Liverpool þarf líklega atkvæði frá sex öðrum félögum til að fá titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2020 09:30 Stuðningsmenn Liverpool horfa mögulega fram á það að liðið missi af enska meistaratitlinum vegna kórónuveirunnar. Getty/Alex Livesey Það verður ólíklegra með hverjum deginum sem líður að hléið á ensku úrvalsdeildinni verði bara þrjár vikur og um leið er líklegra að tímabilið verði endanlega flautað af. Þá er það stóra spurningin um hvort að Liverpool liðið verði krýnt Englandsmeistari en Liverpool menn eru með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það mun koma betur í ljós á fimmtudaginn þegar fulltrúar allra tuttugu liða deildarinnar hittast formlega á fundi og fara yfir hvað sé réttast að gera í stöðunni. Þá verður líka ljóst hvað Knattspyrnusamband Evrópu ætlar að gera með EM í sumar og Evrópukeppnirnar í vor. Verði Evrópumótinu frestað þá gæti skapast pláss í maí og júní til að klára síðustu níu umferðirnar. Stuðningsmenn Liverpool vilja aftur á móti fá að vita hvað þarf til svo að þeir missi af Englandsmeistaratitlinum þrátt fyrir þetta rosalega flotta tímabil. Þeir verða meistarar ef ákveðið verði að klára tímabilið í sumar eða að láta stöðuna í dag vera lokastöðuna. Arsenal - VOID season Man Utd - FINISH season Tottenham - VOID seasonLiverpool will be praying six other clubs vote to complete the current campaign #Coronavirus #PremierLeaguehttps://t.co/k9jhyPzWHU— GiveMeSport Football (@GMS__Football) March 15, 2020 Liðin tuttugu í ensku úrvalsdeildinni munu þurfa að koma sér saman um framhaldið og þegar kemur að því að ógilda tímabilið þá þarf samkvæmt fréttum frá Englandi tvo þriðjunga atkvæða til að ákveða slíkt. Það þýðir að ef fjórtán félög í deildinni vilja aflýsa og þurrka út tímabilið þá verður það niðurstaðan. Liverpool er svo sannarlega eitt af þeim liðum sem vilja ekki ógilda þetta sögulega tímabil enda liðið með 82 stig og 25 stigum meira en liðið í öðru sæti þegar ellefu leikir eru eftir. Þetta er hins vegar ekki aðeins spurning um meistaratitilinn heldur einnig um sætin í Meistaradeildinni og fall úr deildinni. Það má búast við því að liðin í Meistaradeildarsætunum vilji halda þeim og því ætti að öllu eðlileg félög eins og Manchester City, Leicester City og Chelsea að greiða með því að láta fyrsti 29 umferðirnar gilda sem heilt tímabil. Reyndar er Manchester City spurningarmerki af því að UEFA dæmdi félagið í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni en kórónuveiran er líka búin að seinka afgreiðslu áfýjunar í því máli sem gæti dregist fram á næstu leiktíð. City ætti þá að geta verið með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Lið eins og Burnley, Crystal Palace og Sheffield United hafa öll gert betur en búist var við og vilja eflaust láta tímabilið gilda. Með því þá værum við komin með sjö lið sem væru á móti því að ógilda tímabili en eitt af því er Manchester City sem gæti mögulega refsað Liverpool með því að greiða með því að þurrka út tímabilið. Þá má samt ekki gleyma að Manchester United og Wolves væru önnur félög sem hafa verið að gera fína hluta að undanförnu og eru svo sem líkleg til að vilja að minnsta kosti klára tímabilið. Það er aftur á móti önnur saga hvort þau styðji það að láta stöðuna í dag gilda sem lokastöðu. GiveMeSport fór vel yfir hvað gæti legið á bak við ákvörðunartöku hvers liðs í deildinni og má sjá þá samantekt hér. Allt kemur þetta í ljós á fimmtudaginn og þá ætti að vera sett saman einhver raunhæf framtíðarsýn hjá ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Sjá meira
Það verður ólíklegra með hverjum deginum sem líður að hléið á ensku úrvalsdeildinni verði bara þrjár vikur og um leið er líklegra að tímabilið verði endanlega flautað af. Þá er það stóra spurningin um hvort að Liverpool liðið verði krýnt Englandsmeistari en Liverpool menn eru með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það mun koma betur í ljós á fimmtudaginn þegar fulltrúar allra tuttugu liða deildarinnar hittast formlega á fundi og fara yfir hvað sé réttast að gera í stöðunni. Þá verður líka ljóst hvað Knattspyrnusamband Evrópu ætlar að gera með EM í sumar og Evrópukeppnirnar í vor. Verði Evrópumótinu frestað þá gæti skapast pláss í maí og júní til að klára síðustu níu umferðirnar. Stuðningsmenn Liverpool vilja aftur á móti fá að vita hvað þarf til svo að þeir missi af Englandsmeistaratitlinum þrátt fyrir þetta rosalega flotta tímabil. Þeir verða meistarar ef ákveðið verði að klára tímabilið í sumar eða að láta stöðuna í dag vera lokastöðuna. Arsenal - VOID season Man Utd - FINISH season Tottenham - VOID seasonLiverpool will be praying six other clubs vote to complete the current campaign #Coronavirus #PremierLeaguehttps://t.co/k9jhyPzWHU— GiveMeSport Football (@GMS__Football) March 15, 2020 Liðin tuttugu í ensku úrvalsdeildinni munu þurfa að koma sér saman um framhaldið og þegar kemur að því að ógilda tímabilið þá þarf samkvæmt fréttum frá Englandi tvo þriðjunga atkvæða til að ákveða slíkt. Það þýðir að ef fjórtán félög í deildinni vilja aflýsa og þurrka út tímabilið þá verður það niðurstaðan. Liverpool er svo sannarlega eitt af þeim liðum sem vilja ekki ógilda þetta sögulega tímabil enda liðið með 82 stig og 25 stigum meira en liðið í öðru sæti þegar ellefu leikir eru eftir. Þetta er hins vegar ekki aðeins spurning um meistaratitilinn heldur einnig um sætin í Meistaradeildinni og fall úr deildinni. Það má búast við því að liðin í Meistaradeildarsætunum vilji halda þeim og því ætti að öllu eðlileg félög eins og Manchester City, Leicester City og Chelsea að greiða með því að láta fyrsti 29 umferðirnar gilda sem heilt tímabil. Reyndar er Manchester City spurningarmerki af því að UEFA dæmdi félagið í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni en kórónuveiran er líka búin að seinka afgreiðslu áfýjunar í því máli sem gæti dregist fram á næstu leiktíð. City ætti þá að geta verið með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Lið eins og Burnley, Crystal Palace og Sheffield United hafa öll gert betur en búist var við og vilja eflaust láta tímabilið gilda. Með því þá værum við komin með sjö lið sem væru á móti því að ógilda tímabili en eitt af því er Manchester City sem gæti mögulega refsað Liverpool með því að greiða með því að þurrka út tímabilið. Þá má samt ekki gleyma að Manchester United og Wolves væru önnur félög sem hafa verið að gera fína hluta að undanförnu og eru svo sem líkleg til að vilja að minnsta kosti klára tímabilið. Það er aftur á móti önnur saga hvort þau styðji það að láta stöðuna í dag gilda sem lokastöðu. GiveMeSport fór vel yfir hvað gæti legið á bak við ákvörðunartöku hvers liðs í deildinni og má sjá þá samantekt hér. Allt kemur þetta í ljós á fimmtudaginn og þá ætti að vera sett saman einhver raunhæf framtíðarsýn hjá ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Sjá meira