Verða tilbúin fyrir bólusetningar í byrjun næsta árs Kristín Ólafsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 10. nóvember 2020 14:00 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir að stjórnvöld muni hafa allt til reiðu fyrir bólusetningu við kórónuveirunni í byrjun næsta árs, reynist bóluefni öruggt og samningar náist um kaup á því. Hún segir fregnir sem bárust af „þáttaskilum“ í þróun bóluefnis í gær ljós í myrkrinu. Þá hafi ríkisstjórnin ekki komist að niðurstöðu um áframhaldandi fyrirkomulag við landamærin, sem sóttvarnalæknir hefur sagst vilja að verði breytt. Fréttastofa greindi frá því í gær að viðræður Evrópusambandsins við lyfjafyrirtækið Pfizer, sem framleiðir bóluefni sem virðist veita 90 prósent vörn gegn veirunni, stæðu yfir og væru langt komnar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að Ísland sé búið að undirrita samning við einn bóluefnisframleiðanda, AstraZeneca sem þróar bóluefni í samstarfi við Oxford-háskóla á Englandi. „Og það eru fleiri í pípunum. Við erum við borðið með Svíum gagnvart ESB þannig að ég geri ráð fyrir því að við séum með allt á hreinu þarna,“ segir Svandís. Hún segir Ísland með örugga stöðu en kveðst ekki vita hvenær samningar við Pfizer náist. Kerfin verði alveg tilbúin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að hann vonaði að hægt yrði að hefja bólusetningar hér í byrjun næsta árs. Innt eftir því hvort stjórnvöld horfi til sama tímaramma varðandi bólusetningar segir Svandís að horft sé til þess að þau verði að minnsta kosti tilbúin innan þess ramma. „Það er að segja að kerfin okkar verði alveg tilbúin, að við séum búin að gefa út reglugerð varðandi forgangsröðun og viðkvæma hópa og þvíumlíkt. Við erum að vinna að þessu öllu þannig að við verðum tilbúin,“ segir Svandís. „En þetta voru stórkostlega mikilvæg kaflaskil í gær og ég held að við höfum öll fundið það að þarna var komið ljós í myrkrinu. Þannig að ég held að ég sé sammála öllum þeim sem hafa talað varðandi þau mál að við erum að hefja nýjan kafla, þar sem við sjáum að það er bóluefni þarna í ekkert alltof fjarlægðri framtíð.“ Þá segir hún að bóluefnaskylda hafi ekki komið til tals í umræðu um bóluefni við veirunni. Ólíklegt sé að sú leið verði farin. „Við erum þannig samfélag að við viljum byggja á hvatningu miklu frekar en skyldu.“ Nokkrir valkostir í stöðunni á landamærum Sóttvarnalæknir hefur sagt að hann vilji afnema valmöguleikann um fjórtán daga sóttkví við komu hingað til lands og gera tvöfalda skimun að skyldu. Forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafa þó sagst vilja bjóða áfram upp á val og viðrað hugmynd um að gera skimun gjaldfrjálsa. Innt eftir því hvort hún sé sammála ráðherrunum segir Svandís að nokkrir valkostir séu í stöðunni, sem séu til skoðunar núna. Hún eigi von á minnisblaði frá sóttvarnalækni um málið. En ríkisstjórnin virðist hafa ákveðið sig? „Ríkisstjórnin hefur ekki beint þessa ákvörðun fyrir framan sig á borðinu en við erum von því að tala okkur fram til sameiginlegrar niðurstöðu og við munum gera það í þessu efni líka,“ segir Svandís. Þannig að niðurstaðan verður að það verði áfram hægt að velja tveggja vikna sóttkví og tvöfalda skimun, en ekki verður greitt fyrir skimunina? „Við munum ræða það,“ segir Svandís. Viðtal við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra má horfa á í heild í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Undirbúningur að bólusetningu að hefjast Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni. 10. nóvember 2020 11:58 Telur að búast megi við fyrstu bóluefnisskömmtunum um áramótin Prófessor í ónæmisfræði segir fréttir af virkni bóluefnis lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech virkilega ánægjulegar. 9. nóvember 2020 17:23 Bóluefnisbylgja skekur hlutabréfamarkaði Markaðir um allan heim hafa tekið kipp í dag eftir að fregnir bárust af „þáttaskilum“ í þróun á kórónuveirubóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. 9. nóvember 2020 15:46 Mest lesið Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir að stjórnvöld muni hafa allt til reiðu fyrir bólusetningu við kórónuveirunni í byrjun næsta árs, reynist bóluefni öruggt og samningar náist um kaup á því. Hún segir fregnir sem bárust af „þáttaskilum“ í þróun bóluefnis í gær ljós í myrkrinu. Þá hafi ríkisstjórnin ekki komist að niðurstöðu um áframhaldandi fyrirkomulag við landamærin, sem sóttvarnalæknir hefur sagst vilja að verði breytt. Fréttastofa greindi frá því í gær að viðræður Evrópusambandsins við lyfjafyrirtækið Pfizer, sem framleiðir bóluefni sem virðist veita 90 prósent vörn gegn veirunni, stæðu yfir og væru langt komnar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að Ísland sé búið að undirrita samning við einn bóluefnisframleiðanda, AstraZeneca sem þróar bóluefni í samstarfi við Oxford-háskóla á Englandi. „Og það eru fleiri í pípunum. Við erum við borðið með Svíum gagnvart ESB þannig að ég geri ráð fyrir því að við séum með allt á hreinu þarna,“ segir Svandís. Hún segir Ísland með örugga stöðu en kveðst ekki vita hvenær samningar við Pfizer náist. Kerfin verði alveg tilbúin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að hann vonaði að hægt yrði að hefja bólusetningar hér í byrjun næsta árs. Innt eftir því hvort stjórnvöld horfi til sama tímaramma varðandi bólusetningar segir Svandís að horft sé til þess að þau verði að minnsta kosti tilbúin innan þess ramma. „Það er að segja að kerfin okkar verði alveg tilbúin, að við séum búin að gefa út reglugerð varðandi forgangsröðun og viðkvæma hópa og þvíumlíkt. Við erum að vinna að þessu öllu þannig að við verðum tilbúin,“ segir Svandís. „En þetta voru stórkostlega mikilvæg kaflaskil í gær og ég held að við höfum öll fundið það að þarna var komið ljós í myrkrinu. Þannig að ég held að ég sé sammála öllum þeim sem hafa talað varðandi þau mál að við erum að hefja nýjan kafla, þar sem við sjáum að það er bóluefni þarna í ekkert alltof fjarlægðri framtíð.“ Þá segir hún að bóluefnaskylda hafi ekki komið til tals í umræðu um bóluefni við veirunni. Ólíklegt sé að sú leið verði farin. „Við erum þannig samfélag að við viljum byggja á hvatningu miklu frekar en skyldu.“ Nokkrir valkostir í stöðunni á landamærum Sóttvarnalæknir hefur sagt að hann vilji afnema valmöguleikann um fjórtán daga sóttkví við komu hingað til lands og gera tvöfalda skimun að skyldu. Forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafa þó sagst vilja bjóða áfram upp á val og viðrað hugmynd um að gera skimun gjaldfrjálsa. Innt eftir því hvort hún sé sammála ráðherrunum segir Svandís að nokkrir valkostir séu í stöðunni, sem séu til skoðunar núna. Hún eigi von á minnisblaði frá sóttvarnalækni um málið. En ríkisstjórnin virðist hafa ákveðið sig? „Ríkisstjórnin hefur ekki beint þessa ákvörðun fyrir framan sig á borðinu en við erum von því að tala okkur fram til sameiginlegrar niðurstöðu og við munum gera það í þessu efni líka,“ segir Svandís. Þannig að niðurstaðan verður að það verði áfram hægt að velja tveggja vikna sóttkví og tvöfalda skimun, en ekki verður greitt fyrir skimunina? „Við munum ræða það,“ segir Svandís. Viðtal við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra má horfa á í heild í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Undirbúningur að bólusetningu að hefjast Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni. 10. nóvember 2020 11:58 Telur að búast megi við fyrstu bóluefnisskömmtunum um áramótin Prófessor í ónæmisfræði segir fréttir af virkni bóluefnis lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech virkilega ánægjulegar. 9. nóvember 2020 17:23 Bóluefnisbylgja skekur hlutabréfamarkaði Markaðir um allan heim hafa tekið kipp í dag eftir að fregnir bárust af „þáttaskilum“ í þróun á kórónuveirubóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. 9. nóvember 2020 15:46 Mest lesið Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Undirbúningur að bólusetningu að hefjast Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni. 10. nóvember 2020 11:58
Telur að búast megi við fyrstu bóluefnisskömmtunum um áramótin Prófessor í ónæmisfræði segir fréttir af virkni bóluefnis lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech virkilega ánægjulegar. 9. nóvember 2020 17:23
Bóluefnisbylgja skekur hlutabréfamarkaði Markaðir um allan heim hafa tekið kipp í dag eftir að fregnir bárust af „þáttaskilum“ í þróun á kórónuveirubóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. 9. nóvember 2020 15:46
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent