„Veit ekki hver tilgangur þessa dómstóls er ef að stjórnin er hafin yfir leikreglur“ Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2020 12:49 KR-ingar áttu fína möguleika á að ná Evrópusæti í gegnum Pepsi Max-deildina eða Mjólkurbikarinn, þegar mótahaldi var hætt vegna ákvörðunar KSÍ. vísir/bára KR-ingar hafa ekki gefist upp í baráttu sinni fyrir því að keppni á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni í fótbolta verði kláruð. Framarar eru að meta sína stöðu með lögfræðingi. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vísaði í dag frá kæru KR og Fram á hendur stjórn KSÍ, á þeim forsendum að ekki væri heimild til að kæra KSÍ til nefndarinnar. Félögin hafa þrjá daga til að áfrýja úrskurðinum til áfrýjunardómstóls KSÍ. KR-ingar kröfðust þess að ákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október um að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppnum yrði felld úr gildi. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir KR, fjárhagslegir og íþróttalegir, en standi ákvörðun stjórnar KSÍ er öruggt að karlalið KR fer ekki í Evrópukeppni á næsta ári og kvennaliðið fellur. Fram var í baráttu við Leikni R. um að komast upp í úrvalsdeild þegar mótið var blásið af, og kærði þá ákvörðun að Leiknir færi upp um deild. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, sagði við Vísi að ljóst væri að KR myndi áfrýja niðurstöðunni. Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, sagði við Vísi að málið væri til skoðunar hjá félaginu. „Við munum fara með þetta mál lengra“ „Við eigum eftir að átta okkur á því í hvaða farveg sé réttast að setja þetta mál en við munum fara með þetta mál lengra, það er ekki spurning. Væntanlega fer það fyrir áfrýjunardómstól KSÍ, alla vega fyrst. Við munum í það minnsta leita okkar réttar gagnvart sambandinu,“ sagði Páll við Vísi. Aðspurður hvort ekki væri hætt við því að áfrýjunardómstóll KSÍ tæki sama pól í hæðina og aga- og úrskurðarnefnd svaraði Páll: „Ef dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að það sé ekki hægt að endurskoða ákvarðanir stjórnar þá er mér verulega brugðið. Ég tel að þessi niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar sé ekki rétt, og að málið eigi að minnsta kosti að fá efnislega umfjöllun. Ekki að málinu sé bara vísað frá af því að það sé ekki hægt að bera ákvörðun stjórnar undir dómstól. Ég veit ekki hver tilgangur þessa dómstóls er ef að stjórnin er hafin yfir leikreglur,“ sagði Páll. Páll sagði ljóst að ef til þess kæmi væri einnig hægt að fara með málið til áfrýjunardómstóls ÍSÍ, alþjóða íþróttadómstólsins eða fyrir íslenska dómstóla: „Við munum skoða alla okkar möguleika.“ KSÍ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Fram KR Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ Sjá meira
KR-ingar hafa ekki gefist upp í baráttu sinni fyrir því að keppni á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni í fótbolta verði kláruð. Framarar eru að meta sína stöðu með lögfræðingi. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vísaði í dag frá kæru KR og Fram á hendur stjórn KSÍ, á þeim forsendum að ekki væri heimild til að kæra KSÍ til nefndarinnar. Félögin hafa þrjá daga til að áfrýja úrskurðinum til áfrýjunardómstóls KSÍ. KR-ingar kröfðust þess að ákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október um að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppnum yrði felld úr gildi. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir KR, fjárhagslegir og íþróttalegir, en standi ákvörðun stjórnar KSÍ er öruggt að karlalið KR fer ekki í Evrópukeppni á næsta ári og kvennaliðið fellur. Fram var í baráttu við Leikni R. um að komast upp í úrvalsdeild þegar mótið var blásið af, og kærði þá ákvörðun að Leiknir færi upp um deild. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, sagði við Vísi að ljóst væri að KR myndi áfrýja niðurstöðunni. Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, sagði við Vísi að málið væri til skoðunar hjá félaginu. „Við munum fara með þetta mál lengra“ „Við eigum eftir að átta okkur á því í hvaða farveg sé réttast að setja þetta mál en við munum fara með þetta mál lengra, það er ekki spurning. Væntanlega fer það fyrir áfrýjunardómstól KSÍ, alla vega fyrst. Við munum í það minnsta leita okkar réttar gagnvart sambandinu,“ sagði Páll við Vísi. Aðspurður hvort ekki væri hætt við því að áfrýjunardómstóll KSÍ tæki sama pól í hæðina og aga- og úrskurðarnefnd svaraði Páll: „Ef dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að það sé ekki hægt að endurskoða ákvarðanir stjórnar þá er mér verulega brugðið. Ég tel að þessi niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar sé ekki rétt, og að málið eigi að minnsta kosti að fá efnislega umfjöllun. Ekki að málinu sé bara vísað frá af því að það sé ekki hægt að bera ákvörðun stjórnar undir dómstól. Ég veit ekki hver tilgangur þessa dómstóls er ef að stjórnin er hafin yfir leikreglur,“ sagði Páll. Páll sagði ljóst að ef til þess kæmi væri einnig hægt að fara með málið til áfrýjunardómstóls ÍSÍ, alþjóða íþróttadómstólsins eða fyrir íslenska dómstóla: „Við munum skoða alla okkar möguleika.“
KSÍ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Fram KR Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ Sjá meira