Aron Pálmarsson vill að hætt verði við HM í handbolta í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2020 08:03 Aron Pálmarsson í landsleik í Laugardalshöllinni. Vísir/Andri Marinó Aron Pálmarsson og félagar hans í íslenska handboltalandsliðinu eru á leiðinni til Egyptalands í janúar til að keppa á HM í handbolta. Þetta verður fyrsta stórmótið síðan að Aron tók alfarið við fyrirliðastöðu íslenska landsliðsins. Aron er hins vegar í hópi margra sem telja það vera út í hött að halda heimsmeistaramót í miðjum heimsfaraldri. „Það á að aflýsa þessu móti. Ég skil ekki hvers vegna er verið að fljúga okkur þagnað og láta okkur spila um verðlaun undir þessum kringumstæðum,“ sagði Aron Pálmarsson í viðtali við þýska miðilinn NDR. Der deutsche Nationalspieler Patrick #Wiencek vom #THWKiel hat sich gegen die Austragung der #HandballWM im Januar in Ägypten ausgesprochen - und ist damit nicht der einzige. https://t.co/0WVTmQUd4J— NDR Sport (@NDRsport) November 16, 2020 Aron er ekki eina handboltastjarnan sem vill hætta við heimsmeistaramótið því í þeim hópi eru líka þýski landsliðsmaðurinn Patrick Wiencek og hinn króatíski Domagoj Duvnjak sem leikur með THW Kiel. „Það er engin spurning að það á að aflýsa þessu móti. Það eru mikilvægari hlutir en HM, eins og heilsa fólks, og því miður gleymist það fljótt,“ sagði Patrick Wiencek. „Þetta er of hættulegt,“ sagði Domagoj Duvnjak. TV2 í Danmörku segir frá þessum óánægjuröddum meðal bestu handboltamanna heims og þá er líka búist við því að fleiri stjörnur láti heyra í sér á næstunni. Þjóðverjinn Uwe Gensheimer er aftur á móti í hópi þeirra sem telur að handboltinn þurfi á þessu heimsmeistaramóti að halda. „Á hverju ári þá horfa milljónir á HM í sjónvarpinu og það hjálpar íþróttinni okkar gríðarlega mikið. Við þurfum á þessu móti að halda,“ sagði Uwe Gensheimer. Heimsmeistaramótið í handbolta í janúar átti að vera sögulegt mót því í fyrsta sinn taka þátt í því 32 þjóðir. Mótið er líka haldið í heimalandi forseta Alþjóða handboltasambandsins, Hassan Moustafa, sem eykur líkurnar á því að það verði pressað í gegn. https://t.co/UPtMlAC5RM— Bent Nyegaard (@BentNyegaard) November 16, 2020 Danski landsliðsmaðurinn Henrik Møllgaard er viss um að þessu heimsmeistaramóti verði aldrei frestað. „Málið er að þetta mót á að fara fram í Egyptalandi, hjá doktor Hassan Moustafa. Ég er því hundrað prósent viss um að þetta heimsmeistaramót fari fram. Hann mun ekki aflýsa því,“ sagði Henrik Møllgaard við TV 2 Sport. Stærð mótsins með 32 liðum gerir það enn flóknara verkefni að halda slíkt mót og flækjustigið er mikið ekki síst þegar kórónuveiran herjar að úr öllum áttum. Guðmundur Guðmundsson gat tilkynnt inn 35 leikmenn sem koma til greina í HM-hópinn hans en það eru sjö fleiri en vanalega. Þá verða tuttugu leikmenn í lokahópnum í stað átján eins og venjulega. Bæði kemur til vegna kórónuveirufaraldursins. Ísland er í riðli með Portúgal, Alsír og Marokkó á HM en þrjú efstu liðin komst í milliriðil. Tvö lið úr hverjum milliriðli komast síðan í átta liða úrslit en heimsmeistaramótið klárast síðan á útsláttarkeppni milli átta bestu þjóðanna. HM 2021 í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Aron Pálmarsson og félagar hans í íslenska handboltalandsliðinu eru á leiðinni til Egyptalands í janúar til að keppa á HM í handbolta. Þetta verður fyrsta stórmótið síðan að Aron tók alfarið við fyrirliðastöðu íslenska landsliðsins. Aron er hins vegar í hópi margra sem telja það vera út í hött að halda heimsmeistaramót í miðjum heimsfaraldri. „Það á að aflýsa þessu móti. Ég skil ekki hvers vegna er verið að fljúga okkur þagnað og láta okkur spila um verðlaun undir þessum kringumstæðum,“ sagði Aron Pálmarsson í viðtali við þýska miðilinn NDR. Der deutsche Nationalspieler Patrick #Wiencek vom #THWKiel hat sich gegen die Austragung der #HandballWM im Januar in Ägypten ausgesprochen - und ist damit nicht der einzige. https://t.co/0WVTmQUd4J— NDR Sport (@NDRsport) November 16, 2020 Aron er ekki eina handboltastjarnan sem vill hætta við heimsmeistaramótið því í þeim hópi eru líka þýski landsliðsmaðurinn Patrick Wiencek og hinn króatíski Domagoj Duvnjak sem leikur með THW Kiel. „Það er engin spurning að það á að aflýsa þessu móti. Það eru mikilvægari hlutir en HM, eins og heilsa fólks, og því miður gleymist það fljótt,“ sagði Patrick Wiencek. „Þetta er of hættulegt,“ sagði Domagoj Duvnjak. TV2 í Danmörku segir frá þessum óánægjuröddum meðal bestu handboltamanna heims og þá er líka búist við því að fleiri stjörnur láti heyra í sér á næstunni. Þjóðverjinn Uwe Gensheimer er aftur á móti í hópi þeirra sem telur að handboltinn þurfi á þessu heimsmeistaramóti að halda. „Á hverju ári þá horfa milljónir á HM í sjónvarpinu og það hjálpar íþróttinni okkar gríðarlega mikið. Við þurfum á þessu móti að halda,“ sagði Uwe Gensheimer. Heimsmeistaramótið í handbolta í janúar átti að vera sögulegt mót því í fyrsta sinn taka þátt í því 32 þjóðir. Mótið er líka haldið í heimalandi forseta Alþjóða handboltasambandsins, Hassan Moustafa, sem eykur líkurnar á því að það verði pressað í gegn. https://t.co/UPtMlAC5RM— Bent Nyegaard (@BentNyegaard) November 16, 2020 Danski landsliðsmaðurinn Henrik Møllgaard er viss um að þessu heimsmeistaramóti verði aldrei frestað. „Málið er að þetta mót á að fara fram í Egyptalandi, hjá doktor Hassan Moustafa. Ég er því hundrað prósent viss um að þetta heimsmeistaramót fari fram. Hann mun ekki aflýsa því,“ sagði Henrik Møllgaard við TV 2 Sport. Stærð mótsins með 32 liðum gerir það enn flóknara verkefni að halda slíkt mót og flækjustigið er mikið ekki síst þegar kórónuveiran herjar að úr öllum áttum. Guðmundur Guðmundsson gat tilkynnt inn 35 leikmenn sem koma til greina í HM-hópinn hans en það eru sjö fleiri en vanalega. Þá verða tuttugu leikmenn í lokahópnum í stað átján eins og venjulega. Bæði kemur til vegna kórónuveirufaraldursins. Ísland er í riðli með Portúgal, Alsír og Marokkó á HM en þrjú efstu liðin komst í milliriðil. Tvö lið úr hverjum milliriðli komast síðan í átta liða úrslit en heimsmeistaramótið klárast síðan á útsláttarkeppni milli átta bestu þjóðanna.
HM 2021 í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða