Ertu ekki örugglega búinn að endurfjármagna húsnæðislánið þitt? Vilhjálmur Birgisson skrifar 20. nóvember 2020 11:30 Eitt af aðalmarkmiðum okkar sem komu að gerð Lífskjarasamningsins var að auka ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna með fleiri þáttum en bara beinum launabreytingum. Þar horfðum við meðal annars á að ná að skapa skilyrði til þess að ná niður því okurvaxtaumhverfi sem íslenskir neytendur og heimili hafa þurft að búa við áratugum saman. Það má klárlega segja að þetta markmið okkar hafi gengið eftir að miklu leyti og nægir að nefna í þessu samhengi að stýrivextir Seðlabankans hafa lækkað frá undirritun Lífskjarasamningsins sem var í apríl 2019 úr 4,5% í 0,75%. Vissulega má gagnrýna fjármálakerfið sem hefur því miður ekki skilað þessari miklu lækkun á stýrivöxtum Seðlabankans að fullu til neytenda, en samt hafa húsnæðisvextir lækkað umtalsvert frá undirritun Lífskjarasamningsins. Það liggur fyrir að fjöldi heimila hefur nýtt sér þessa vaxtalækkun og endurfjármagnað húsnæðislán sín, en því miður hef ég heyrt af fólki sem hefur ekki enn nýtt sér tækifærið til að endurfjármagna lánin á lægri vaxtakjörum. Milljónir í húfi fyrir skuldsett heimili Fyrir nokkrum dögum hafði einstaklingur samband við mig sem tjáði mér að hann væri með 24 milljóna verðtryggt húsnæðislán sem bæri fasta verðtryggða vexti upp á 4,15%. Ég hvatti umræddan einstakling til að fara eins og skot og óska eftir endurfjármögnun á sínu húsnæðisláni, enda um gríðarlega hagsmuni um að ræða. Til að sýna fram á hversu mikinn fjárhagslegan ávinning er um að ræða hjá þessum einstaklingi þá ætla ég að sýna útreikning á því hverju hans heimili hefur orðið af frá því Lífskjarasamningurinn var undirritaður 3. apríl 2019 vegna þess að hann hefur ekki farið í endurfjármögnun. Af þessu 24 milljóna verðtryggða húsnæðisláni sem ber 4,15% fasta vexti er hann að greiða 83 þúsund í vaxtakostnað á mánuði eða 996 þúsund á ári. Frá því Lífskjarasamningarnir voru undirritaðir hefur neysluvísitalan hækkað um 4,73% sem þýðir að af 24 milljóna húsnæðisláni hefur höfuðstóllinn hækkað um tæpar 1,2 milljónir. Ef umræddur húsnæðiseigandi hefði hinsvegar endurfjármagnað sig strax í apríl 2019 þá hefði hann getað tekið óverðtryggða húsnæðisvexti á 3,5% sem þýðir að vaxtagjöld á mánuði hefðu verið 70 þúsund sem gerir 840 þúsund á ársgrundvelli. Þetta þýðir að ef hann hefði endurfjármagnað sig úr verðtryggðu láni á 4,15% vöxtum yfir í óverðtryggða vexti upp á 3,5% þá hefði hann sparað sér 13 þúsund krónur í hverjum mánuði og ekki bara það heldur hefði húsnæðislánið hans ekki hækkað um 1,2 milljónir vegna verðtryggingarinnar! Það má því segja að þessi einstaklingur hafi orðið af því að geta aukið ráðstöfunartekjur sínar um 156 þúsund á ársgrundvelli og sloppið við að horfa upp á hækkun á höfuðstól lánsins um 1,2 milljónir á 18 mánuðum! Ég vil því enn og aftur brýna fyrir öllum sem ekki hafa enn endurfjármagnað sig að gera það strax, enda geta heimilin aukið ráðstöfunartekjur sínar um tugi þúsunda á mánuði og losnað úr viðjum þeirra glæpalána sem verðtryggðu lánin eru. Það var þetta sem við lögðum gríðarlega áherslu á við gerð Lífskjarasamningsins, að ná að skapa skilyrði fyrir vaxtalækkun og auka þannig ráðstöfunartekjur heimilanna samhliða hækkun launa. Að þessu sögðu ítreka ég mikilvægi þess að þeir sem ekki hafa endurfjármagnað sig drífi sig í að ræða við sinn lánveitanda, enda gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir skuldsett heimili. