Vísindasamfélagið Brynjar Níelsson skrifar 13. nóvember 2020 11:06 Margir sækja sér huggun og styrk í því að skoðanir þeirra á skipulagi samfélagsins séu byggðar á vísindum. Þeir eru mjög áberandi í seinni tíð og hafa svo til tekið yfir umræðuna á samfélagsmiðlum, ekki síst þeim ágæta miðli Tvitter. Ég leyfði mér þá ósvinnu að efast um réttmæti og skynsemi aðgerða yfirvalda í glímunni við þennan veirufjanda sem herjar á heimsbyggðina. Það var við manninn mælt að fólkið, sem gjarnan kennir sig við frjálslyndi, brást hið versta við og ég sakaður um að afneita vísindum. Menn með svona hættulegar skoðanir eru auðvitað bæði holdsveikir og geislavirkir og eins og alltaf er útskúfun besta ráðið. Þegar frjálsri hugsun er úthýst verða vísindin sjálf og þekkingin fyrstu fórnarlömbin. Kannski er rétt sem Ronald Reagan sagði einu sinni að fasistar framtíðarinnar kæmu fram undir nafni frjálslyndis. Vandi þeirra er að vísindum er ekki ætlað að skipuleggja samfélagið. Vísindunum er fremur ætlað að lýsa náttúrunni og samfélaginu og spá fyrir um gang þeirra með beitingu gagnrýninnar hugsunar óháð öllu boðvaldi. Engin gild eða óhrekjanleg vísindi eru til sem slá föstu í eitt skipti fyrir öll hvernig er best að stýra samfélaginu. Churchill hitti þó naglann á höfuðið þegar hann sagði að lýðræðið væri versta stjórnarfyrirkomulagið fyrir utan öll önnur sem hefðu verið reynd. Tækniræði eða vísindaræði hefur verið reynt. Í ráðstjórnarríkjunum reiknuðu vísindamenn t.d. nákvæmlega út hversu mikinn hárþvottalög þyrfti að framleiða, allt út frá hárfínum vísindalegum forsendum um fjölda fólks og rétt metnar þarfir þess fyrir hárþvott. Hið rétta magn var svo framleitt í stórri verksmiðju til að hámarka hagkvæmni. Þetta hljómaði vel í hugum þeirra vísindamanna sem reiknuðu og þróuðu þessar kenningar og ráðamanna sem hrintu þeim í framkvæmd með valdi. Frá sjónarhóli fólksins sem sat eftir í alræðisríki illa lyktandi og með skítugt hárið var þetta síður spennandi. Ef sú krafa er komin upp í íslenskum stjórnmálum að samfélaginu verði stýrt með vísindum ættu forvígismenn þeirra kenninga að byrja á að svara hvort þeir vilji ekki berjast fyrir brautargengi vísindakenninga um haganlegustu stjórn fiskveiða. Mér segir svo hugur að fáir verði til þessa enda eru þeir sem vilja stjórna samkvæmt vísindum oft aðeins að dulbúa ráðstjórnarkenndir sínar með handvöldum vísindalegum tilgátum. Kannski er stærsti vandinn að við höfum engan Winston Churchill eða Ronald Reagan lengur eða aðra sem hafa tilfinningu fyrir eðli mannsins og samfélagi hans. Nú sitjum við uppi með stjórnmálamenn sem halda að lífskjör okkar og velferð sé bara ákveðin á þingi eða í stjórnarráðinu með einu pennastriki. Jafnvel að peningarnir verði til í sérhannaðri skúffu hjá Bjarna Ben og maturinn verði til í Bónus. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Alræði Brynjar Níelsson fjallar um sóttvarnir og telur okkur sem þjóð hafa villst verulega af leið í baráttunni við veiruna; meðalið er að drepa sjúklinginn. 9. nóvember 2020 15:08 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Margir sækja sér huggun og styrk í því að skoðanir þeirra á skipulagi samfélagsins séu byggðar á vísindum. Þeir eru mjög áberandi í seinni tíð og hafa svo til tekið yfir umræðuna á samfélagsmiðlum, ekki síst þeim ágæta miðli Tvitter. Ég leyfði mér þá ósvinnu að efast um réttmæti og skynsemi aðgerða yfirvalda í glímunni við þennan veirufjanda sem herjar á heimsbyggðina. Það var við manninn mælt að fólkið, sem gjarnan kennir sig við frjálslyndi, brást hið versta við og ég sakaður um að afneita vísindum. Menn með svona hættulegar skoðanir eru auðvitað bæði holdsveikir og geislavirkir og eins og alltaf er útskúfun besta ráðið. Þegar frjálsri hugsun er úthýst verða vísindin sjálf og þekkingin fyrstu fórnarlömbin. Kannski er rétt sem Ronald Reagan sagði einu sinni að fasistar framtíðarinnar kæmu fram undir nafni frjálslyndis. Vandi þeirra er að vísindum er ekki ætlað að skipuleggja samfélagið. Vísindunum er fremur ætlað að lýsa náttúrunni og samfélaginu og spá fyrir um gang þeirra með beitingu gagnrýninnar hugsunar óháð öllu boðvaldi. Engin gild eða óhrekjanleg vísindi eru til sem slá föstu í eitt skipti fyrir öll hvernig er best að stýra samfélaginu. Churchill hitti þó naglann á höfuðið þegar hann sagði að lýðræðið væri versta stjórnarfyrirkomulagið fyrir utan öll önnur sem hefðu verið reynd. Tækniræði eða vísindaræði hefur verið reynt. Í ráðstjórnarríkjunum reiknuðu vísindamenn t.d. nákvæmlega út hversu mikinn hárþvottalög þyrfti að framleiða, allt út frá hárfínum vísindalegum forsendum um fjölda fólks og rétt metnar þarfir þess fyrir hárþvott. Hið rétta magn var svo framleitt í stórri verksmiðju til að hámarka hagkvæmni. Þetta hljómaði vel í hugum þeirra vísindamanna sem reiknuðu og þróuðu þessar kenningar og ráðamanna sem hrintu þeim í framkvæmd með valdi. Frá sjónarhóli fólksins sem sat eftir í alræðisríki illa lyktandi og með skítugt hárið var þetta síður spennandi. Ef sú krafa er komin upp í íslenskum stjórnmálum að samfélaginu verði stýrt með vísindum ættu forvígismenn þeirra kenninga að byrja á að svara hvort þeir vilji ekki berjast fyrir brautargengi vísindakenninga um haganlegustu stjórn fiskveiða. Mér segir svo hugur að fáir verði til þessa enda eru þeir sem vilja stjórna samkvæmt vísindum oft aðeins að dulbúa ráðstjórnarkenndir sínar með handvöldum vísindalegum tilgátum. Kannski er stærsti vandinn að við höfum engan Winston Churchill eða Ronald Reagan lengur eða aðra sem hafa tilfinningu fyrir eðli mannsins og samfélagi hans. Nú sitjum við uppi með stjórnmálamenn sem halda að lífskjör okkar og velferð sé bara ákveðin á þingi eða í stjórnarráðinu með einu pennastriki. Jafnvel að peningarnir verði til í sérhannaðri skúffu hjá Bjarna Ben og maturinn verði til í Bónus. Höfundur er alþingismaður.
Alræði Brynjar Níelsson fjallar um sóttvarnir og telur okkur sem þjóð hafa villst verulega af leið í baráttunni við veiruna; meðalið er að drepa sjúklinginn. 9. nóvember 2020 15:08
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar