Hafa engan áhuga á utanaðkomandi afskiptum Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2020 11:37 Skjáskot úr sjónvarpsfrétt ríkismiðils Eþíópíu sem sýnir hermenn stjórnarhersins á leið til Tigrayhéraðs. AP/Ethiopian News Agency Abiy Ahmed, forsætisráðherra, forsætisráðherra Eþíópíu, hefur hafnað öllum alþjóðlegum áköllum um frið í vopnahlé og viðræður við Frelsishreyfingu Tigrayhéraðs. Hann segir að Eþíópíumenn muni takast á viöð þessi átök, þrátt fyrir utanaðkomandi afskipti. Í yfirlýsingu frá Forsætisráðherranum segir að öll afskipti alþjóðasamfélagsins séu „óvelkomin og ólögleg“. Hann segir að alþjóðasamfélagið ætti að sitja á höndum sér þar til og ef Eþíópía biður um hjálp. Abiy, sem vann friðarverðlaun Nóbels í fyrra vegna friðarsamnings Eþíópíu og Erítreu, segir að árás stjórnarhersins gegn Frelsishreyfingunni sé löggæsluaðgerð. Forsvarsmönnum Frelsishreyfingarinnar var nýverið gefinn þriggja daga frestur til að gefast upp og er sá frestur að renna út í kvöld, eins og greint er frá í frétt AP fréttaveitunnar. Herforingjar Eþíópíu hafa ráðlagt íbúum héraðsins að halda sig fjarri þessum forsvarsmönnum og að engin miskunn verði veitt. Slíkt tal hefur leitt til þess að Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum af ástandinu og krafist þess að almennir borgarar verði verndaðir. Frelsishreyfingin var ráðandi í ríkisstjórn Eþíópíu um árabil þar til Abiy tók við völdum árið 2018. Hann hefur reynt að auka miðstýringu í landinu, sem hefur lengi verið skipt niður meðal þjóðarhópa. Samskipti við svæðið eru verulega takmörkuð um þessar mundir. Fregnir hafa þó borist af því að hundruð hafi dáið í átökum og að vopnaðar sveitir hafi ráðist á almenna borgara. Rúmlega 40 þúsund íbúar héraðsins, af um sex milljónum, hafa flúið til Súdan, samkvæmt frétt Reuters. Jesep Borrell, utanríkisráðherra Evrópusambandsins, sagði í gærkvöldi að átökin væru að koma niður á stöðugleika Austur-Afríku og að hann hefði verulegar áhyggjur af fregnum um ofbeldi gegn almennum borgurum og mögulegum stríðsglæpum. Eþíópía Tengdar fréttir Viðbúið að rýma þurfi SOS barnaþorp í Eþíópíu vegna stríðsátaka SOS Barnaþorpin í Eþíópíu eru í viðbragðsstöðu um að rýma SOS barnaþorpið í Makalle, vegna stríðsátaka. Í Makalle búa 234 börn og ungmenni og 38 þeirra eiga SOS-styrktarforeldra á Íslandi 24. nóvember 2020 10:19 Eþíópíski herinn hvetur fólk til að flýja: „Við munum ekki sýna neina miskunn“ Eþíópíski herinn hefur sagt íbúum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins að flýja en herinn nálgast nú höfuðborg héraðsins, Mekelle. 22. nóvember 2020 17:37 Biðla til stjórnvalda að semja um vopnahlé Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur. 20. nóvember 2020 23:31 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fleiri fréttir „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Sjá meira
Abiy Ahmed, forsætisráðherra, forsætisráðherra Eþíópíu, hefur hafnað öllum alþjóðlegum áköllum um frið í vopnahlé og viðræður við Frelsishreyfingu Tigrayhéraðs. Hann segir að Eþíópíumenn muni takast á viöð þessi átök, þrátt fyrir utanaðkomandi afskipti. Í yfirlýsingu frá Forsætisráðherranum segir að öll afskipti alþjóðasamfélagsins séu „óvelkomin og ólögleg“. Hann segir að alþjóðasamfélagið ætti að sitja á höndum sér þar til og ef Eþíópía biður um hjálp. Abiy, sem vann friðarverðlaun Nóbels í fyrra vegna friðarsamnings Eþíópíu og Erítreu, segir að árás stjórnarhersins gegn Frelsishreyfingunni sé löggæsluaðgerð. Forsvarsmönnum Frelsishreyfingarinnar var nýverið gefinn þriggja daga frestur til að gefast upp og er sá frestur að renna út í kvöld, eins og greint er frá í frétt AP fréttaveitunnar. Herforingjar Eþíópíu hafa ráðlagt íbúum héraðsins að halda sig fjarri þessum forsvarsmönnum og að engin miskunn verði veitt. Slíkt tal hefur leitt til þess að Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum af ástandinu og krafist þess að almennir borgarar verði verndaðir. Frelsishreyfingin var ráðandi í ríkisstjórn Eþíópíu um árabil þar til Abiy tók við völdum árið 2018. Hann hefur reynt að auka miðstýringu í landinu, sem hefur lengi verið skipt niður meðal þjóðarhópa. Samskipti við svæðið eru verulega takmörkuð um þessar mundir. Fregnir hafa þó borist af því að hundruð hafi dáið í átökum og að vopnaðar sveitir hafi ráðist á almenna borgara. Rúmlega 40 þúsund íbúar héraðsins, af um sex milljónum, hafa flúið til Súdan, samkvæmt frétt Reuters. Jesep Borrell, utanríkisráðherra Evrópusambandsins, sagði í gærkvöldi að átökin væru að koma niður á stöðugleika Austur-Afríku og að hann hefði verulegar áhyggjur af fregnum um ofbeldi gegn almennum borgurum og mögulegum stríðsglæpum.
Eþíópía Tengdar fréttir Viðbúið að rýma þurfi SOS barnaþorp í Eþíópíu vegna stríðsátaka SOS Barnaþorpin í Eþíópíu eru í viðbragðsstöðu um að rýma SOS barnaþorpið í Makalle, vegna stríðsátaka. Í Makalle búa 234 börn og ungmenni og 38 þeirra eiga SOS-styrktarforeldra á Íslandi 24. nóvember 2020 10:19 Eþíópíski herinn hvetur fólk til að flýja: „Við munum ekki sýna neina miskunn“ Eþíópíski herinn hefur sagt íbúum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins að flýja en herinn nálgast nú höfuðborg héraðsins, Mekelle. 22. nóvember 2020 17:37 Biðla til stjórnvalda að semja um vopnahlé Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur. 20. nóvember 2020 23:31 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fleiri fréttir „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Sjá meira
Viðbúið að rýma þurfi SOS barnaþorp í Eþíópíu vegna stríðsátaka SOS Barnaþorpin í Eþíópíu eru í viðbragðsstöðu um að rýma SOS barnaþorpið í Makalle, vegna stríðsátaka. Í Makalle búa 234 börn og ungmenni og 38 þeirra eiga SOS-styrktarforeldra á Íslandi 24. nóvember 2020 10:19
Eþíópíski herinn hvetur fólk til að flýja: „Við munum ekki sýna neina miskunn“ Eþíópíski herinn hefur sagt íbúum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins að flýja en herinn nálgast nú höfuðborg héraðsins, Mekelle. 22. nóvember 2020 17:37
Biðla til stjórnvalda að semja um vopnahlé Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur. 20. nóvember 2020 23:31