Vill þjóðin gefa auðlindina? Ragnhildur Sverrisdóttir skrifar 12. nóvember 2020 15:02 Landsvirkjun hefur verið falið að nýta orkuauðlindirnar og tryggja að sú nýting skili arði. Þann arð er hægt að nota í þágu eigenda Landsvirkjunar, íslensku þjóðarinnar, til að standa straum af heilbrigðiskerfinu, skólunum okkar eða félagslega kerfinu, svo dæmi séu nefnd. Að nýta þann arð til að niðurgreiða framkvæmdir eða störf innan stóriðjunnar er hins vegar fásinna, sem ætti ekki að hvarfla að nokkrum manni. En það er ekki nóg með að slíkt hafi hvarflað að Vilhjálmi Birgissyni, formanni Verkalýðsfélags Akraness. Hugmyndin hefur tekið sér svo rækilega bólfestu í honum að hann tjáir sig ítrekað um nauðsyn þess að niðurgreiða starfsemi Norðuráls á Grundartanga, álvers í eigu bandaríska risans Century Aluminum Company. Í nýjustu grein sinni á Vísi.is í gær spyr Vilhjálmur hvort yfirvöld vilji ekki 14 milljarða fjárfestingu í formi atvinnuuppbyggingar, sem Norðurál hafi boðað í september sl. Vilhjálmur vísar til þess að „það eina“ sem Norðurál þurfi sé raforka á viðráðanlegu verði. Hvert starf á 100 milljónir Í þessari upptalningu allri lætur Vilhjálmur hjá líða að nefna athugasemdir Landsvirkjunar vegna þessa, sem eru löngu komnar fram. Hugmyndir Norðuráls um raforkuverð eru einfaldlega langt undir kostnaðarverði, bæði hérlendis og erlendis. Slíkir samningar við Norðurál myndu leiða til þess að Landsvirkjun yrði mögulega af um 3-4 milljörðum króna árlega. Það blasir við að 14 milljarða fjárfesting Norðuráls yrði fljót að borga sig, en á kostnað eigenda auðlindarinnar. Þessi 40 varanlegu störf, sem verkalýðsforinginn hefur eðlilega áhuga á að sjá verða til í sínu umdæmi, myndu þá kosta íslensku þjóðina allt að 100 milljónum kr. á ári, hvert og eitt þeirra! Ætli ekki sé hægt að ráðast í hagkvæmari atvinnuuppbyggingu á kostnað þjóðarinnar? Þessu til viðbótar er svo rétt að minna á, að í nafni jafnræðis sem tryggt er með samkeppnislögum yrði Landsvirkjun að gefa öllum viðskiptavinum sínum sömu höfðinglegu gjöfina. Ætli þjóðin hefði mikinn hag af auðlindinni sinni eftir það? Rétt er að minna á, að Landsvirkjun sér Norðuráli aðeins fyrir um 35% af orkuþörf álversins, sem hefur samið við aðra framleiðendur um 65% orkunnar. Aldrei spyr þó Vilhjálmur þá framleiðendur hvort þeir séu tilbúnir að niðurgreiða uppbyggingu Norðuráls. Slíka firru nefnir hann ekki, en finnst sjálfsagt að milljarðar séu teknir frá heilbrigðiskerfi/menntakerfi/velferðarkerfi með því að fórna arði þjóðarinnar af orkuauðlindinni. Honum verður hins vegar ekki að ósk sinni. Landsvirkjun mun aldrei víkja frá því hlutverki sínu að standa vörð um auðlindina og hámarka afrakstur hennar. Loks er nauðsynlegt að mótmæla fullyrðingum Vilhjálms um að mikil orka streymi ónýtt til sjávar vegna ímyndaðrar óbilgirni Landsvirkjunar. Svo fróður maður um orkumarkaðinn ætti að vita, að samningar Landsvirkjunar við stærstu viðskiptavini gera ráð fyrir að þeir geti leyst til sín mismikla orku, eftir aðstæðum. Sú staða getur t.d. komið upp að stóriðjuver nýti ekki samning að fullu, þ.e. leysi e.t.v. til sín 85% af umsömdu magni, en ekki 100%. Það þýðir ekki að þau 15%, sem út af standa, séu laus til ráðstöfunar í hvert það verkefni annað, sem fólki dettur í hug. Þau 15% eiga að vera til reiðu, kjósi fyrirtækið að nýta sér alla orkuna. Erfiðleikar ekki vegna raforkuverðs Til allrar hamingju hefur hin ríflega hálfrar aldar gamla Landsvirkjun getað greitt niður skuldir, þótt enn séu þær verulegar. Á síðari árum hefur eigandinn, íslenska þjóðin, fengið arð af starfseminni, þótt hann sé enn ekki mikill þegar litið er til stærðar fyrirtækisins. Það blasir við, að margir viðskiptavina fyrirtækisins berjast í bökkum vegna fordæmalausra aðstæðna á mörkuðum í miðjum heimsfaraldri. Sá faraldur er ástæða erfiðleikanna, ekki raforkuverðið. Landsvirkjun hefur leitast við að styðja þessa viðskiptavini sína eins og framast er unnt og mun gera slíkt áfram. Landsvirkjun mun hins vegar ekki gefa auðlindir þjóðarinnar. Eitt er víst: Við hjá Landsvirkjun erum ávallt reiðubúin til viðræðna við viðskiptavini okkar, hvort sem þeir glíma við tímabundna erfiðleika eða huga að uppbyggingu. Við höfum mikla trú á samræðum og samstarfi og skoðum allar hugmyndir með opnum huga. Nema þegar hugmyndirnar lúta að því að við niðurgreiðum hvert starf hjá einkafyrirtæki á markaði um 100 milljónir króna á ári. Slíkar hugmyndir verða aldrei góðar, sama hversu margar greinar eru skrifaðar. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Akranes Hvalfjarðarsveit Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Landsvirkjun hefur verið falið að nýta orkuauðlindirnar og tryggja að sú nýting skili arði. Þann arð er hægt að nota í þágu eigenda Landsvirkjunar, íslensku þjóðarinnar, til að standa straum af heilbrigðiskerfinu, skólunum okkar eða félagslega kerfinu, svo dæmi séu nefnd. Að nýta þann arð til að niðurgreiða framkvæmdir eða störf innan stóriðjunnar er hins vegar fásinna, sem ætti ekki að hvarfla að nokkrum manni. En það er ekki nóg með að slíkt hafi hvarflað að Vilhjálmi Birgissyni, formanni Verkalýðsfélags Akraness. Hugmyndin hefur tekið sér svo rækilega bólfestu í honum að hann tjáir sig ítrekað um nauðsyn þess að niðurgreiða starfsemi Norðuráls á Grundartanga, álvers í eigu bandaríska risans Century Aluminum Company. Í nýjustu grein sinni á Vísi.is í gær spyr Vilhjálmur hvort yfirvöld vilji ekki 14 milljarða fjárfestingu í formi atvinnuuppbyggingar, sem Norðurál hafi boðað í september sl. Vilhjálmur vísar til þess að „það eina“ sem Norðurál þurfi sé raforka á viðráðanlegu verði. Hvert starf á 100 milljónir Í þessari upptalningu allri lætur Vilhjálmur hjá líða að nefna athugasemdir Landsvirkjunar vegna þessa, sem eru löngu komnar fram. Hugmyndir Norðuráls um raforkuverð eru einfaldlega langt undir kostnaðarverði, bæði hérlendis og erlendis. Slíkir samningar við Norðurál myndu leiða til þess að Landsvirkjun yrði mögulega af um 3-4 milljörðum króna árlega. Það blasir við að 14 milljarða fjárfesting Norðuráls yrði fljót að borga sig, en á kostnað eigenda auðlindarinnar. Þessi 40 varanlegu störf, sem verkalýðsforinginn hefur eðlilega áhuga á að sjá verða til í sínu umdæmi, myndu þá kosta íslensku þjóðina allt að 100 milljónum kr. á ári, hvert og eitt þeirra! Ætli ekki sé hægt að ráðast í hagkvæmari atvinnuuppbyggingu á kostnað þjóðarinnar? Þessu til viðbótar er svo rétt að minna á, að í nafni jafnræðis sem tryggt er með samkeppnislögum yrði Landsvirkjun að gefa öllum viðskiptavinum sínum sömu höfðinglegu gjöfina. Ætli þjóðin hefði mikinn hag af auðlindinni sinni eftir það? Rétt er að minna á, að Landsvirkjun sér Norðuráli aðeins fyrir um 35% af orkuþörf álversins, sem hefur samið við aðra framleiðendur um 65% orkunnar. Aldrei spyr þó Vilhjálmur þá framleiðendur hvort þeir séu tilbúnir að niðurgreiða uppbyggingu Norðuráls. Slíka firru nefnir hann ekki, en finnst sjálfsagt að milljarðar séu teknir frá heilbrigðiskerfi/menntakerfi/velferðarkerfi með því að fórna arði þjóðarinnar af orkuauðlindinni. Honum verður hins vegar ekki að ósk sinni. Landsvirkjun mun aldrei víkja frá því hlutverki sínu að standa vörð um auðlindina og hámarka afrakstur hennar. Loks er nauðsynlegt að mótmæla fullyrðingum Vilhjálms um að mikil orka streymi ónýtt til sjávar vegna ímyndaðrar óbilgirni Landsvirkjunar. Svo fróður maður um orkumarkaðinn ætti að vita, að samningar Landsvirkjunar við stærstu viðskiptavini gera ráð fyrir að þeir geti leyst til sín mismikla orku, eftir aðstæðum. Sú staða getur t.d. komið upp að stóriðjuver nýti ekki samning að fullu, þ.e. leysi e.t.v. til sín 85% af umsömdu magni, en ekki 100%. Það þýðir ekki að þau 15%, sem út af standa, séu laus til ráðstöfunar í hvert það verkefni annað, sem fólki dettur í hug. Þau 15% eiga að vera til reiðu, kjósi fyrirtækið að nýta sér alla orkuna. Erfiðleikar ekki vegna raforkuverðs Til allrar hamingju hefur hin ríflega hálfrar aldar gamla Landsvirkjun getað greitt niður skuldir, þótt enn séu þær verulegar. Á síðari árum hefur eigandinn, íslenska þjóðin, fengið arð af starfseminni, þótt hann sé enn ekki mikill þegar litið er til stærðar fyrirtækisins. Það blasir við, að margir viðskiptavina fyrirtækisins berjast í bökkum vegna fordæmalausra aðstæðna á mörkuðum í miðjum heimsfaraldri. Sá faraldur er ástæða erfiðleikanna, ekki raforkuverðið. Landsvirkjun hefur leitast við að styðja þessa viðskiptavini sína eins og framast er unnt og mun gera slíkt áfram. Landsvirkjun mun hins vegar ekki gefa auðlindir þjóðarinnar. Eitt er víst: Við hjá Landsvirkjun erum ávallt reiðubúin til viðræðna við viðskiptavini okkar, hvort sem þeir glíma við tímabundna erfiðleika eða huga að uppbyggingu. Við höfum mikla trú á samræðum og samstarfi og skoðum allar hugmyndir með opnum huga. Nema þegar hugmyndirnar lúta að því að við niðurgreiðum hvert starf hjá einkafyrirtæki á markaði um 100 milljónir króna á ári. Slíkar hugmyndir verða aldrei góðar, sama hversu margar greinar eru skrifaðar. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun