá hvað gerist, og stilla væntingum í hóf. Ég held að það sé best.“ Undirbúningur að fara af stað Þá telur Þórólfur að það ætti ekki að taka svo langan tíma að bólusetja Íslendinga. Það fari þó allt eftir því hvernig þurfi að meðhöndla bóluefnið, hvernig það geymist og við hvaða aðstæður. „En við erum að fara af stað með undirbúning að bólusetningum núna og það þarf að mörgu að hyggja varðandi framkvæmdina þegar að því kemur, skráningu og dreifingu og slíkt. Og ég geri mér vonir um að við veðrum búin að ljúka því núna fyrir lok þessa árs, fyrir áramót, og þá eigum við að vera í startholunum og geta gert þetta eins fljótt og hægt er þegar bóluefnið kemur.“ Þórólfur segir þróunina í bóluefnismálum á „svipuðu plani“ og talað hafi verið um í nokkurn tíma. Hann segir þó að alltaf geti komið bakslag. „En það geta líka komið ánægjulegar fréttir um að bóluefni verði tilbúið, jafnvel fyrr en vði áætluðum, þannig að ég held að við verðum bara að vera undir það búin.“ Ellefu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og hafa ekki verið færri í um tvo mánuði. Inntur eftir því hvort hann sjái fyrir sér að leggja til að veirutakmörkunum verði létt segir Þórólfur þróunina ánægjulega en að við þurfum að gæta okkar áfram. Létta þurfi mjög hægt á aðgerðunum til að fá ekki bakslag í faraldurinn. Þá kveðst hann ekki tilbúinn með næsta minnisblað til heilbrigðisráðherra eins og staðan er nú.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Yfirmaður WHO hlakkar til samstarfsins við stjórn Biden og Harris Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segist hlakka til að starfa náið með ríkisstjórn Joe Biden, kjörins forseta Bandaríkjanna. 9. nóvember 2020 20:45 Telur að búast megi við fyrstu bóluefnisskömmtunum um áramótin Prófessor í ónæmisfræði segir fréttir af virkni bóluefnis lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech virkilega ánægjulegar. 9. nóvember 2020 17:23 Bóluefnisbylgja skekur hlutabréfamarkaði Markaðir um allan heim hafa tekið kipp í dag eftir að fregnir bárust af „þáttaskilum“ í þróun á kórónuveirubóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. 9. nóvember 2020 15:46 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Yfirmaður WHO hlakkar til samstarfsins við stjórn Biden og Harris Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segist hlakka til að starfa náið með ríkisstjórn Joe Biden, kjörins forseta Bandaríkjanna. 9. nóvember 2020 20:45
Telur að búast megi við fyrstu bóluefnisskömmtunum um áramótin Prófessor í ónæmisfræði segir fréttir af virkni bóluefnis lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech virkilega ánægjulegar. 9. nóvember 2020 17:23
Bóluefnisbylgja skekur hlutabréfamarkaði Markaðir um allan heim hafa tekið kipp í dag eftir að fregnir bárust af „þáttaskilum“ í þróun á kórónuveirubóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. 9. nóvember 2020 15:46