Allt eins líklegt að sóttvarnalæknir mæli með reglugerð með styttri gildistíma Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 12:36 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mun skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra um næstu helgi. Í minnisblaðinu verða tillögur hans um næstu sóttvarnaaðgerðir. Vísir/Egill Aðalsteinsson Það er alveg eins líklegt að sóttvarnalæknir muni í minnisblaði sínu til ráðherra mæla með að næsta reglugerð um sóttvarnaaðgerðir gildi til skemmri tíma en ekki fram yfir jól líkt og komið hefur til tals. Sóttvarnalæknir segir veiruna enn lúra úti í samfélaginu og því þurfi að fara hægt i sakirnar. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, þarf að skila minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra um næstu helgi. Á síðasta upplýsingafundi velti hann fyrir sér hvort hann myndi ráðleggja ráðherra að næstu sóttvarnaaðgerðir myndu gilda út þetta ár. Þórólfur segir að nú sé allt eins líklegt að þær muni duga til skemmri tíma svo hægt sé að grípa inn í ef illa fer. Málið sé þó allt enn í skoðun. „Við erum náttúrulega ennþá með smit í gangi. Við erum með samfélagslegt smit; nokkur smit á dag þannig að veiran lúrir þarna einhvers staðar úti í samfélaginu þrátt fyrir að hún sé í minni mæli eins og staðan er núna. Það segir okkur enn frekar að við þurfum að aflétta hægt og þá er þá spurningin hvort það sé hægt að gera það með því að hafa tillögur sem gilda svona lengi eða hvort það sé betra að gera það í smærri skrefum. Það er í rauninni það sem þetta snýst um núna í mínum huga.“ Í gær lækkaði Landspítalinn viðbúnaðarstig sitt úr hættustigi og yfir á óvissustig í ljósi batnandi stöðu á spítalanum. Þórólfur var spurður hvort staðan í faraldrinum væri samkvæmt áætlun. „Fram að þessu hefur þetta kannski gengið heldur hraðar en ég bjóst við en við sjáum samt áfram smit úti í samfélaginu og held að það sé líka það sem maður bjóst við. Auðvitað vill maður sjá þetta fara bara niður í núll smit en það er kannski bjartsýn von. Við erum búin að ná mjög góðum árangri öll saman; allt samfélagið staðið saman og við viljum ekki glutra því niður þannig að við þurfum að fara mjög hægt af stað og reyna að koma í veg fyrir hópamyndanir og hvetja alla til dáða varðandi einstaklingsbundnar sýkingavarnir og það er það sem ég mun fjalla um í mínum tillögum til ráðherra.“ Leiðbeiningar fyrir landsmenn um veisluhöld og sýkingarvarnir eru í lokavinnslu. Almannavarnir sjá um leiðbeiningarnar. „Ég á von á því að það verði bara í lok vikunnar sem við getum farið að birta það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjö greindust með veiruna innanlands í gær Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 25. nóvember 2020 11:01 Svona var 140. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 25. nóvember 2020 10:16 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Það er alveg eins líklegt að sóttvarnalæknir muni í minnisblaði sínu til ráðherra mæla með að næsta reglugerð um sóttvarnaaðgerðir gildi til skemmri tíma en ekki fram yfir jól líkt og komið hefur til tals. Sóttvarnalæknir segir veiruna enn lúra úti í samfélaginu og því þurfi að fara hægt i sakirnar. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, þarf að skila minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra um næstu helgi. Á síðasta upplýsingafundi velti hann fyrir sér hvort hann myndi ráðleggja ráðherra að næstu sóttvarnaaðgerðir myndu gilda út þetta ár. Þórólfur segir að nú sé allt eins líklegt að þær muni duga til skemmri tíma svo hægt sé að grípa inn í ef illa fer. Málið sé þó allt enn í skoðun. „Við erum náttúrulega ennþá með smit í gangi. Við erum með samfélagslegt smit; nokkur smit á dag þannig að veiran lúrir þarna einhvers staðar úti í samfélaginu þrátt fyrir að hún sé í minni mæli eins og staðan er núna. Það segir okkur enn frekar að við þurfum að aflétta hægt og þá er þá spurningin hvort það sé hægt að gera það með því að hafa tillögur sem gilda svona lengi eða hvort það sé betra að gera það í smærri skrefum. Það er í rauninni það sem þetta snýst um núna í mínum huga.“ Í gær lækkaði Landspítalinn viðbúnaðarstig sitt úr hættustigi og yfir á óvissustig í ljósi batnandi stöðu á spítalanum. Þórólfur var spurður hvort staðan í faraldrinum væri samkvæmt áætlun. „Fram að þessu hefur þetta kannski gengið heldur hraðar en ég bjóst við en við sjáum samt áfram smit úti í samfélaginu og held að það sé líka það sem maður bjóst við. Auðvitað vill maður sjá þetta fara bara niður í núll smit en það er kannski bjartsýn von. Við erum búin að ná mjög góðum árangri öll saman; allt samfélagið staðið saman og við viljum ekki glutra því niður þannig að við þurfum að fara mjög hægt af stað og reyna að koma í veg fyrir hópamyndanir og hvetja alla til dáða varðandi einstaklingsbundnar sýkingavarnir og það er það sem ég mun fjalla um í mínum tillögum til ráðherra.“ Leiðbeiningar fyrir landsmenn um veisluhöld og sýkingarvarnir eru í lokavinnslu. Almannavarnir sjá um leiðbeiningarnar. „Ég á von á því að það verði bara í lok vikunnar sem við getum farið að birta það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjö greindust með veiruna innanlands í gær Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 25. nóvember 2020 11:01 Svona var 140. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 25. nóvember 2020 10:16 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Sjö greindust með veiruna innanlands í gær Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 25. nóvember 2020 11:01
Svona var 140. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 25. nóvember 2020 10:16