Icelandair ekki skoðað að krefja farþega um bólusetningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. nóvember 2020 17:17 Upptaka skilyrðis um bólusetningu farþega hefur ekki komið til tals hjá stjórnendum Icelandair. Vísir/Vilhelm/Getty Sá möguleiki að gera bólusetningu við kórónuveirunni að skilyrði fyrir því að fá að fljúga með Icelandair hefur ekki verið ræddur innan flugfélagsins, eftir að bóluefni við veirunni fer í dreifingu. Þetta kemur fram í stuttu svari Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa félagsins, við fyrirspurn fréttastofu. „Þetta hefur ekki komið til tals hjá okkur,“ sagði í svarinu. Flugfélög víða að skoða málið Í gær var greint frá því að ástralska flugfélagið Qantas stefndi að því að setja farþegum sínum þetta skilyrði og haft eftir Alan Joyce, forstjóra félagsins, að hann teldi líklegt að önnur flugfélög væru í sömu hugleiðingum. Í dag sagði talskona flugfélagsins AirKorea, stærsta flugfélags Suður-Kóreu, að talsverðar líkur væru á því að félagið myndi setja sambærilegt skilyrði fyrir því að geta flogið með félaginu. Hún sagði það þó stafa af því að líklegt yrði að stjórnvöld víða um heim myndu gera þá kröfu til ferðamanna að þeir væru bólusettir. „Þetta er ekki eitthvað sem er undir flugfélögunum komið að að ákveða sjálf,“ hefur ABC eftir Jill Chung, talskonu AirKorea. Þá vísar ABC einnig til tilkynningar frá nýsjálenska flugfélaginu Air New Zealand, þar sem sambærileg sjónarmið koma fram og sáust í svörum AirKorea. Bólusetning gæti hafist í næsta mánuði Nú hafa bráðabirgðaniðurstöður rannsókna á þremur mismunandi bóluefnum verið gerðar opinberar, og eru öll þrjú bóluefnin talin geta virkað vel gegn kórónuveirunni. Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer frá Bandaríkjunum og BioNTech frá þýskalandi er sagt veita vörn gegn veirunni í um 95% tilfella, líkt og bóluefni bandaríska líftæknifyrirtækisins Moderna. Þá er bóluefni sem unnið er af Oxford-háskóla og sænsk-breska lyfjafyrirtækinu AstraZeneca sagt veita vörn í um 70% tilfella. Dr. Moucef Slaoui, sem fer fyrir vinnu bandarískra stjórnvalda í bóluefnamálum, hefur sagst vona að hægt verði að hefjast handa við að bólusetja Bandaríkjamenn við kórónuveirunni í næsta mánuði. Ráðgjafanefnd matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnunar Bandaríkjanna um bóluefni kemur saman þann 10. desember næstkomandi. Fljótlega í kjölfarið ætti að koma í ljós hvort neyðarmarkaðsleyfi fæst fyrir bóluefni Pfizer, sem gæti að svo búnu hafið dreifingu á efninu. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Fyrstu niðurstöður veki von í brjósti um að bóluefnið gagnist áhættuhópum Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir frumniðurstöður rannsókna á bóluefni AstraZeneca veki von í brjósti um að lyfið geti gagnist áhættuhópum. 23. nóvember 2020 16:48 Hefði viljað sjá hærri virkni en 70 prósent Sóttvarnalæknir telur að góð þátttaka í bólusetningu hér á landi verði „lykillinn“ að því að komast út úr kórónuveirufaraldrinum. 23. nóvember 2020 12:33 Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Sá möguleiki að gera bólusetningu við kórónuveirunni að skilyrði fyrir því að fá að fljúga með Icelandair hefur ekki verið ræddur innan flugfélagsins, eftir að bóluefni við veirunni fer í dreifingu. Þetta kemur fram í stuttu svari Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa félagsins, við fyrirspurn fréttastofu. „Þetta hefur ekki komið til tals hjá okkur,“ sagði í svarinu. Flugfélög víða að skoða málið Í gær var greint frá því að ástralska flugfélagið Qantas stefndi að því að setja farþegum sínum þetta skilyrði og haft eftir Alan Joyce, forstjóra félagsins, að hann teldi líklegt að önnur flugfélög væru í sömu hugleiðingum. Í dag sagði talskona flugfélagsins AirKorea, stærsta flugfélags Suður-Kóreu, að talsverðar líkur væru á því að félagið myndi setja sambærilegt skilyrði fyrir því að geta flogið með félaginu. Hún sagði það þó stafa af því að líklegt yrði að stjórnvöld víða um heim myndu gera þá kröfu til ferðamanna að þeir væru bólusettir. „Þetta er ekki eitthvað sem er undir flugfélögunum komið að að ákveða sjálf,“ hefur ABC eftir Jill Chung, talskonu AirKorea. Þá vísar ABC einnig til tilkynningar frá nýsjálenska flugfélaginu Air New Zealand, þar sem sambærileg sjónarmið koma fram og sáust í svörum AirKorea. Bólusetning gæti hafist í næsta mánuði Nú hafa bráðabirgðaniðurstöður rannsókna á þremur mismunandi bóluefnum verið gerðar opinberar, og eru öll þrjú bóluefnin talin geta virkað vel gegn kórónuveirunni. Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer frá Bandaríkjunum og BioNTech frá þýskalandi er sagt veita vörn gegn veirunni í um 95% tilfella, líkt og bóluefni bandaríska líftæknifyrirtækisins Moderna. Þá er bóluefni sem unnið er af Oxford-háskóla og sænsk-breska lyfjafyrirtækinu AstraZeneca sagt veita vörn í um 70% tilfella. Dr. Moucef Slaoui, sem fer fyrir vinnu bandarískra stjórnvalda í bóluefnamálum, hefur sagst vona að hægt verði að hefjast handa við að bólusetja Bandaríkjamenn við kórónuveirunni í næsta mánuði. Ráðgjafanefnd matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnunar Bandaríkjanna um bóluefni kemur saman þann 10. desember næstkomandi. Fljótlega í kjölfarið ætti að koma í ljós hvort neyðarmarkaðsleyfi fæst fyrir bóluefni Pfizer, sem gæti að svo búnu hafið dreifingu á efninu.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Fyrstu niðurstöður veki von í brjósti um að bóluefnið gagnist áhættuhópum Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir frumniðurstöður rannsókna á bóluefni AstraZeneca veki von í brjósti um að lyfið geti gagnist áhættuhópum. 23. nóvember 2020 16:48 Hefði viljað sjá hærri virkni en 70 prósent Sóttvarnalæknir telur að góð þátttaka í bólusetningu hér á landi verði „lykillinn“ að því að komast út úr kórónuveirufaraldrinum. 23. nóvember 2020 12:33 Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Fyrstu niðurstöður veki von í brjósti um að bóluefnið gagnist áhættuhópum Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir frumniðurstöður rannsókna á bóluefni AstraZeneca veki von í brjósti um að lyfið geti gagnist áhættuhópum. 23. nóvember 2020 16:48
Hefði viljað sjá hærri virkni en 70 prósent Sóttvarnalæknir telur að góð þátttaka í bólusetningu hér á landi verði „lykillinn“ að því að komast út úr kórónuveirufaraldrinum. 23. nóvember 2020 12:33
Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent