Arnar Gunnlaugs um Pablo Punyed: Sú týpa sem við þurfum á að halda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2020 21:01 Arnar segir að Pablo muni bæta lið Víkinga mikið. Vísir/Bára Pablo Punyed skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Víking sem leikur í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu. Kemur hann frá KR þar sem hann var meðal annars markahæsti leikmaður liðsins í sumar ásamt því að verða Íslandsmeistari árið 2019. Víkingur er sjötta félag Pablo hér á landi en þessi knái leikmaður frá El Salvador kom fyrst hingað til lands árið 2012 er hann gekk til liðs við Fjölni. Síðan þá hefur hann leikið með Fylki, Stjörnunni, ÍBV og svo KR. Hann ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur fyrir Sportpakka Stöðvar 2 eftir undirskriftina í dag. Þá ræddi Svava Kristín einnig við Arnar Gunnlaugsson um komu Pablo í Víkina. Viðtölin má sjá í spilaranum hér að neðan. „Ég þekki fótboltann sem þeir spila og ég er mikill aðdáandi hans. Langar að vera hluti af því og langar að hjálpa þeim. Þekki Arnar vel og hlakka til að byrja,“ sagði Pablo um ástæður þess að hann ákvað að ganga í raðir Víkinga. „Víkingur vann bikarinn í fyrra [og er því enn ríkjandi bikarmeistarar] og okkur langar að vera í toppbaráttunni, vera í Evrópu og sýna hvað Víkingur getur gert. Þeir eru með frábært lið, spila frábærlega, eru með marga unga og efnilega leikmenn. Ég held að við getum blandað þessu vel saman,“ bætti hinn þrítugi miðjumaður við. Pablo var spurður út í af hverju hann hefði ekki samið aftur við KR eftir að hafa staðið sig velí sumar og orðið Íslandsmeistari á síðustu leiktíð. „Bara náðum ekki samkomulagi. KR þarf að taka til, þeir eru samt með frábært lið og verða áfram í toppbaráttunni,“ ég veit það. Arnar býst við miklu frá Pablo „Þetta er leikmaður sem átti sitt besta tímabil á Íslandi í fyrra með KR, skoraði sjö mörk í sextán leikjum. Hann er sigurvegari, karakter, leiðtogi inn á velli og akkúrat sú týpa sem við þurfum á að halda til að koma með sigurhugarfar inn í klúbbinn, inn í liðið. Hann er líka leikmaður sem gefur mjög mikið af sér, bæði innan vallar og utan.“ „Hann verður klárlega bara á miðjunni, það stendur örugglega í samningnum að hann þurfi ekki að spila vinstri bakvörð. Það sýnir líka hvernig karakter hann er, ef hann var beðinn um að fara í vinstri bakvörðinn þá er það ekkert mál. Honum líður langbest á miðjunni og við sjáum hann fyrir okkur þar,“ sagði Arnar um þá stöðu sem Pablo mun spila fyrir Víkinga. Pablo leysti margar stöður í KR-liðinu og þar á meðal vinstri bakvörð þau fáu skipti sem Kristinn Jónsson var meiddur. „Hann gat alveg valið úr liðum, hann er búinn að vinna ansi mikið hérna á Íslandi með ÍBV, Stjörnunni og KR svo hann er eftirsóttur. Það er því frábært fyrir okkur að hafa landað honum. Ég vænti mikils af honum, hann veit það og honum á eftir að líða mjög vel hérna,“ sagði Arnar að lokum. Klippa: Pablo mættur í Víkina Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira
Pablo Punyed skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Víking sem leikur í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu. Kemur hann frá KR þar sem hann var meðal annars markahæsti leikmaður liðsins í sumar ásamt því að verða Íslandsmeistari árið 2019. Víkingur er sjötta félag Pablo hér á landi en þessi knái leikmaður frá El Salvador kom fyrst hingað til lands árið 2012 er hann gekk til liðs við Fjölni. Síðan þá hefur hann leikið með Fylki, Stjörnunni, ÍBV og svo KR. Hann ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur fyrir Sportpakka Stöðvar 2 eftir undirskriftina í dag. Þá ræddi Svava Kristín einnig við Arnar Gunnlaugsson um komu Pablo í Víkina. Viðtölin má sjá í spilaranum hér að neðan. „Ég þekki fótboltann sem þeir spila og ég er mikill aðdáandi hans. Langar að vera hluti af því og langar að hjálpa þeim. Þekki Arnar vel og hlakka til að byrja,“ sagði Pablo um ástæður þess að hann ákvað að ganga í raðir Víkinga. „Víkingur vann bikarinn í fyrra [og er því enn ríkjandi bikarmeistarar] og okkur langar að vera í toppbaráttunni, vera í Evrópu og sýna hvað Víkingur getur gert. Þeir eru með frábært lið, spila frábærlega, eru með marga unga og efnilega leikmenn. Ég held að við getum blandað þessu vel saman,“ bætti hinn þrítugi miðjumaður við. Pablo var spurður út í af hverju hann hefði ekki samið aftur við KR eftir að hafa staðið sig velí sumar og orðið Íslandsmeistari á síðustu leiktíð. „Bara náðum ekki samkomulagi. KR þarf að taka til, þeir eru samt með frábært lið og verða áfram í toppbaráttunni,“ ég veit það. Arnar býst við miklu frá Pablo „Þetta er leikmaður sem átti sitt besta tímabil á Íslandi í fyrra með KR, skoraði sjö mörk í sextán leikjum. Hann er sigurvegari, karakter, leiðtogi inn á velli og akkúrat sú týpa sem við þurfum á að halda til að koma með sigurhugarfar inn í klúbbinn, inn í liðið. Hann er líka leikmaður sem gefur mjög mikið af sér, bæði innan vallar og utan.“ „Hann verður klárlega bara á miðjunni, það stendur örugglega í samningnum að hann þurfi ekki að spila vinstri bakvörð. Það sýnir líka hvernig karakter hann er, ef hann var beðinn um að fara í vinstri bakvörðinn þá er það ekkert mál. Honum líður langbest á miðjunni og við sjáum hann fyrir okkur þar,“ sagði Arnar um þá stöðu sem Pablo mun spila fyrir Víkinga. Pablo leysti margar stöður í KR-liðinu og þar á meðal vinstri bakvörð þau fáu skipti sem Kristinn Jónsson var meiddur. „Hann gat alveg valið úr liðum, hann er búinn að vinna ansi mikið hérna á Íslandi með ÍBV, Stjörnunni og KR svo hann er eftirsóttur. Það er því frábært fyrir okkur að hafa landað honum. Ég vænti mikils af honum, hann veit það og honum á eftir að líða mjög vel hérna,“ sagði Arnar að lokum. Klippa: Pablo mættur í Víkina
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira