Eitt ár í lífi barns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 11:01 Í gær mælti félags- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason fyrir frumvarpi um fæðingar- og feðraorlof, þar eru lagðar til breytingar um lengingu á fæðingarorlofi í 12 mánuði. Þau börn sem fæðist núna eftir áramótin eiga rétt að njóta samvista við foreldra sína í heilt ár að jöfnu, eða a.m.k. 5 mánuði og eru 2 mánuðir sem foreldrar geta skipt á milli sín. Einnig eru lagðar fram fleiri breytingar á útfærslu fæðingarorlofsins, þar er að finna tillögur sem komu út úr vinnu nefndar sem félags- og barnamálaráðherra skipaði á síðasta ári og hafði það hlutverk að endurskoða lögin í heild sinni. Sú endurskoðun er í samræmi við stefnu stjórnvalda um að efla fæðingarorlofskerfið og það hefur tekist því alls er gert ráð fyrir að 19,1 ma. króna verði varið í fæðingarorlof á árinu 2021 sem er tæplega tvöföldun á þeim fjármunum sem fóru til málaflokksins árið 2017, á verðlagi hvors árs. Einstæðir foreldrar Í frumvarpinu er að finna breytingar sem gefur einstæðum foreldrum tækifæri að nýta sér þann rétt sem foreldris sem af einhverjum ástæðum er ekki til staðar. Líkt og þegar ekki hefur reynst mögulegt að feðra barn samkvæmt barnalögum, þegar foreldri er gert að sæta nálgunarbanni eða brottvísun af heimili samkvæmt lögum um nálgunbann eða þegar umgengni annars foreldris við barnið er engin eða hún verulega takmörkuð. Þegar annað foreldrið hefur ekki rétt til töku orlofs í sínu heimaríki er hægt að yfirfæra réttinn milli foreldra. Fæðingarstyrkur fyrir konur af landsbyggðinni Það er ekki bara María Mey sem þarf milli byggðarlaga til að eignast barn. Fæðingarstöðum á landinu hefur fækkað á síðustu áratugum og eru nú einungis 8 fæðingardeildir á landinu og ein fæðingarstofa. Konur þurfa ekki lengur að ferðast til fæðingarstaðar á asna en þær þurfa í nokkrum tilfellum að ferðast töluvert. Ef um áhættufæðingu er að ræða þurfa þær að fara til Reykjavíkur og dæmi eru um að konur þurfa að vera fjarri heimili sínu og fjölskyldu jafnvel í nokkrar vikur bæði fyrir og eitthvað eftir fæðingu barns síns. Það er því ánægjulegt að í nýju fæðingarorlofi er gert ráð fyrir fæðingarstyrk í þeim tilvikum og þá er tekið tillit til þess að kona þarf að dvelja í einhvern tíma fyrir áætlaðan fæðingardag fjarri heimili sínu. Framsókn og fæðingarorlof Það kemur ekki á óvart að breytingum á fæðingarorlofinu sé komið í framkvæmd á vakt Framsóknarflokksins í ráðuneytinu. Framsóknarflokkurinn hefur á sinni vakt í þessu ráðuneyti stigið stór skref til að bæta réttindi verðandi foreldra, það var Páll Pétursson þáverandi félagsmálaráðherra sem kom því í lög árið 2001 að feður skyldu líka eiga rétt á að taka foreldraorlof. Það þótti mikilvægt að binda í lög rétt barnsins að fá að umgangast báða foreldra sína á fyrstu mánuðum lífs síns. Tímamótaáfangi Í sameiginlegri umsögn prófessors í félagsráðgjöf og dósents í félagsfræði við Háskóla Íslands um frumvarpið kemur meðal annars fram að lengingin á rétti foreldra til fæðingarorlofs sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu sé tímamótaáfangi til hagsbóta fyrir fjölskyldur í þágu hagsmuna barna og foreldrajafnréttis. Jafnframt kemur fram að ítrekaðar kannanir meðal foreldra sýni að sjálfstæður réttur foreldra til fæðingarorlofs sé sérstaklega mikilvægur þegar fjölskyldur deila ekki lögheimili, en stór hluti feðra sem deilir ekki lögheimili með börnum sínum nýtir sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Bilið brúað Lenging fæðingarorlofs auðveldar foreldrum að brúa bilið eftir að fæðingarorlofi líkur þar til börnin fá leikskólapláss. Þetta bil hefur verið streituvaldandi fyrir foreldra og valdið því að foreldrar og þá sérstaklega konur hafa dottið út af vinnumarkaði um tíma. Víða um land eru sveitarfélögin farin að bjóða upp á leikskólapláss allt niður í 12 mánaða aldur. En fæðingarorlof verður að endurspegla samfélagsgerð á hverjum tíma og því er nauðsynlegt að taka þessi mál upp reglulega til að bæta og aðlaga. Til hamingju með þetta mikilvæga skref í velferð barna og með því er líka verið að stíga mikilvægt skref í jafnrétti foreldra til að njóta samvista við nýjan fjölskyldumeðlim. Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Fæðingarorlof Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Félagsmál Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í gær mælti félags- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason fyrir frumvarpi um fæðingar- og feðraorlof, þar eru lagðar til breytingar um lengingu á fæðingarorlofi í 12 mánuði. Þau börn sem fæðist núna eftir áramótin eiga rétt að njóta samvista við foreldra sína í heilt ár að jöfnu, eða a.m.k. 5 mánuði og eru 2 mánuðir sem foreldrar geta skipt á milli sín. Einnig eru lagðar fram fleiri breytingar á útfærslu fæðingarorlofsins, þar er að finna tillögur sem komu út úr vinnu nefndar sem félags- og barnamálaráðherra skipaði á síðasta ári og hafði það hlutverk að endurskoða lögin í heild sinni. Sú endurskoðun er í samræmi við stefnu stjórnvalda um að efla fæðingarorlofskerfið og það hefur tekist því alls er gert ráð fyrir að 19,1 ma. króna verði varið í fæðingarorlof á árinu 2021 sem er tæplega tvöföldun á þeim fjármunum sem fóru til málaflokksins árið 2017, á verðlagi hvors árs. Einstæðir foreldrar Í frumvarpinu er að finna breytingar sem gefur einstæðum foreldrum tækifæri að nýta sér þann rétt sem foreldris sem af einhverjum ástæðum er ekki til staðar. Líkt og þegar ekki hefur reynst mögulegt að feðra barn samkvæmt barnalögum, þegar foreldri er gert að sæta nálgunarbanni eða brottvísun af heimili samkvæmt lögum um nálgunbann eða þegar umgengni annars foreldris við barnið er engin eða hún verulega takmörkuð. Þegar annað foreldrið hefur ekki rétt til töku orlofs í sínu heimaríki er hægt að yfirfæra réttinn milli foreldra. Fæðingarstyrkur fyrir konur af landsbyggðinni Það er ekki bara María Mey sem þarf milli byggðarlaga til að eignast barn. Fæðingarstöðum á landinu hefur fækkað á síðustu áratugum og eru nú einungis 8 fæðingardeildir á landinu og ein fæðingarstofa. Konur þurfa ekki lengur að ferðast til fæðingarstaðar á asna en þær þurfa í nokkrum tilfellum að ferðast töluvert. Ef um áhættufæðingu er að ræða þurfa þær að fara til Reykjavíkur og dæmi eru um að konur þurfa að vera fjarri heimili sínu og fjölskyldu jafnvel í nokkrar vikur bæði fyrir og eitthvað eftir fæðingu barns síns. Það er því ánægjulegt að í nýju fæðingarorlofi er gert ráð fyrir fæðingarstyrk í þeim tilvikum og þá er tekið tillit til þess að kona þarf að dvelja í einhvern tíma fyrir áætlaðan fæðingardag fjarri heimili sínu. Framsókn og fæðingarorlof Það kemur ekki á óvart að breytingum á fæðingarorlofinu sé komið í framkvæmd á vakt Framsóknarflokksins í ráðuneytinu. Framsóknarflokkurinn hefur á sinni vakt í þessu ráðuneyti stigið stór skref til að bæta réttindi verðandi foreldra, það var Páll Pétursson þáverandi félagsmálaráðherra sem kom því í lög árið 2001 að feður skyldu líka eiga rétt á að taka foreldraorlof. Það þótti mikilvægt að binda í lög rétt barnsins að fá að umgangast báða foreldra sína á fyrstu mánuðum lífs síns. Tímamótaáfangi Í sameiginlegri umsögn prófessors í félagsráðgjöf og dósents í félagsfræði við Háskóla Íslands um frumvarpið kemur meðal annars fram að lengingin á rétti foreldra til fæðingarorlofs sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu sé tímamótaáfangi til hagsbóta fyrir fjölskyldur í þágu hagsmuna barna og foreldrajafnréttis. Jafnframt kemur fram að ítrekaðar kannanir meðal foreldra sýni að sjálfstæður réttur foreldra til fæðingarorlofs sé sérstaklega mikilvægur þegar fjölskyldur deila ekki lögheimili, en stór hluti feðra sem deilir ekki lögheimili með börnum sínum nýtir sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Bilið brúað Lenging fæðingarorlofs auðveldar foreldrum að brúa bilið eftir að fæðingarorlofi líkur þar til börnin fá leikskólapláss. Þetta bil hefur verið streituvaldandi fyrir foreldra og valdið því að foreldrar og þá sérstaklega konur hafa dottið út af vinnumarkaði um tíma. Víða um land eru sveitarfélögin farin að bjóða upp á leikskólapláss allt niður í 12 mánaða aldur. En fæðingarorlof verður að endurspegla samfélagsgerð á hverjum tíma og því er nauðsynlegt að taka þessi mál upp reglulega til að bæta og aðlaga. Til hamingju með þetta mikilvæga skref í velferð barna og með því er líka verið að stíga mikilvægt skref í jafnrétti foreldra til að njóta samvista við nýjan fjölskyldumeðlim. Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun