„Ég er bara ósammála Ásmundi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. nóvember 2020 22:41 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ásmundur Friðriksson eru flokkssystkin í Sjálfstæðisflokknum en eru á öndverðu meiði í afstöðu sinni til þungunarrofs. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist vera ósammála flokksbróður sínum Ásmundi Friðrikssyni sem lét þau orð falla í pontu Alþingis í vikunni að honum þætti of mörg þungunarrof vera framkvæmd hér á landi. Heitar umræður sköpuðust á Alþingi í vikunni í umræðu um þingsályktunartillögu Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns utan flokka, sem kveður á um að konum frá Evrópu sem ekki er heimilt að gangast undir þungunarrof í sínu heimalandi, verði gert kleift að gangast undir slíka aðgerð hér á landi. „Ég er bara ósammála Ásmundi,“ sagði Áslaug Arna í Víglínunni á Stöð 2 í dag, spurð um afstöðu sína til ummæla Ásmundar. „Umræðan fór kannski frá því að vera umræða um heilbrigðiskerfið yfir í einmitt þennan mikilvæga rétt kvenna sem við höfum tekið ákvörðun um að virða hér á landi. Það er kannski ákveðinn freistnivandi sem að maður sá í þessari umræðu sumra að draga þetta mál niður á eitthvað plan sem það er í sumum öðrum löndum,“ sagði Áslaug. Henni þyki leiðinlegt að fólk sé tilbúið að gera málefnið að því pólitíska þrætuepli sem þekkist í öðrum löndum og nefndi Áslaug sérstaklega ríki „sem að við höfum ekkert sérstaklega horft til í pólitískum samanburði,“ líkt og ráðherrann orðaði það. „Sú skoðun sem að ég aðhyllist í þessum málum hefur orðið ofan á í lagaumhverfinu hérlendis og mörgum þykir þessi mál snúin en þau eru viðkvæm en þau eru samt svo einföld,“ sagði Áslaug en Alþingi samþykkti í fyrra rýmri löggjöf um þungunarrof en Sjálfstæðisflokkurinn var klofinn í afstöðu sinni til málsins. „Að mínu viti eru það bara algjörlega sjálfsögð réttindi konunnar og það er enginn betur til þess fallinn en konan sjálf að taka ákvörðun um þungunarrof. Þetta er hennar líf og hennar líkami og á að vera hennar ákvörðun,“ sagði Áslaug. Henni þyki eðlilegt að gagnrýna íhaldsamt lagaumhverfi þeirra ríkja sem hafa strangar reglur um þungunarrof líkt og eigi við um Pólland. „Það er ekki síst sannfæring mín um frelsi og sjálfsákvörðunarrétt sem styður þessa skoðun mína og ég held að við megum passa það að fara ekki með þessa umræðu niður í þær skotgrafir sem hún er víðast hvar annars staðar,“ sagði Áslaug. Viðtalið við Áslaugu Örnu í Víglínunni má sjá í spilaranum hér að neðan. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Þungunarrof Jafnréttismál Víglínan Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist vera ósammála flokksbróður sínum Ásmundi Friðrikssyni sem lét þau orð falla í pontu Alþingis í vikunni að honum þætti of mörg þungunarrof vera framkvæmd hér á landi. Heitar umræður sköpuðust á Alþingi í vikunni í umræðu um þingsályktunartillögu Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns utan flokka, sem kveður á um að konum frá Evrópu sem ekki er heimilt að gangast undir þungunarrof í sínu heimalandi, verði gert kleift að gangast undir slíka aðgerð hér á landi. „Ég er bara ósammála Ásmundi,“ sagði Áslaug Arna í Víglínunni á Stöð 2 í dag, spurð um afstöðu sína til ummæla Ásmundar. „Umræðan fór kannski frá því að vera umræða um heilbrigðiskerfið yfir í einmitt þennan mikilvæga rétt kvenna sem við höfum tekið ákvörðun um að virða hér á landi. Það er kannski ákveðinn freistnivandi sem að maður sá í þessari umræðu sumra að draga þetta mál niður á eitthvað plan sem það er í sumum öðrum löndum,“ sagði Áslaug. Henni þyki leiðinlegt að fólk sé tilbúið að gera málefnið að því pólitíska þrætuepli sem þekkist í öðrum löndum og nefndi Áslaug sérstaklega ríki „sem að við höfum ekkert sérstaklega horft til í pólitískum samanburði,“ líkt og ráðherrann orðaði það. „Sú skoðun sem að ég aðhyllist í þessum málum hefur orðið ofan á í lagaumhverfinu hérlendis og mörgum þykir þessi mál snúin en þau eru viðkvæm en þau eru samt svo einföld,“ sagði Áslaug en Alþingi samþykkti í fyrra rýmri löggjöf um þungunarrof en Sjálfstæðisflokkurinn var klofinn í afstöðu sinni til málsins. „Að mínu viti eru það bara algjörlega sjálfsögð réttindi konunnar og það er enginn betur til þess fallinn en konan sjálf að taka ákvörðun um þungunarrof. Þetta er hennar líf og hennar líkami og á að vera hennar ákvörðun,“ sagði Áslaug. Henni þyki eðlilegt að gagnrýna íhaldsamt lagaumhverfi þeirra ríkja sem hafa strangar reglur um þungunarrof líkt og eigi við um Pólland. „Það er ekki síst sannfæring mín um frelsi og sjálfsákvörðunarrétt sem styður þessa skoðun mína og ég held að við megum passa það að fara ekki með þessa umræðu niður í þær skotgrafir sem hún er víðast hvar annars staðar,“ sagði Áslaug. Viðtalið við Áslaugu Örnu í Víglínunni má sjá í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Þungunarrof Jafnréttismál Víglínan Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira