Dómsmál ráðherra en ekki Lilju Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 15:37 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. vísir/vilhelm Menntamálaráðherra var í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag krafin svara um ummæli sín í Sprengisandi á sunnudag. Þar ræddi Lilja Alfreðsdóttir um ráðuneytisstjóramálið svokallaða. Aðspurð í Sprengisandi hvort hún hefði gengið of harkalega fram með málshöfðun sinni sagði Lilja: „Nei. Ég er ráðherra, ég er líka einstaklingur og verð alveg eins og allir aðrir í íslensku samfélagi að geta sótt minn rétt telji ég brotið á mér.“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði hvort það væri raunverulega skoðun ráðherra að þetta dómsmál snúist um persónu Lilju Alfreðsdóttur. „Þessi ummæli ráðherra eru merkileg og merkileg fyrir margra hluta sakir. Réttinn til að fara í mál hefur hún vitaskuld. Það er óumdeilt, en ráðherra þarf að vera meðvitaður um að það er ráðherra sem er þarna stefna konu fyrir dóm. Þetta er dómsmál ráðherrans og þetta er dómsmál ráðherrans í nafni ríkisstjórnarinnar. Í þessu felst ekki einhver afstaða einstaklings úti í bæ og þetta er algjört grundvallaratriði í umræðunni. Því þetta snýst um það hvernig þessi ráðherra starfar, og hvernig hún beitir valdi sínu,“ sagði Þorbjörg. „Mitt svar er einfalt og það er nei.“ Lilja svaraði því til að málsóknin væri eina leiðin til að sækjast eftir ógildingu. „Ef það er orðið svo að stjórnmálamenn eru orðnir hræddir við að standa með sannfæringu sinni af hverju eru þeir í stjórnmálum? Er það að beitu hörku að fara fram á ógildingu á máli sem þú ert ekki sammála? Ég spyr bara; viljum við hafa stjórnmálamenn eða stjórnmálakonur sem hafa ekki kjark eða þor til að standa með því sem þeir gera?“ spurði Lilja. „Mitt svar er einfalt og það er nei.“ Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jafnréttismál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira
Menntamálaráðherra var í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag krafin svara um ummæli sín í Sprengisandi á sunnudag. Þar ræddi Lilja Alfreðsdóttir um ráðuneytisstjóramálið svokallaða. Aðspurð í Sprengisandi hvort hún hefði gengið of harkalega fram með málshöfðun sinni sagði Lilja: „Nei. Ég er ráðherra, ég er líka einstaklingur og verð alveg eins og allir aðrir í íslensku samfélagi að geta sótt minn rétt telji ég brotið á mér.“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði hvort það væri raunverulega skoðun ráðherra að þetta dómsmál snúist um persónu Lilju Alfreðsdóttur. „Þessi ummæli ráðherra eru merkileg og merkileg fyrir margra hluta sakir. Réttinn til að fara í mál hefur hún vitaskuld. Það er óumdeilt, en ráðherra þarf að vera meðvitaður um að það er ráðherra sem er þarna stefna konu fyrir dóm. Þetta er dómsmál ráðherrans og þetta er dómsmál ráðherrans í nafni ríkisstjórnarinnar. Í þessu felst ekki einhver afstaða einstaklings úti í bæ og þetta er algjört grundvallaratriði í umræðunni. Því þetta snýst um það hvernig þessi ráðherra starfar, og hvernig hún beitir valdi sínu,“ sagði Þorbjörg. „Mitt svar er einfalt og það er nei.“ Lilja svaraði því til að málsóknin væri eina leiðin til að sækjast eftir ógildingu. „Ef það er orðið svo að stjórnmálamenn eru orðnir hræddir við að standa með sannfæringu sinni af hverju eru þeir í stjórnmálum? Er það að beitu hörku að fara fram á ógildingu á máli sem þú ert ekki sammála? Ég spyr bara; viljum við hafa stjórnmálamenn eða stjórnmálakonur sem hafa ekki kjark eða þor til að standa með því sem þeir gera?“ spurði Lilja. „Mitt svar er einfalt og það er nei.“
Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jafnréttismál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira