Styttri vinnuvika en engin hlé? Garðar Hilmarsson skrifar 17. nóvember 2020 13:01 Nú er unnið hörðum höndum að því innan fjölmargra vinnustaða (okkar) félagsmanna Sameykis og annarra aðildarfélaga BSRB að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36. Þetta eru sannarlega breytingar sem marka tímamót og sem munu hafa mikil og góð áhrif á vinnumenningu okkar, heilsu og fjölskyldulíf. Meginmarkmið breytinganna er að stuðla að umbótum í starfsemi stofnana, bæta vinnustaðamenningu og auka samræmingu vinnu og einkalífs án þess þó að það dragi úr skilvirkni og gæðum þjónustu eða skerði laun starfsfólks. Útfærsla styttingarinnar er í höndum starfsmanna og stjórnanda hvers vinnustaðar þar sem allir vinna saman að góðri lausn fyrir sig og sinn vinnustað. Útfærslurnar eru margar og misjafnar en allar miða þær að því að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 stundir, í síðasta lagi fyrir árslok 2020. Í umræðunni um styttingu vinnuvikunnar hefur gætt ákveðins misskilnings þess efnis að nú eigi starfsmenn að vinna allan daginn í hálfgerðu akkorði, án hefðbundins matar- og kaffihlés. Þetta er ekki rétt og það vonast ég til að leiðréttist hér með. Meginmarkmiðið með breytingunum er að starfsfólk og stjórnendur finni leið til að skipuleggja vinnutímann betur. Hefðbundin neysluhlé verða áfram á sínum stað. Til þess að stytta vinnuvikuna niður í 36 tíma má hins vegar gera hefðbundin neysluhlé, eins og kaffitíma fyrir og eftir hádegi og hádegishlé, hluta af vinnutímanum. Í þeirri úrfærslu sem gerir ráð fyrir að neysluhléin séu hluti af vinnutíma „á“ starfsmaðurinn ekki lengur sinn hádegismat. Þetta þýðir til dæmis að hann getur ekki farið af vinnustaðnum í hádeginu til að útrétta, en vinnuveitandi getur aldrei fellt þessi neysluhlé niður, starfsmaðurinn á rétt á hefðbundnum neysluhléum eftir sem áður. Markmiðið með breytingunum er ekki að auka streitu á vinnustaðnum heldur þvert á móti er þeim ætlað að móta streituminna umhverfi. Því hefur verið lögð mikil áhersla á að allir sem vinna að þessu mikilvæga verkefni vinni það í sameiningu. Það eru starfsmennirnir sem þekkja verkefnin best og þess vegna óhjákvæmilegt að þeir taki virkan þátt í því að ákveða hvernig styttingin verður og hvernig skipulagi vinnunnar og verkefnanna verður best við komið til þess að styttingin komi sem allra best út, bæði fyrir starfsmennina og vinnustaðinn. Það er krefjandi verkefni að undirbúa vinnutímabreytingar sem fela í sér fjögurra klukkustunda styttingu vinnuvikunnar en það er sannarlega til mikils að vinna fyrir starfsfólkið, vinnustaðinn og samfélagið í heild. Því er mikilvægt að vinna verkefnið í sameiningu og í takt við það sem passar hverjum og einum vinnustað, án þess að skerða matar- og kaffitíma, því það er hverjum starfsmanni nauðsyn að komast frá verkefnum sínum í stutta stund og nærast. Eins og áður sagði er eitt af markmiðum breytinganna það að bæta vinnuumhverfið og stuðla að betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það hefur bein áhrif á líðan starfsmanna en margir sem nú þegar hafa upplifað styttingu vinnuvikunnar á eigin skinni, til dæmis með þátttöku í tilraunaverkefni ríkis og borgar, nefna meðal annars að hún feli í sér mun meiri lífsgæði en þeir hefðu reiknað með. Vinnutíminn hefði verið styttri en virkari og tíminn með fjölskyldunni orðið meiri og líðanin betri. Það hlýtur að vera það sem við stefnum að. Höfundur greinarinnar er varaformaður Sameykis stéttarfélag í almannaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú er unnið hörðum höndum að því innan fjölmargra vinnustaða (okkar) félagsmanna Sameykis og annarra aðildarfélaga BSRB að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36. Þetta eru sannarlega breytingar sem marka tímamót og sem munu hafa mikil og góð áhrif á vinnumenningu okkar, heilsu og fjölskyldulíf. Meginmarkmið breytinganna er að stuðla að umbótum í starfsemi stofnana, bæta vinnustaðamenningu og auka samræmingu vinnu og einkalífs án þess þó að það dragi úr skilvirkni og gæðum þjónustu eða skerði laun starfsfólks. Útfærsla styttingarinnar er í höndum starfsmanna og stjórnanda hvers vinnustaðar þar sem allir vinna saman að góðri lausn fyrir sig og sinn vinnustað. Útfærslurnar eru margar og misjafnar en allar miða þær að því að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 stundir, í síðasta lagi fyrir árslok 2020. Í umræðunni um styttingu vinnuvikunnar hefur gætt ákveðins misskilnings þess efnis að nú eigi starfsmenn að vinna allan daginn í hálfgerðu akkorði, án hefðbundins matar- og kaffihlés. Þetta er ekki rétt og það vonast ég til að leiðréttist hér með. Meginmarkmiðið með breytingunum er að starfsfólk og stjórnendur finni leið til að skipuleggja vinnutímann betur. Hefðbundin neysluhlé verða áfram á sínum stað. Til þess að stytta vinnuvikuna niður í 36 tíma má hins vegar gera hefðbundin neysluhlé, eins og kaffitíma fyrir og eftir hádegi og hádegishlé, hluta af vinnutímanum. Í þeirri úrfærslu sem gerir ráð fyrir að neysluhléin séu hluti af vinnutíma „á“ starfsmaðurinn ekki lengur sinn hádegismat. Þetta þýðir til dæmis að hann getur ekki farið af vinnustaðnum í hádeginu til að útrétta, en vinnuveitandi getur aldrei fellt þessi neysluhlé niður, starfsmaðurinn á rétt á hefðbundnum neysluhléum eftir sem áður. Markmiðið með breytingunum er ekki að auka streitu á vinnustaðnum heldur þvert á móti er þeim ætlað að móta streituminna umhverfi. Því hefur verið lögð mikil áhersla á að allir sem vinna að þessu mikilvæga verkefni vinni það í sameiningu. Það eru starfsmennirnir sem þekkja verkefnin best og þess vegna óhjákvæmilegt að þeir taki virkan þátt í því að ákveða hvernig styttingin verður og hvernig skipulagi vinnunnar og verkefnanna verður best við komið til þess að styttingin komi sem allra best út, bæði fyrir starfsmennina og vinnustaðinn. Það er krefjandi verkefni að undirbúa vinnutímabreytingar sem fela í sér fjögurra klukkustunda styttingu vinnuvikunnar en það er sannarlega til mikils að vinna fyrir starfsfólkið, vinnustaðinn og samfélagið í heild. Því er mikilvægt að vinna verkefnið í sameiningu og í takt við það sem passar hverjum og einum vinnustað, án þess að skerða matar- og kaffitíma, því það er hverjum starfsmanni nauðsyn að komast frá verkefnum sínum í stutta stund og nærast. Eins og áður sagði er eitt af markmiðum breytinganna það að bæta vinnuumhverfið og stuðla að betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það hefur bein áhrif á líðan starfsmanna en margir sem nú þegar hafa upplifað styttingu vinnuvikunnar á eigin skinni, til dæmis með þátttöku í tilraunaverkefni ríkis og borgar, nefna meðal annars að hún feli í sér mun meiri lífsgæði en þeir hefðu reiknað með. Vinnutíminn hefði verið styttri en virkari og tíminn með fjölskyldunni orðið meiri og líðanin betri. Það hlýtur að vera það sem við stefnum að. Höfundur greinarinnar er varaformaður Sameykis stéttarfélag í almannaþjónustu.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar