Húsnæði fyrst – farsæl stefna til framtíðar! Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 26. nóvember 2020 13:31 Allt fram til ársins 2014 var lítil framþróun í málaflokki heimilislausra í Reykjavík. Borgin rak gistiskýli fyrir heimilislausa karla í gamla farsóttarhúsinu á Þingholtsstræti auk þess sem kaffistofa Samhjálpar var opin yfir daginn. Hafði þetta fyrirkomulag verið nánast óbreytt um áratuga skeið. Fyrsta heildstæða stefnan í málefnum heimilislausra hjá Reykjavíkurborg var gerð árið 2008 og gilti til 2012. Næsta stefna tók gildi 2014 og gilti til ársins 2018. Velferðarráð bókaði á vormánuðum 2016 að skaðaminnkandi nálgun skyldi höfð að leiðarljósi í úrræðum velferðarsviðs fyrir heimilislausa. Á sama fundi var ákveðið að setja af stað fyrsta tilraunaverkefnið hér á landi um „Húsnæði fyrst“ í þjónustu við heimilislausa með miklar þjónustuþarfir. Fulltrúar Vinstri grænna hafa staðið með innleiðingu skaðaminnkunar og „Húsnæði fyrst“ allt frá upphafi enda á enginn að vera heimilislaus í Reykjavík. Ný stefna Reykjavíkurborgar í málefnum heimilslausra með miklar þjónustuþarfir var samþykkt árið 2019. Helstu breytingar sem fólust í þeirri stefnu voru að innleiða formlega hugmyndafræði um skaðaminnkun og „Húsnæði fyrs“ í stefnu borgarinnar en auk þess var sérstök áhersla lögð á að skoða og taka tillit til aðstæðna heimilslausra kvenna sérstaklega, en rannsóknir sýna að vandi þeirra er oft meira falinn úti í samfélaginu. Skaðaminnkandi nálgun byggir í grunninn á nálgun mannúðar og skynsemi og því að viðurkenna réttindi fólks sem notar vímuefni og veita þeim aðstoð til að draga úr þeim skaða sem af neyslunni hlýst, bæði fyrir neytendur og samfélagið í heild. Ekki er gerð krafa um að hætta neyslu til að eiga rétt á aðstoð og stuðningi. Hugmyndafræði um „Húsnæði fyrst“ gengur út frá því að húsnæði sé grunnþörf og teljist til mannréttinda. Það að einstaklingar hafi öruggt húsaskjól er forsenda þess að hægt sé að vinna með aðra þætti sem einstaklingar með fjölþættan vanda glíma við. Einstaklingar sem hafa átt sögu um erfiðleika við að halda heimili þurfa til þess markvissan stuðning. Húsnæðinu þarf því ávallt að fylgja þjónusta. Áhersla er lögð á auðvelt aðgengi og byggir hugmyndafræðin á gildum skaðaminnkunar. „Húsnæðið fyrst“ er gagnreynd aðferð sem hefur sannað gildi sitt víða um heim. Rannsóknir sýna að „Húsnæði fyrst“ dregur úr bráðakomum á sjúkrahús og innlögnum. Minnkar notkun á neyðarathvörfum, dregur úr tíðni vimuefnameðferða. Fækkar fangelsisdómum og dregur úr vistun í fangaklefum vegna skorts á húsnæði. Hugmyndafræðin eykur lífsgæði þjónustuþega, aðtandenda þeirra og er farsæl fyrir samfélagið allt. Reykjavíkurborg hefur staðið fyrir mikilli uppbyggingu fyrir heimilislausa með miklar þjónustuþarfir á síðustu árum. Margt hefur verið gert, fest hafa verið kaup á 20 smáhúsum, nýtt heimili fyrir tvígreindar konur hefur verið opnað, nýtt gistiskýli fyrir yngri heimilislausa karla hefur verið opnað og íbúðum í sjálfstæðri búsetu með stuðningi hefur fjölgað jafnt og þétt. Auk þess er verið að ræða við ríkið um rekstur neyslurýmis og sérhæfðra hjúkrunarrýma fyrir eldri heimilislausa einstaklinga. Stefna borgarinnar er skýr og gengur út að þjónusta einstaklinginn þar sem hann er staddur á hans forsendum og viðurkenna rétt allra til heimilis óháð aðstæðum. Til þess að ná því markmiði starfar meðal annars öflugt Vettvangs- og ráðgjafarteymi sem þjónustar heimilislausa einstaklinga þar sem þeir eru staddir á þeirra forsendum en slíkt er nauðsynlegt til að langvarandi árangur náist í málaflokknum. Við skulum öll hafa kjark og þor til að standa með rétti allra til húsnæðis. Öll eigum við rétt á öruggum stað til að búa á. Með mannúð og fordómaleysi samfélagsins að leiðarljósi getum við áorkað miklu í sameiningu. Ég vil að lokum hvetja ykkur öll til að hjálpa okkur í baráttunni fyrir fjölgun úrræða í málaflokknum, hún er vissulega upp á líf og dauða. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Borgarstjórn Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Allt fram til ársins 2014 var lítil framþróun í málaflokki heimilislausra í Reykjavík. Borgin rak gistiskýli fyrir heimilislausa karla í gamla farsóttarhúsinu á Þingholtsstræti auk þess sem kaffistofa Samhjálpar var opin yfir daginn. Hafði þetta fyrirkomulag verið nánast óbreytt um áratuga skeið. Fyrsta heildstæða stefnan í málefnum heimilislausra hjá Reykjavíkurborg var gerð árið 2008 og gilti til 2012. Næsta stefna tók gildi 2014 og gilti til ársins 2018. Velferðarráð bókaði á vormánuðum 2016 að skaðaminnkandi nálgun skyldi höfð að leiðarljósi í úrræðum velferðarsviðs fyrir heimilislausa. Á sama fundi var ákveðið að setja af stað fyrsta tilraunaverkefnið hér á landi um „Húsnæði fyrst“ í þjónustu við heimilislausa með miklar þjónustuþarfir. Fulltrúar Vinstri grænna hafa staðið með innleiðingu skaðaminnkunar og „Húsnæði fyrst“ allt frá upphafi enda á enginn að vera heimilislaus í Reykjavík. Ný stefna Reykjavíkurborgar í málefnum heimilslausra með miklar þjónustuþarfir var samþykkt árið 2019. Helstu breytingar sem fólust í þeirri stefnu voru að innleiða formlega hugmyndafræði um skaðaminnkun og „Húsnæði fyrs“ í stefnu borgarinnar en auk þess var sérstök áhersla lögð á að skoða og taka tillit til aðstæðna heimilslausra kvenna sérstaklega, en rannsóknir sýna að vandi þeirra er oft meira falinn úti í samfélaginu. Skaðaminnkandi nálgun byggir í grunninn á nálgun mannúðar og skynsemi og því að viðurkenna réttindi fólks sem notar vímuefni og veita þeim aðstoð til að draga úr þeim skaða sem af neyslunni hlýst, bæði fyrir neytendur og samfélagið í heild. Ekki er gerð krafa um að hætta neyslu til að eiga rétt á aðstoð og stuðningi. Hugmyndafræði um „Húsnæði fyrst“ gengur út frá því að húsnæði sé grunnþörf og teljist til mannréttinda. Það að einstaklingar hafi öruggt húsaskjól er forsenda þess að hægt sé að vinna með aðra þætti sem einstaklingar með fjölþættan vanda glíma við. Einstaklingar sem hafa átt sögu um erfiðleika við að halda heimili þurfa til þess markvissan stuðning. Húsnæðinu þarf því ávallt að fylgja þjónusta. Áhersla er lögð á auðvelt aðgengi og byggir hugmyndafræðin á gildum skaðaminnkunar. „Húsnæðið fyrst“ er gagnreynd aðferð sem hefur sannað gildi sitt víða um heim. Rannsóknir sýna að „Húsnæði fyrst“ dregur úr bráðakomum á sjúkrahús og innlögnum. Minnkar notkun á neyðarathvörfum, dregur úr tíðni vimuefnameðferða. Fækkar fangelsisdómum og dregur úr vistun í fangaklefum vegna skorts á húsnæði. Hugmyndafræðin eykur lífsgæði þjónustuþega, aðtandenda þeirra og er farsæl fyrir samfélagið allt. Reykjavíkurborg hefur staðið fyrir mikilli uppbyggingu fyrir heimilislausa með miklar þjónustuþarfir á síðustu árum. Margt hefur verið gert, fest hafa verið kaup á 20 smáhúsum, nýtt heimili fyrir tvígreindar konur hefur verið opnað, nýtt gistiskýli fyrir yngri heimilislausa karla hefur verið opnað og íbúðum í sjálfstæðri búsetu með stuðningi hefur fjölgað jafnt og þétt. Auk þess er verið að ræða við ríkið um rekstur neyslurýmis og sérhæfðra hjúkrunarrýma fyrir eldri heimilislausa einstaklinga. Stefna borgarinnar er skýr og gengur út að þjónusta einstaklinginn þar sem hann er staddur á hans forsendum og viðurkenna rétt allra til heimilis óháð aðstæðum. Til þess að ná því markmiði starfar meðal annars öflugt Vettvangs- og ráðgjafarteymi sem þjónustar heimilislausa einstaklinga þar sem þeir eru staddir á þeirra forsendum en slíkt er nauðsynlegt til að langvarandi árangur náist í málaflokknum. Við skulum öll hafa kjark og þor til að standa með rétti allra til húsnæðis. Öll eigum við rétt á öruggum stað til að búa á. Með mannúð og fordómaleysi samfélagsins að leiðarljósi getum við áorkað miklu í sameiningu. Ég vil að lokum hvetja ykkur öll til að hjálpa okkur í baráttunni fyrir fjölgun úrræða í málaflokknum, hún er vissulega upp á líf og dauða. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun