Arnar Þór um ákvörðun Mikaels að gefa ekki kost á sér í U-21: „Ekki sammála því að þetta hafi verið best fyrir hann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. nóvember 2020 07:30 Mikael Neville Anderson í leik með A-landsliðinu gegn Dönum í síðasta mánuði. vísir/vilhelm Arnar Þór Viðarsson ræddi þá ákvörðun Mikaels Neville Anderson, leikmanns Danmerkurmeistara Midtjylland, að gefa ekki kost á sér í U-21 árs landsliðið í síðustu leikjum þess í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardaginn. Mikael hefur verið viðloðandi A-landsliðið undanfarin misseri en var ekki valinn í það fyrir síðustu leiki þess. Hann ákvað að gefa ekki kost í sér U-21 árs liðið og valdi frekar að spila bikarleik með Midtjylland. „Mikael átti að vera í U-21 á móti Ítalíu og svo ætluðum við að sjá til hverjir myndu fara til Írlands og hverjir og þá hvenær menn myndu fara til móts við A-liðið,“ sagði Arnar Þór. „Erik [Hamrén] tilkynnti Mikael þetta og hann taldi mikilvægara fyrir sig að spila bikarleik með sínu liði og það er ekkert vandamál. Við höfum ekki staðið í vegi fyrir neinum leikmanni, við höfum reynt að vinna með félögunum. Kolbeinn Þórðarson átti að spila með Lommel í september og við slepptum honum í þann leik og hann kom svo inn í hópinn. Sama gerðist með Ísak Óla Ólafsson núna með SønderjyskE. Við tókum þá ákvörðun að taka ekki Mikael inn í seinni leikinn. Sagan er ekki flóknari en þetta.“ Arnar Þór er ekki viss um að Mikael hafi tekið bestu ákvörðunina í stöðunni þegar hann gaf ekki kost á sér í U-21 árs landsliðið. „Ég skil að leikmenn eru að búa til sinn feril og eru að brjóta sér leið inn í liðið þar sem þeir eru að spila. Ég skil að það er mjög mikilvægt. En það er líka mikilvægt að spila landsleiki. Munurinn á með þessu með Mikael og Kolbein og Ísak er sá að ég ræddi við þá því þeir áttu að vera í U-21 hópnum. Mikael er búinn að vera í A-landsliðinu og það var Erik sem ræddi við hann,“ sagði Arnar Þór. „Mikael tekur þá ákvörðun að vilja ekki spila þennan leik. Það er allt í lagi mín vegna, þá veljum við hann ekki í U-21 verkefnið í Írlandi. Ég skil rökin á bakvið þetta hjá honum að hann þarf að komast í sitt lið en ég er ekki sammála því að þetta hafi verið best fyrir hann, alls ekki.“ U-21 árs landsliðið er komið á EM á næsta ári sem verður haldið í Ungverjalandi og Slóveníu. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Fleiri fréttir Valdi verstu fjórar hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson ræddi þá ákvörðun Mikaels Neville Anderson, leikmanns Danmerkurmeistara Midtjylland, að gefa ekki kost á sér í U-21 árs landsliðið í síðustu leikjum þess í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardaginn. Mikael hefur verið viðloðandi A-landsliðið undanfarin misseri en var ekki valinn í það fyrir síðustu leiki þess. Hann ákvað að gefa ekki kost í sér U-21 árs liðið og valdi frekar að spila bikarleik með Midtjylland. „Mikael átti að vera í U-21 á móti Ítalíu og svo ætluðum við að sjá til hverjir myndu fara til Írlands og hverjir og þá hvenær menn myndu fara til móts við A-liðið,“ sagði Arnar Þór. „Erik [Hamrén] tilkynnti Mikael þetta og hann taldi mikilvægara fyrir sig að spila bikarleik með sínu liði og það er ekkert vandamál. Við höfum ekki staðið í vegi fyrir neinum leikmanni, við höfum reynt að vinna með félögunum. Kolbeinn Þórðarson átti að spila með Lommel í september og við slepptum honum í þann leik og hann kom svo inn í hópinn. Sama gerðist með Ísak Óla Ólafsson núna með SønderjyskE. Við tókum þá ákvörðun að taka ekki Mikael inn í seinni leikinn. Sagan er ekki flóknari en þetta.“ Arnar Þór er ekki viss um að Mikael hafi tekið bestu ákvörðunina í stöðunni þegar hann gaf ekki kost á sér í U-21 árs landsliðið. „Ég skil að leikmenn eru að búa til sinn feril og eru að brjóta sér leið inn í liðið þar sem þeir eru að spila. Ég skil að það er mjög mikilvægt. En það er líka mikilvægt að spila landsleiki. Munurinn á með þessu með Mikael og Kolbein og Ísak er sá að ég ræddi við þá því þeir áttu að vera í U-21 hópnum. Mikael er búinn að vera í A-landsliðinu og það var Erik sem ræddi við hann,“ sagði Arnar Þór. „Mikael tekur þá ákvörðun að vilja ekki spila þennan leik. Það er allt í lagi mín vegna, þá veljum við hann ekki í U-21 verkefnið í Írlandi. Ég skil rökin á bakvið þetta hjá honum að hann þarf að komast í sitt lið en ég er ekki sammála því að þetta hafi verið best fyrir hann, alls ekki.“ U-21 árs landsliðið er komið á EM á næsta ári sem verður haldið í Ungverjalandi og Slóveníu.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Fleiri fréttir Valdi verstu fjórar hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn