Erlent

Dánar­til­kynningar heims­frægra birtar fyrir slysni

Sylvía Hall skrifar
Tilkynningar um andlát Pelé, Elísabetar og Clint Eastwood voru óvart birtar.
Tilkynningar um andlát Pelé, Elísabetar og Clint Eastwood voru óvart birtar. Vísir/Getty

Á heimasíðu frönsku útvarpsstöðvarinnar Radio France Internationale birtust tilkynningar um andlát margra þekktustu einstaklinga í heimi. Flestar tilkynningarnar voru um stórstjörnur sem enn eru á lífi. 

Á meðal þeirra sem voru sögð látin voru Elísabet Englandsdrottning, leikarinn Clint Eastwood og knattspyrnumaðurinn Pelé.

Dánartilkynningarnar birtust á síðunni vegna tæknivillu að sögn stöðvarinnar, en verið var að flytja heimasíðuna og efni hennar yfir í nýtt stýrikerfi. „Við biðjum alla hlutaðeigandi afsökunar sem og þá sem fylgjast með og treysta okkur,“ sagði í yfirlýsingu.

Um hundrað óbirtar greinar í vinnslu fóru í birtingu á sama tíma.

Breska ríkisútvarpið greinir frá tæknimistökunum en þar er bent á að fjölmargir fjölmiðlar undirbúa dánartilkynningar um þekkta einstaklinga svo hægt sé að birta það fljótlega eftir andlát þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×