„Veit ekki hver tilgangur þessa dómstóls er ef að stjórnin er hafin yfir leikreglur“ Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2020 12:49 KR-ingar áttu fína möguleika á að ná Evrópusæti í gegnum Pepsi Max-deildina eða Mjólkurbikarinn, þegar mótahaldi var hætt vegna ákvörðunar KSÍ. vísir/bára KR-ingar hafa ekki gefist upp í baráttu sinni fyrir því að keppni á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni í fótbolta verði kláruð. Framarar eru að meta sína stöðu með lögfræðingi. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vísaði í dag frá kæru KR og Fram á hendur stjórn KSÍ, á þeim forsendum að ekki væri heimild til að kæra KSÍ til nefndarinnar. Félögin hafa þrjá daga til að áfrýja úrskurðinum til áfrýjunardómstóls KSÍ. KR-ingar kröfðust þess að ákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október um að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppnum yrði felld úr gildi. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir KR, fjárhagslegir og íþróttalegir, en standi ákvörðun stjórnar KSÍ er öruggt að karlalið KR fer ekki í Evrópukeppni á næsta ári og kvennaliðið fellur. Fram var í baráttu við Leikni R. um að komast upp í úrvalsdeild þegar mótið var blásið af, og kærði þá ákvörðun að Leiknir færi upp um deild. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, sagði við Vísi að ljóst væri að KR myndi áfrýja niðurstöðunni. Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, sagði við Vísi að málið væri til skoðunar hjá félaginu. „Við munum fara með þetta mál lengra“ „Við eigum eftir að átta okkur á því í hvaða farveg sé réttast að setja þetta mál en við munum fara með þetta mál lengra, það er ekki spurning. Væntanlega fer það fyrir áfrýjunardómstól KSÍ, alla vega fyrst. Við munum í það minnsta leita okkar réttar gagnvart sambandinu,“ sagði Páll við Vísi. Aðspurður hvort ekki væri hætt við því að áfrýjunardómstóll KSÍ tæki sama pól í hæðina og aga- og úrskurðarnefnd svaraði Páll: „Ef dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að það sé ekki hægt að endurskoða ákvarðanir stjórnar þá er mér verulega brugðið. Ég tel að þessi niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar sé ekki rétt, og að málið eigi að minnsta kosti að fá efnislega umfjöllun. Ekki að málinu sé bara vísað frá af því að það sé ekki hægt að bera ákvörðun stjórnar undir dómstól. Ég veit ekki hver tilgangur þessa dómstóls er ef að stjórnin er hafin yfir leikreglur,“ sagði Páll. Páll sagði ljóst að ef til þess kæmi væri einnig hægt að fara með málið til áfrýjunardómstóls ÍSÍ, alþjóða íþróttadómstólsins eða fyrir íslenska dómstóla: „Við munum skoða alla okkar möguleika.“ KSÍ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Fram KR Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
KR-ingar hafa ekki gefist upp í baráttu sinni fyrir því að keppni á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni í fótbolta verði kláruð. Framarar eru að meta sína stöðu með lögfræðingi. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vísaði í dag frá kæru KR og Fram á hendur stjórn KSÍ, á þeim forsendum að ekki væri heimild til að kæra KSÍ til nefndarinnar. Félögin hafa þrjá daga til að áfrýja úrskurðinum til áfrýjunardómstóls KSÍ. KR-ingar kröfðust þess að ákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október um að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppnum yrði felld úr gildi. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir KR, fjárhagslegir og íþróttalegir, en standi ákvörðun stjórnar KSÍ er öruggt að karlalið KR fer ekki í Evrópukeppni á næsta ári og kvennaliðið fellur. Fram var í baráttu við Leikni R. um að komast upp í úrvalsdeild þegar mótið var blásið af, og kærði þá ákvörðun að Leiknir færi upp um deild. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, sagði við Vísi að ljóst væri að KR myndi áfrýja niðurstöðunni. Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, sagði við Vísi að málið væri til skoðunar hjá félaginu. „Við munum fara með þetta mál lengra“ „Við eigum eftir að átta okkur á því í hvaða farveg sé réttast að setja þetta mál en við munum fara með þetta mál lengra, það er ekki spurning. Væntanlega fer það fyrir áfrýjunardómstól KSÍ, alla vega fyrst. Við munum í það minnsta leita okkar réttar gagnvart sambandinu,“ sagði Páll við Vísi. Aðspurður hvort ekki væri hætt við því að áfrýjunardómstóll KSÍ tæki sama pól í hæðina og aga- og úrskurðarnefnd svaraði Páll: „Ef dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að það sé ekki hægt að endurskoða ákvarðanir stjórnar þá er mér verulega brugðið. Ég tel að þessi niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar sé ekki rétt, og að málið eigi að minnsta kosti að fá efnislega umfjöllun. Ekki að málinu sé bara vísað frá af því að það sé ekki hægt að bera ákvörðun stjórnar undir dómstól. Ég veit ekki hver tilgangur þessa dómstóls er ef að stjórnin er hafin yfir leikreglur,“ sagði Páll. Páll sagði ljóst að ef til þess kæmi væri einnig hægt að fara með málið til áfrýjunardómstóls ÍSÍ, alþjóða íþróttadómstólsins eða fyrir íslenska dómstóla: „Við munum skoða alla okkar möguleika.“
KSÍ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Fram KR Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira