Er þétting byggðar loftslagsmál? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 21. nóvember 2020 09:01 Samfélag okkar manna stendur á tímamótum. Okkar helsta sameiginlega verkefni er að takast á við loftslagsvánna. Það að flétta inn í hversdagsleikann hluti sem skipta máli til að takast á við stærsta verkefni samtímans er áskorun, ekki aðeins fyrir hvern einstakling, heldur líka fyrir okkur sem samfélag. Eitt af því er að horfa til framtíðar þegar skipulag borga og þéttbýlla svæða er ákveðið. Síðustu þrjú kjörtímabil hefur Samfylkingin, í gegnum meirihlutasamstarf, unnið markvisst við að skipuleggja Reykjavík til framtíðar í gegnum aðalskipulag borgarinnar og flétta inn í hana m.a. loftslagstefnu sem samþykkt var árið 2016. Þar er mikilvæg framtíðarsýn tekin og römmuð inn fyrir næstu áratugina með sjálfbærni að leiðarljósi. Þétting byggðar er einnig loftslagsmál. Þessi dægrin er verið að kynna viðauka við Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 til 2040 og hvet ég borgarbúa til að kynna sér það. Reykjavík er höfuðborg okkar allra Höfuðborgir eins og Reykjavík, eru miðborgir mannlífs, fjölbreytileika, menningar og lista. Þar finnst framsækið atvinnulíf og nýsköpun, eru miðstöðvar fjárfestinga, hjarta stjórnsýslu, löggjafarvalds og dómsvalds ásamt því að vera svæði rannsókna og þekkingar innan háskólasamfélagsins samhliða að annast móttöku ferðamanna og innviðum tengdum ferðaþjónustu. Hlutverk höfuðborgarinnar er því fjölþætt en ásamt þessu öllu þarf að huga að þróun íbúa samsetningar og fjölgun íbúa. Á komandi árum mun landsmönnum fjölga en þróun íbúafjölda Reykjavíkur ræðst af mörgum þáttum eins og efnahagsþróun, húsnæðisframboði og atvinnumálum. Nýjustu útreikningar, er birtast í kynningardrögum fyrir aðalskipulag borgarinnar 2030 með framlengingu til 2040, gera ráð fyrir að íbúar Reykjavíkur verði orðnir 149 þúsund árið 2030. Til að borgin geti haldið áfram að dafna sem höfuðborg og vaxið með þarfir komandi kynslóða í huga þarf að gera ráð fyrir allt að 1000 íbúðum á ári en á sama tíma þurfum við, sem samfélag, að standa við skuldbindingar um kolefnislaust Ísland árið 2040. Þétting í borg - fyrir loftslagið Hvernig er hægt að kljást við loftslagsbreytingar, minnka kolefnisspor uppbyggingar en á sama tíma bjóða upp á þjónustu sem höfuðborg þarf að geta veitt? Svarið felst meðal annars í þéttingu byggðar, byggja og búa þéttar, nýta betur það land sem nú þegar er undir byggð, hugsa upp á nýtt hvernig núverandi húsnæði og aðrir innviðir eru notaðir. Með því að þétta byggð er landsvæðið sem er á jaðri byggðar borgarinnar haldið óröskuðu og hægt að halda náttúrunni og fjölbreytileika hennar ósnortinni. Þétting byggðar getur líka dregið úr kolefnisspori uppbyggingar. Greta Thurnberg fangaði athygli margra með mótmælum sínum fyrir loftslagið. Andi hennar svífur yfir mörgum neytendanum í hversdagsleikanum þegar hugað er kolefnissporinu, t.d. við kaup á nýrri vöru, endurnýtingu, vistvænum samgöngum eða matarsóun. Þessa sömu hugsun er verið að taka inn í uppbyggingu Reykjavíkurborgar í gegnum Græna planið og í viðauka við framlengingu Aðalskipulags borgarinnar til 2040. Þar er spurt hvort gæðin liggi alltaf í stærð og umfangi steypunnar? Viljum við halda áfram að auka fermetra íbúðarhúsnæðis á íbúa? Hvernig getum við nýtt húsnæði betur? Hvað viljum við mikið pláss fyrir bíla, bílastæði og umferðarmannvirki? Með því að nýta betur það húsnæði sem fyrir er, lengja í líftíma þess, byggja þéttar og notast við þá innviði sem búið er að fjárfesta í, er hægt að draga úr þörf fyrir nýjar byggingar og innviðum þeim tengdum og þar með minnka kolefnisfótspor uppbyggingar. Markmiðið er að gera Reykjavík að sjálfbærri og vistvænni borg. Þétting byggðar er loftslagsmál og er borgin að stíga mikilvægt skref að vistvænni framtíð með nýju aðalskipulagi. Höfundur er varaborgafulltrúi Samfylkingar og formaður íbúaráðs Breiðholts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Loftslagsmál Skipulag Borgarstjórn Sara Björg Sigurðardóttir Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Samfélag okkar manna stendur á tímamótum. Okkar helsta sameiginlega verkefni er að takast á við loftslagsvánna. Það að flétta inn í hversdagsleikann hluti sem skipta máli til að takast á við stærsta verkefni samtímans er áskorun, ekki aðeins fyrir hvern einstakling, heldur líka fyrir okkur sem samfélag. Eitt af því er að horfa til framtíðar þegar skipulag borga og þéttbýlla svæða er ákveðið. Síðustu þrjú kjörtímabil hefur Samfylkingin, í gegnum meirihlutasamstarf, unnið markvisst við að skipuleggja Reykjavík til framtíðar í gegnum aðalskipulag borgarinnar og flétta inn í hana m.a. loftslagstefnu sem samþykkt var árið 2016. Þar er mikilvæg framtíðarsýn tekin og römmuð inn fyrir næstu áratugina með sjálfbærni að leiðarljósi. Þétting byggðar er einnig loftslagsmál. Þessi dægrin er verið að kynna viðauka við Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 til 2040 og hvet ég borgarbúa til að kynna sér það. Reykjavík er höfuðborg okkar allra Höfuðborgir eins og Reykjavík, eru miðborgir mannlífs, fjölbreytileika, menningar og lista. Þar finnst framsækið atvinnulíf og nýsköpun, eru miðstöðvar fjárfestinga, hjarta stjórnsýslu, löggjafarvalds og dómsvalds ásamt því að vera svæði rannsókna og þekkingar innan háskólasamfélagsins samhliða að annast móttöku ferðamanna og innviðum tengdum ferðaþjónustu. Hlutverk höfuðborgarinnar er því fjölþætt en ásamt þessu öllu þarf að huga að þróun íbúa samsetningar og fjölgun íbúa. Á komandi árum mun landsmönnum fjölga en þróun íbúafjölda Reykjavíkur ræðst af mörgum þáttum eins og efnahagsþróun, húsnæðisframboði og atvinnumálum. Nýjustu útreikningar, er birtast í kynningardrögum fyrir aðalskipulag borgarinnar 2030 með framlengingu til 2040, gera ráð fyrir að íbúar Reykjavíkur verði orðnir 149 þúsund árið 2030. Til að borgin geti haldið áfram að dafna sem höfuðborg og vaxið með þarfir komandi kynslóða í huga þarf að gera ráð fyrir allt að 1000 íbúðum á ári en á sama tíma þurfum við, sem samfélag, að standa við skuldbindingar um kolefnislaust Ísland árið 2040. Þétting í borg - fyrir loftslagið Hvernig er hægt að kljást við loftslagsbreytingar, minnka kolefnisspor uppbyggingar en á sama tíma bjóða upp á þjónustu sem höfuðborg þarf að geta veitt? Svarið felst meðal annars í þéttingu byggðar, byggja og búa þéttar, nýta betur það land sem nú þegar er undir byggð, hugsa upp á nýtt hvernig núverandi húsnæði og aðrir innviðir eru notaðir. Með því að þétta byggð er landsvæðið sem er á jaðri byggðar borgarinnar haldið óröskuðu og hægt að halda náttúrunni og fjölbreytileika hennar ósnortinni. Þétting byggðar getur líka dregið úr kolefnisspori uppbyggingar. Greta Thurnberg fangaði athygli margra með mótmælum sínum fyrir loftslagið. Andi hennar svífur yfir mörgum neytendanum í hversdagsleikanum þegar hugað er kolefnissporinu, t.d. við kaup á nýrri vöru, endurnýtingu, vistvænum samgöngum eða matarsóun. Þessa sömu hugsun er verið að taka inn í uppbyggingu Reykjavíkurborgar í gegnum Græna planið og í viðauka við framlengingu Aðalskipulags borgarinnar til 2040. Þar er spurt hvort gæðin liggi alltaf í stærð og umfangi steypunnar? Viljum við halda áfram að auka fermetra íbúðarhúsnæðis á íbúa? Hvernig getum við nýtt húsnæði betur? Hvað viljum við mikið pláss fyrir bíla, bílastæði og umferðarmannvirki? Með því að nýta betur það húsnæði sem fyrir er, lengja í líftíma þess, byggja þéttar og notast við þá innviði sem búið er að fjárfesta í, er hægt að draga úr þörf fyrir nýjar byggingar og innviðum þeim tengdum og þar með minnka kolefnisfótspor uppbyggingar. Markmiðið er að gera Reykjavík að sjálfbærri og vistvænni borg. Þétting byggðar er loftslagsmál og er borgin að stíga mikilvægt skref að vistvænni framtíð með nýju aðalskipulagi. Höfundur er varaborgafulltrúi Samfylkingar og formaður íbúaráðs Breiðholts.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar