BSRB mótmælir aðhaldskröfu Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2020 12:30 Formannaráð BSRB segir að lækkun tryggingargjald á næsta ári sé sambærileg fjárhæð og sá halli sem spítalinn glími við. Vísir/Hanna Formannaráð BSRB segir ótækt að gera aðhaldskröfu í heilbrigðisþjónustu í heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og í kjölfar hans. Þess í stað eigi að auka fjárveitinga í heilbrigðiskerfið. Formannaráð BSRB mótmælir harðlega aðhaldskröfu í rekstri heilbrigðisþjónustu. Þess í stað segir ráðið þörf á því að veita fjármagni í heilbrigðiskerfið og bæta Landspítalanum upp áralangt fjársvelti. Þeta kemur fram í ályktun frá ráðinu sem samþykkt var nú í morgun. Þar er vísað til að með lækkun tryggingargjalds á næsta ári verði ríkið af um fjórum milljörðum króna, sem sé sambærileg fjárhæð og sá halli sem spítalinn glími nú við. „Útgjöld til heilbrigðismála voru hlutfallslega lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum áður en faraldurinn skall á. Undirfjármögnun heilbrigðiskerfisins er því gamalkunnur vandi sem þarf að vinda ofan af. Heimsfaraldurinn hefur aukið skilning á mikilvægi grunnstoða samfélagsins og augljóst að fjárfesting í heilbrigðisþjónustu og öðrum grunninnviðum er gríðarlega mikilvæg fyrir allt samfélagið,“ segir í ályktuninni. Þar segir enn fremur að starfsfólk almannaþjónustunnar hafi unnið þrekvirki í faraldri nýju kórónuveirunnar og löngu sé tímabært að bæta starfsumhverfi þeirra. Verði ekki horfið frá aðhaldskröfunni gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu starfsfólksins. „Formannaráðið kallar eftir því að starfsfólk í framlínu fái álagsgreiðslur í samræmi við þá áhættu sem það hefur tekið og þau þrekvirki sem það hefur unnið í baráttu við veiruna. Þá þarf að tryggja framlínufólki allan þann stuðning sem nauðsynlegur er til að takast á við líkamlegt og andlegt álag vegna þeirra starfa í baráttunni gegn heimsfaraldrinum.“ Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðhaldskrafa á spítalann eins og blaut tuska Þjarmað var að Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, vegna niðurskurðarkröfu á Landspítalann í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 24. nóvember 2020 14:47 Gefur fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar falleinkunn BSRB segir nær öll þau störf sem skapa eigi með fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vera hefðbundin karlastörf. Því sé fyrirsjáanlegt að átakið muni auka á kynjamisrétti. 21. október 2020 12:05 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Formannaráð BSRB mótmælir harðlega aðhaldskröfu í rekstri heilbrigðisþjónustu. Þess í stað segir ráðið þörf á því að veita fjármagni í heilbrigðiskerfið og bæta Landspítalanum upp áralangt fjársvelti. Þeta kemur fram í ályktun frá ráðinu sem samþykkt var nú í morgun. Þar er vísað til að með lækkun tryggingargjalds á næsta ári verði ríkið af um fjórum milljörðum króna, sem sé sambærileg fjárhæð og sá halli sem spítalinn glími nú við. „Útgjöld til heilbrigðismála voru hlutfallslega lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum áður en faraldurinn skall á. Undirfjármögnun heilbrigðiskerfisins er því gamalkunnur vandi sem þarf að vinda ofan af. Heimsfaraldurinn hefur aukið skilning á mikilvægi grunnstoða samfélagsins og augljóst að fjárfesting í heilbrigðisþjónustu og öðrum grunninnviðum er gríðarlega mikilvæg fyrir allt samfélagið,“ segir í ályktuninni. Þar segir enn fremur að starfsfólk almannaþjónustunnar hafi unnið þrekvirki í faraldri nýju kórónuveirunnar og löngu sé tímabært að bæta starfsumhverfi þeirra. Verði ekki horfið frá aðhaldskröfunni gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu starfsfólksins. „Formannaráðið kallar eftir því að starfsfólk í framlínu fái álagsgreiðslur í samræmi við þá áhættu sem það hefur tekið og þau þrekvirki sem það hefur unnið í baráttu við veiruna. Þá þarf að tryggja framlínufólki allan þann stuðning sem nauðsynlegur er til að takast á við líkamlegt og andlegt álag vegna þeirra starfa í baráttunni gegn heimsfaraldrinum.“
Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðhaldskrafa á spítalann eins og blaut tuska Þjarmað var að Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, vegna niðurskurðarkröfu á Landspítalann í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 24. nóvember 2020 14:47 Gefur fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar falleinkunn BSRB segir nær öll þau störf sem skapa eigi með fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vera hefðbundin karlastörf. Því sé fyrirsjáanlegt að átakið muni auka á kynjamisrétti. 21. október 2020 12:05 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Aðhaldskrafa á spítalann eins og blaut tuska Þjarmað var að Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, vegna niðurskurðarkröfu á Landspítalann í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 24. nóvember 2020 14:47
Gefur fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar falleinkunn BSRB segir nær öll þau störf sem skapa eigi með fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vera hefðbundin karlastörf. Því sé fyrirsjáanlegt að átakið muni auka á kynjamisrétti. 21. október 2020 12:05