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Húsnæðismál Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af aðalmarkmiðum okkar sem komu að gerð Lífskjarasamningsins var að auka ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna með fleiri þáttum en bara beinum launabreytingum. Þar horfðum við meðal annars á að ná að skapa skilyrði til þess að ná niður því okurvaxtaumhverfi sem íslenskir neytendur og heimili hafa þurft að búa við áratugum saman. Það má klárlega segja að þetta markmið okkar hafi gengið eftir að miklu leyti og nægir að nefna í þessu samhengi að stýrivextir Seðlabankans hafa lækkað frá undirritun Lífskjarasamningsins sem var í apríl 2019 úr 4,5% í 0,75%. Vissulega má gagnrýna fjármálakerfið sem hefur því miður ekki skilað þessari miklu lækkun á stýrivöxtum Seðlabankans að fullu til neytenda, en samt hafa húsnæðisvextir lækkað umtalsvert frá undirritun Lífskjarasamningsins. Það liggur fyrir að fjöldi heimila hefur nýtt sér þessa vaxtalækkun og endurfjármagnað húsnæðislán sín, en því miður hef ég heyrt af fólki sem hefur ekki enn nýtt sér tækifærið til að endurfjármagna lánin á lægri vaxtakjörum. Milljónir í húfi fyrir skuldsett heimili Fyrir nokkrum dögum hafði einstaklingur samband við mig sem tjáði mér að hann væri með 24 milljóna verðtryggt húsnæðislán sem bæri fasta verðtryggða vexti upp á 4,15%. Ég hvatti umræddan einstakling til að fara eins og skot og óska eftir endurfjármögnun á sínu húsnæðisláni, enda um gríðarlega hagsmuni um að ræða. Til að sýna fram á hversu mikinn fjárhagslegan ávinning er um að ræða hjá þessum einstaklingi þá ætla ég að sýna útreikning á því hverju hans heimili hefur orðið af frá því Lífskjarasamningurinn var undirritaður 3. apríl 2019 vegna þess að hann hefur ekki farið í endurfjármögnun. Af þessu 24 milljóna verðtryggða húsnæðisláni sem ber 4,15% fasta vexti er hann að greiða 83 þúsund í vaxtakostnað á mánuði eða 996 þúsund á ári. Frá því Lífskjarasamningarnir voru undirritaðir hefur neysluvísitalan hækkað um 4,73% sem þýðir að af 24 milljóna húsnæðisláni hefur höfuðstóllinn hækkað um tæpar 1,2 milljónir. Ef umræddur húsnæðiseigandi hefði hinsvegar endurfjármagnað sig strax í apríl 2019 þá hefði hann getað tekið óverðtryggða húsnæðisvexti á 3,5% sem þýðir að vaxtagjöld á mánuði hefðu verið 70 þúsund sem gerir 840 þúsund á ársgrundvelli. Þetta þýðir að ef hann hefði endurfjármagnað sig úr verðtryggðu láni á 4,15% vöxtum yfir í óverðtryggða vexti upp á 3,5% þá hefði hann sparað sér 13 þúsund krónur í hverjum mánuði og ekki bara það heldur hefði húsnæðislánið hans ekki hækkað um 1,2 milljónir vegna verðtryggingarinnar! Það má því segja að þessi einstaklingur hafi orðið af því að geta aukið ráðstöfunartekjur sínar um 156 þúsund á ársgrundvelli og sloppið við að horfa upp á hækkun á höfuðstól lánsins um 1,2 milljónir á 18 mánuðum! Ég vil því enn og aftur brýna fyrir öllum sem ekki hafa enn endurfjármagnað sig að gera það strax, enda geta heimilin aukið ráðstöfunartekjur sínar um tugi þúsunda á mánuði og losnað úr viðjum þeirra glæpalána sem verðtryggðu lánin eru. Það var þetta sem við lögðum gríðarlega áherslu á við gerð Lífskjarasamningsins, að ná að skapa skilyrði fyrir vaxtalækkun og auka þannig ráðstöfunartekjur heimilanna samhliða hækkun launa. Að þessu sögðu ítreka ég mikilvægi þess að þeir sem ekki hafa endurfjármagnað sig drífi sig í að ræða við sinn lánveitanda, enda gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir skuldsett heimili. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun