Goran Pandev skaut Norður-Makedóníu á EM í knattspyrnu. Skoraði hann eina markið í 0-1 sigri á Georgíu í kvöld.
Það er ekki aðeins Ísland sem leikur í umspili um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. Alls fara fjórir leikir fram og er einum þeirra nú lokið.
Georgía tók á móti Norður-Makedóníu og var leikurinn hnífjafn. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá tóku gestirnir forystuna þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Þar var að verki gamla brýnið - og fyrirliðinn - Goran Pandev, leikmaður Genoa í ítölsku úrvalsdeildinni.
North Macedonia edge closer to a place at #EURO2020 thanks to captain Goran Pandev! pic.twitter.com/yn5JgiAwXW
— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) November 12, 2020
Hinn 37 ára gamli Pandev – sem hefur leikið með Inter Milan, Lazio, Napoli og Galatasaray, reyndist hetja kvöldsins. Mark hans var eina mark leiksins og lokatölur því 1-0 Norður-Makedóníu vil. Alls hefur Pandev skorað 36 mörk í 114 landsleikjum.
Er þetta í fyrsta sinn sem Norður-Makedónía kemst í lokakeppni EM. Norður-Makedónía, þar áður Makedónía, var á sínum tíma hluti af gömlu Júgóslavíu og tók þar þátt á HM árið 1990 og EM árið 1992 sem hluti af Jógóslavíu.
Norður-Makedónía leikur í C-riðli á EM ásamt Hollandi, Austurríki og Úkraínu.