Segir markvörð Ungverja í heimsklassa Sindri Sverrisson skrifar 10. nóvember 2020 15:32 Péter Gulácsi er einn af lykilmönnum Ungverja. Getty/David Davies Gunnleifur Gunnleifsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, hrósar lykilmanni Ungverja í hástert í viðtali fyrir úrslitaleik Ungverjalands og Íslands um sæti á EM í fótbolta. Ungverjaland og Ísland mætast á fimmtudagskvöld í leik upp á sæti í lokakeppni EM, og að lágmarki 1,5 milljarð króna. Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari benti á þrjá leikmenn Ungverjalands sem hefðu sérstaklega mikla hæfileika, þegar hann fór yfir mótherjana á blaðamannafundi síðasta föstudag. Það eru hinn tvítugi Dominik Szoboszlai, miðvörðurinn Willi Orban og liðsfélagi hans hjá RB Leipzig, markmaðurinn Péter Gulácsi. Náði ekki að stimpla sig inn hjá Liverpool Gunnleifur, sem var um árabil í landsliðshópi Íslands og spilaði 26 A-landsleiki, var spurður út í Gulácsi á vef ungverska miðilsins Nemzeti Sport: „Ég hef fylgst með hans ferli í nokkurn tíma og ég tel að hann sé heimsklassa markvörður. Hann er yfirvegaður, góður með boltann á löppunum, hreyfir sig vel í markinu, er sterkur einn á móti einum og spilar boltanum vel,“ sagði Gunnleifur. Gulácsi, sem er þrítugur, var leikmaður Liverpool á árunum 2007-2013 en náði þó aldrei að spila í ensku úrvalsdeildinni. Hann fór svo til Red Bull Salzburg og þaðan til Leipzig 2015 og er með liðinu í toppbaráttu þýsku 1. deildarinnar. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Enski boltinn „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Handbolti Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Íslenski boltinn Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Handbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjóðheitur Dembélé kom PSG nær leik á móti Liverpool eða Barcelona Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Ari Freyr og Ólafur Ingi sameinaðir á ný í U21-landsliðinu Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Sigurvegarinn í einvígi Real Madrid og City vinni Meistaradeildina Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Feyenoord rak eftirmann Arne Slot Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Sjá meira
Gunnleifur Gunnleifsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, hrósar lykilmanni Ungverja í hástert í viðtali fyrir úrslitaleik Ungverjalands og Íslands um sæti á EM í fótbolta. Ungverjaland og Ísland mætast á fimmtudagskvöld í leik upp á sæti í lokakeppni EM, og að lágmarki 1,5 milljarð króna. Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari benti á þrjá leikmenn Ungverjalands sem hefðu sérstaklega mikla hæfileika, þegar hann fór yfir mótherjana á blaðamannafundi síðasta föstudag. Það eru hinn tvítugi Dominik Szoboszlai, miðvörðurinn Willi Orban og liðsfélagi hans hjá RB Leipzig, markmaðurinn Péter Gulácsi. Náði ekki að stimpla sig inn hjá Liverpool Gunnleifur, sem var um árabil í landsliðshópi Íslands og spilaði 26 A-landsleiki, var spurður út í Gulácsi á vef ungverska miðilsins Nemzeti Sport: „Ég hef fylgst með hans ferli í nokkurn tíma og ég tel að hann sé heimsklassa markvörður. Hann er yfirvegaður, góður með boltann á löppunum, hreyfir sig vel í markinu, er sterkur einn á móti einum og spilar boltanum vel,“ sagði Gunnleifur. Gulácsi, sem er þrítugur, var leikmaður Liverpool á árunum 2007-2013 en náði þó aldrei að spila í ensku úrvalsdeildinni. Hann fór svo til Red Bull Salzburg og þaðan til Leipzig 2015 og er með liðinu í toppbaráttu þýsku 1. deildarinnar. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Enski boltinn „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Handbolti Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Íslenski boltinn Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Handbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjóðheitur Dembélé kom PSG nær leik á móti Liverpool eða Barcelona Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Ari Freyr og Ólafur Ingi sameinaðir á ný í U21-landsliðinu Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Sigurvegarinn í einvígi Real Madrid og City vinni Meistaradeildina Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Feyenoord rak eftirmann Arne Slot Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Sjá meira