Hannar sínar eigin prjónauppskriftir á Hvolsvelli í Excel Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. nóvember 2020 20:16 Anna Kristín og Hildur Vala, 12 ára dóttir hennar eiga gæðastundir saman í sófanum inn í stofu þegar mamman prjónar og dóttirin heklar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Anna Kristín Helgadóttir á Hvolsvelli kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að prjónaskap því hún hannar sínar eigin prjónauppskriftir í exel, prjónar eftir uppskriftunum og fær ættingja sína til að sitja fyrir á myndum, sem hún tekur sjálf á símann sinn. Anna segir mikla prjónaþörf hjá landsmönnum á tímum kórónuveirunnar. Anna Kristín, sem starfar sem deildarstjóri á leikskólanum á Hvolsvelli sest oftast niður með prjónana þegar hún kemur heim úr vinnunni. Stofuborðið er fullt af prjónavörum, sem hún hefur hannað og prjónað, þó mest af lopapeysum. Anna hefur prjónað frá því að hún var barn og nú er dóttir hennar, 12 ára, Hildur Vala Smáradóttir farin að hekla á meðan mamma hennar prjónar. En hvað er prjónaskapurinn að gefa Önnu Kristínu? „Fyrst og fremst útrás fyrir sköpunarþörfina, mér finnst gaman að búa til nýtt og skapa, sjá eitthvað verða til.“ Anna Kristín segir að fólk sé alls staðar að prjóna, konur og karlar á tímum Covid. „Já, ég finn það líka hvað fólki finnst gaman að vera að prjóna núna, það situr meira með sjálfum sér, það er mikill áhugi, það er ekki spurning,“ segir Anna. Anna Kristín hefur gefið út þrjár prjónabækur með eigin uppskriftum, sem allar hafa slegið í gegn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Anna Kristín hefur gefið út þrjár prjónabækur, sem kallast „Prjónafjör“ en uppskriftirnar í bækurnar hannar hún heima í tölvunni sinni í Excel og Word. Hún hefur tekið allar myndirnar í bækurnar en ættingjar hennar og íbúar á Hvolsvelli sitja fyrir á myndunum, allt prjónavörur eftir hana. Nýjasta bókin hennar var að koma út. „Þetta eru bara skemmtilegar bækur, allt úr ullinni, peysur fyrir alla og fleira, húfur og vettlingar, já fyrir alla fjölskylduna, það ættu allir að geta fundið eitthvað. Mér finnst ótrúlega gaman búa til ný munstur, prjóna það og prófa og sjá hvernig það kemur út. Ég vinn allar mínar prjónauppskriftir heima í tölvunni í Word og Excel og svo fer ég bara út og blikka vini og ættingja til að vera fyrirsætur hjá mér, það eru alltaf allir til í það, sem er ótrúlega skemmtilegt. Ég tek þetta bara upp á símann, klára svo að vinna þetta og set þetta svo bara í prentun,“ segir Anna Kristín. Nýjasta bókin, „Prjónafjör 3“ var að koma út og hefur selst mjög vel enda er Anna Kristín mjög þakklát fyrir viðtökurnar sem bókin og bækurnar hennar hafa fengið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Landbúnaður Menning Prjónaskapur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Anna Kristín Helgadóttir á Hvolsvelli kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að prjónaskap því hún hannar sínar eigin prjónauppskriftir í exel, prjónar eftir uppskriftunum og fær ættingja sína til að sitja fyrir á myndum, sem hún tekur sjálf á símann sinn. Anna segir mikla prjónaþörf hjá landsmönnum á tímum kórónuveirunnar. Anna Kristín, sem starfar sem deildarstjóri á leikskólanum á Hvolsvelli sest oftast niður með prjónana þegar hún kemur heim úr vinnunni. Stofuborðið er fullt af prjónavörum, sem hún hefur hannað og prjónað, þó mest af lopapeysum. Anna hefur prjónað frá því að hún var barn og nú er dóttir hennar, 12 ára, Hildur Vala Smáradóttir farin að hekla á meðan mamma hennar prjónar. En hvað er prjónaskapurinn að gefa Önnu Kristínu? „Fyrst og fremst útrás fyrir sköpunarþörfina, mér finnst gaman að búa til nýtt og skapa, sjá eitthvað verða til.“ Anna Kristín segir að fólk sé alls staðar að prjóna, konur og karlar á tímum Covid. „Já, ég finn það líka hvað fólki finnst gaman að vera að prjóna núna, það situr meira með sjálfum sér, það er mikill áhugi, það er ekki spurning,“ segir Anna. Anna Kristín hefur gefið út þrjár prjónabækur með eigin uppskriftum, sem allar hafa slegið í gegn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Anna Kristín hefur gefið út þrjár prjónabækur, sem kallast „Prjónafjör“ en uppskriftirnar í bækurnar hannar hún heima í tölvunni sinni í Excel og Word. Hún hefur tekið allar myndirnar í bækurnar en ættingjar hennar og íbúar á Hvolsvelli sitja fyrir á myndunum, allt prjónavörur eftir hana. Nýjasta bókin hennar var að koma út. „Þetta eru bara skemmtilegar bækur, allt úr ullinni, peysur fyrir alla og fleira, húfur og vettlingar, já fyrir alla fjölskylduna, það ættu allir að geta fundið eitthvað. Mér finnst ótrúlega gaman búa til ný munstur, prjóna það og prófa og sjá hvernig það kemur út. Ég vinn allar mínar prjónauppskriftir heima í tölvunni í Word og Excel og svo fer ég bara út og blikka vini og ættingja til að vera fyrirsætur hjá mér, það eru alltaf allir til í það, sem er ótrúlega skemmtilegt. Ég tek þetta bara upp á símann, klára svo að vinna þetta og set þetta svo bara í prentun,“ segir Anna Kristín. Nýjasta bókin, „Prjónafjör 3“ var að koma út og hefur selst mjög vel enda er Anna Kristín mjög þakklát fyrir viðtökurnar sem bókin og bækurnar hennar hafa fengið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Landbúnaður Menning Prjónaskapur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira