Tveir Íslendingar í undanúrslit | Tíundi sigur Börsunga í röð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2020 22:30 Aron var sáttur í leikslok. @FCBhandbol Viktor Gísli Hallgrímsson og Elvar Örn Jónsson eru komnir í undanúrslit í danska bikarnum eftir leiki kvöldsins. Viktor Gísli og félagar þurftu framlengingu gegn Íslendingaliði Ribe-Esjberg á meðan Elvar Örn í Skjern pökkuðu Skanderborg saman. Þá lék Aron Pálmarsson að venju með Barcelona sem vann enn einn stórsigurinn í spænsku úrvalsdeildinni. Aron komst ekki á blað hjá Börsungum er liðið lagði Villa de Aranda í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Líkt og lokatölur gefa til kynna var sigur Börsunga aldrei í hættu en heimamenn voru komnir 16 mörkum yfir strax í hálfleik, staðan þá 24-8. Þeir héldu dampi í þeim síðari þó aðeins hafi losað um varnarlega, lokatölur leiksins 39-22. Var þetta tíundi sigur Barcelona í röð í deildinni en liðið hefur unnið alla leiki sína til þessa og trónir á toppi deildarinnar. Þá er liðið með 164 mörk í plús í markatölu. Sex stig eru í næsta lið en CD Bidasoa er einnig með fullt hús stiga, liðið hefur hins vegar aðeins leikið sjö leiki. Ekki var mikil spenna í leik Skjern og Skanderborg í 8-liða úrslitum danska bikarsins í kvöld. Skjern var átta mörkum yfir í hálfleik, 22-14, og vann á endanum 13 marka sigur. Lokatölur leiksins 38-25 og Skjern flaug þar með inn í undanúrslitin. Elvar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk í leik kvöldsins. See you soon, Final4 Storsejr over Skanderborg på 38-25! #skjernhåndbold pic.twitter.com/wMwK2g9Rls— Skjern Håndbold (@SkjernHaandbold) November 10, 2020 Hinn undanúrslitaleikurinn var töluvert meira spennandi en þar mættust ríkjandi bikarmeistarar í GOG og Íslendingalið Ribe-Esbjerg. Leikurinn var hnífjafn frá upphafi til enda og fór alla leið í framlengingu eftir að staðan var jöfn 29-29. Viktor Gísli Hallgrímsson átti fínan leik í marki GOG en tölfræði leiksins liggur þó ekki fyrir. Samkvæmt Handbolti.is fékk Daníel Þór Ingason tveggja mínútna brottvísun þegar rúmar þrjár og hálf mínúta voru eftir af framlengingunni. Þá var staðan jöfn 32-32 og ljóst að GOG nýtti brottreksturinn til hins ítrasta, fór það svo að liðið vann eins marks sigur, 34-33. Rúnar Kárason og Gunnar Steinn Jónsson skoruðu báðir fjögur mörk í liði Ribe-Esjberg. Þá skoraði Daníel Þór eitt mark. Handbolti Spænski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
Viktor Gísli Hallgrímsson og Elvar Örn Jónsson eru komnir í undanúrslit í danska bikarnum eftir leiki kvöldsins. Viktor Gísli og félagar þurftu framlengingu gegn Íslendingaliði Ribe-Esjberg á meðan Elvar Örn í Skjern pökkuðu Skanderborg saman. Þá lék Aron Pálmarsson að venju með Barcelona sem vann enn einn stórsigurinn í spænsku úrvalsdeildinni. Aron komst ekki á blað hjá Börsungum er liðið lagði Villa de Aranda í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Líkt og lokatölur gefa til kynna var sigur Börsunga aldrei í hættu en heimamenn voru komnir 16 mörkum yfir strax í hálfleik, staðan þá 24-8. Þeir héldu dampi í þeim síðari þó aðeins hafi losað um varnarlega, lokatölur leiksins 39-22. Var þetta tíundi sigur Barcelona í röð í deildinni en liðið hefur unnið alla leiki sína til þessa og trónir á toppi deildarinnar. Þá er liðið með 164 mörk í plús í markatölu. Sex stig eru í næsta lið en CD Bidasoa er einnig með fullt hús stiga, liðið hefur hins vegar aðeins leikið sjö leiki. Ekki var mikil spenna í leik Skjern og Skanderborg í 8-liða úrslitum danska bikarsins í kvöld. Skjern var átta mörkum yfir í hálfleik, 22-14, og vann á endanum 13 marka sigur. Lokatölur leiksins 38-25 og Skjern flaug þar með inn í undanúrslitin. Elvar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk í leik kvöldsins. See you soon, Final4 Storsejr over Skanderborg på 38-25! #skjernhåndbold pic.twitter.com/wMwK2g9Rls— Skjern Håndbold (@SkjernHaandbold) November 10, 2020 Hinn undanúrslitaleikurinn var töluvert meira spennandi en þar mættust ríkjandi bikarmeistarar í GOG og Íslendingalið Ribe-Esbjerg. Leikurinn var hnífjafn frá upphafi til enda og fór alla leið í framlengingu eftir að staðan var jöfn 29-29. Viktor Gísli Hallgrímsson átti fínan leik í marki GOG en tölfræði leiksins liggur þó ekki fyrir. Samkvæmt Handbolti.is fékk Daníel Þór Ingason tveggja mínútna brottvísun þegar rúmar þrjár og hálf mínúta voru eftir af framlengingunni. Þá var staðan jöfn 32-32 og ljóst að GOG nýtti brottreksturinn til hins ítrasta, fór það svo að liðið vann eins marks sigur, 34-33. Rúnar Kárason og Gunnar Steinn Jónsson skoruðu báðir fjögur mörk í liði Ribe-Esjberg. Þá skoraði Daníel Þór eitt mark.
Handbolti Spænski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti