Leghálskrabbamein heyri sögunni til (með gjaldfrjálsri skimun) Ágúst Ingi Ágústsson og Halla Þorvaldsdóttir skrifa 17. nóvember 2020 15:01 Í dag, þann 17. nóvember 2020 hefst átak WHO, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, til þess að útrýma leghálskrabbameini. Átakið markar tímamót því þetta er í fyrsta sinn sem sett er það markmið að útrýma ákveðinni tegund krabbameins alls staðar í heiminum og var samþykkt á World Health Assembly í ágúst sl. Markmið WHO er vissulega háleitt en góðu fréttirnar eru ekki langt undan; þetta markmið er nefnilega raunhæft og mun hafa stórkostlega þýðingu fyrir heilsu kvenna um allan heim. Einn besti árangurinn á Íslandi Á Íslandi búum við svo vel að vera í fremstu röð á heimsvísu þegar kemur að árangri skimunar fyrir krabbameini í leghálsi. Dánartíðni á Íslandi er 2 dauðsföll á ári, á hverjar 100.000 konur, sem er sambærilegt við það besta í Evrópu og Norður-Ameríku. Nýgengi á Íslandi eru nú 9,3 tilfelli á hverjar 100.000 konur, sem er ögn lægra hlutfall en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Þessi árangur hefur náðst með samstilltu átaki um skimun fyrir leghálskrabbameini hjá konum en Krabbameinsskráin áætlar að skimun Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands hafi komið í veg fyrir um 500 dauðsföll af völdum leghálskrabbameins frá því skimun hófst árið 1964. Skipulögð bólusetning 12 ára stúlkna fyrir HPV-veirum, sem valda leghálskrabbameini, hófst á Íslandi árið 2011 og mun draga enn frekar úr nýgengi leghálskrabbameins. Á sumum Norðurlöndunum eru drengir einnig bólusettir fyrir HPV-veirum, svo er ekki hér á landi. Gjaldfrjáls skimun skiptir máli Það er staðreynd að þátttaka kvenna í skimunum fyrir leghálskrabbameinum hefur lækkað nokkuð hér á landi allt frá upphafi. Breyting varð á því, frá og með seinni hluta árs 2018 þegar Krabbameinsfélagið greip til sérstakra aðgerða til að auka þátttöku kvenna. Sú aukning hefur viðhaldist, ef frá eru talin áhrif af Covid-19. Komum 23 – 65 ára kvenna í skimun fyrir leghálskrabbameini fjölgaði um 15% milli áranna 2018 og 2019. Afar mikilvægt er að tryggja jafnt aðgengi kvenna að skimun fyrir leghálskrabbameinum. Á Norðurlöndunum, að Íslandi og Noregi undanskildum, er skimun gjaldfrjáls, einmitt til að tryggja að allar konur geti nýtt sér skimunina, óháð efnahag. Krabbameinsfélagið ákvað að gera könnun á því hvort gjaldfrjáls skimun skipti máli, á árinu 2019 og bauð 23 ára konum gjaldfrjálsa skimun. Árangurinn var augljós. Komum þeirra fjölgaði um 36% milli áranna 2018 og 2019. Vegna þess hve árangurinn var mikill ákvað félagið að endurtaka leikinn árið 2020. Það var mögulegt fyrir tilstilli erfðagjafar frá innanhússarkitektinum Láru Vigfúsdóttur frá Vestmannaeyjum. Ástæða er til að staldra við og þakka innilega fyrir gjöfina, sem hefur heldur betur skilað sér beint til ungra kvenna í landinu. Könnun sem gerð var meðal þessara kvenna leiddi í ljós að 95% þeirra sögðu ókeypis skimun hafa hvatt þær sérstaklega til að mæta og 27% sögðust ekki hefðu nýtt sér boð um skimun nema af því að hún var ókeypis. Af þessu má draga þá ályktun að gjaldtaka fyrir skimun dregur verulega úr þátttöku, í það minnsta hjá yngsta hópnum. Enginn vafi leikur á að áframhaldandi skimun og HPV-bólusetning skiptir sköpum varðandi það að útrýma leghálskrabbameini. Tilraun Krabbameinsfélagsins undirstrikar mikilvægi þess að skimunin sé gjaldfrjáls. Skimun fyrir leghálskrabbameini færist til heilsugæslunnar um áramót. Forsvarsfólk hennar hafa lýst yfir að líklega verði hægt að hafa skimunina gjaldfrjálsa fyrir alla, verði fjárveitingar Alþingis til verkefnisins eins og hingað til. Það er í samræmi við tillögur skimunarráðs sem ráðherra hefur tekið undir. Það verður framfaraskref og færir Ísland í hóp með hinum Norðurlandanna sem tryggja jafnt aðgengi með gjaldfrjálsri skimun. Ágúst Ingi Ágústsson er sviðsstjóri Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Halla Þorvaldsdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Sjá meira
Í dag, þann 17. nóvember 2020 hefst átak WHO, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, til þess að útrýma leghálskrabbameini. Átakið markar tímamót því þetta er í fyrsta sinn sem sett er það markmið að útrýma ákveðinni tegund krabbameins alls staðar í heiminum og var samþykkt á World Health Assembly í ágúst sl. Markmið WHO er vissulega háleitt en góðu fréttirnar eru ekki langt undan; þetta markmið er nefnilega raunhæft og mun hafa stórkostlega þýðingu fyrir heilsu kvenna um allan heim. Einn besti árangurinn á Íslandi Á Íslandi búum við svo vel að vera í fremstu röð á heimsvísu þegar kemur að árangri skimunar fyrir krabbameini í leghálsi. Dánartíðni á Íslandi er 2 dauðsföll á ári, á hverjar 100.000 konur, sem er sambærilegt við það besta í Evrópu og Norður-Ameríku. Nýgengi á Íslandi eru nú 9,3 tilfelli á hverjar 100.000 konur, sem er ögn lægra hlutfall en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Þessi árangur hefur náðst með samstilltu átaki um skimun fyrir leghálskrabbameini hjá konum en Krabbameinsskráin áætlar að skimun Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands hafi komið í veg fyrir um 500 dauðsföll af völdum leghálskrabbameins frá því skimun hófst árið 1964. Skipulögð bólusetning 12 ára stúlkna fyrir HPV-veirum, sem valda leghálskrabbameini, hófst á Íslandi árið 2011 og mun draga enn frekar úr nýgengi leghálskrabbameins. Á sumum Norðurlöndunum eru drengir einnig bólusettir fyrir HPV-veirum, svo er ekki hér á landi. Gjaldfrjáls skimun skiptir máli Það er staðreynd að þátttaka kvenna í skimunum fyrir leghálskrabbameinum hefur lækkað nokkuð hér á landi allt frá upphafi. Breyting varð á því, frá og með seinni hluta árs 2018 þegar Krabbameinsfélagið greip til sérstakra aðgerða til að auka þátttöku kvenna. Sú aukning hefur viðhaldist, ef frá eru talin áhrif af Covid-19. Komum 23 – 65 ára kvenna í skimun fyrir leghálskrabbameini fjölgaði um 15% milli áranna 2018 og 2019. Afar mikilvægt er að tryggja jafnt aðgengi kvenna að skimun fyrir leghálskrabbameinum. Á Norðurlöndunum, að Íslandi og Noregi undanskildum, er skimun gjaldfrjáls, einmitt til að tryggja að allar konur geti nýtt sér skimunina, óháð efnahag. Krabbameinsfélagið ákvað að gera könnun á því hvort gjaldfrjáls skimun skipti máli, á árinu 2019 og bauð 23 ára konum gjaldfrjálsa skimun. Árangurinn var augljós. Komum þeirra fjölgaði um 36% milli áranna 2018 og 2019. Vegna þess hve árangurinn var mikill ákvað félagið að endurtaka leikinn árið 2020. Það var mögulegt fyrir tilstilli erfðagjafar frá innanhússarkitektinum Láru Vigfúsdóttur frá Vestmannaeyjum. Ástæða er til að staldra við og þakka innilega fyrir gjöfina, sem hefur heldur betur skilað sér beint til ungra kvenna í landinu. Könnun sem gerð var meðal þessara kvenna leiddi í ljós að 95% þeirra sögðu ókeypis skimun hafa hvatt þær sérstaklega til að mæta og 27% sögðust ekki hefðu nýtt sér boð um skimun nema af því að hún var ókeypis. Af þessu má draga þá ályktun að gjaldtaka fyrir skimun dregur verulega úr þátttöku, í það minnsta hjá yngsta hópnum. Enginn vafi leikur á að áframhaldandi skimun og HPV-bólusetning skiptir sköpum varðandi það að útrýma leghálskrabbameini. Tilraun Krabbameinsfélagsins undirstrikar mikilvægi þess að skimunin sé gjaldfrjáls. Skimun fyrir leghálskrabbameini færist til heilsugæslunnar um áramót. Forsvarsfólk hennar hafa lýst yfir að líklega verði hægt að hafa skimunina gjaldfrjálsa fyrir alla, verði fjárveitingar Alþingis til verkefnisins eins og hingað til. Það er í samræmi við tillögur skimunarráðs sem ráðherra hefur tekið undir. Það verður framfaraskref og færir Ísland í hóp með hinum Norðurlandanna sem tryggja jafnt aðgengi með gjaldfrjálsri skimun. Ágúst Ingi Ágústsson er sviðsstjóri Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun