Stærsta „Covid-þrotið“ til þessa skekur Bretland Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 23:31 Topshop var um skeið rekið á Íslandi. Vísir/getty Breska eignarhaldsfélagið Arcadia Group, sem rekur m.a. fataverslanirnar Topshop, Topman og Miss Selfridge, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Breskir fjölmiðlar segja þrotið hið stærsta í bresku efnahagslífi af völdum kórónuveirufaraldursins til þessa. Um þrettán þúsund starfsmenn Arcadia eiga nú á hættu að missa vinnuna. Engum verður þó sagt upp að svo stöddu og rekstur Arcadia-verslananna heldur áfram á meðan leitað er að kaupendum. Haft er eftir Ian Grabiner, framkvæmdastjóra Arcadia, að dagurinn í dag sé mikill sorgardagur fyrir starfsmenn, birgja og hluthafa félagsins. Kórónuveirufaraldurinn og tilheyrandi lokun verslana hafi verið reiðarslag fyrir reksturinn. Að endingu hafi hindranirnar af völdum faraldursins borið reksturinn ofurliði. Sir Philip Green.Vísir/getty Fram kemur í frétt Guardian að yfirvofandi gjaldþrot Arcadia sé stærsta þrotið af völdum faraldursins í bresku efnahagslífi til þessa; „sem og enn eitt áfall breskrar tískuvöruverslunar, sem þegar stóð völtum fótum“. Þá er haft eftir greinendum í frétt Guardian að Arcadia-merki á borð við Topshop og Topman muni líklega höfða til kaupenda en erfitt geti reynst að selja önnur merki félagsins. Tíu áhugasamir kaupendur Topshop hafa þannig þegar verið nefndir til sögunnar. Arcadia rekur um 450 verslanir á Bretlandseyjum og 22 utan Bretlands, auk fjölda útibúa í verslunarmiðstöðvum og stórmörkuðum. Nokkrar verslanir undir þeirra merkjum voru reknar hér á landi um skeið, til að mynda áðurnefnd Topshop. Eigandi félagsins, Sir Philip Green, hefur verið umsvifamikill í bresku viðskiptalífi, einkum á sviði tískuvöruverslunar. Hann á jafnframt talsverð tengsl við Ísland, einkum í gegnum félagið Baug Group og umsvif þess á tískuvörumarkaði. Verslun Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Um þrettán þúsund starfsmenn Arcadia eiga nú á hættu að missa vinnuna. Engum verður þó sagt upp að svo stöddu og rekstur Arcadia-verslananna heldur áfram á meðan leitað er að kaupendum. Haft er eftir Ian Grabiner, framkvæmdastjóra Arcadia, að dagurinn í dag sé mikill sorgardagur fyrir starfsmenn, birgja og hluthafa félagsins. Kórónuveirufaraldurinn og tilheyrandi lokun verslana hafi verið reiðarslag fyrir reksturinn. Að endingu hafi hindranirnar af völdum faraldursins borið reksturinn ofurliði. Sir Philip Green.Vísir/getty Fram kemur í frétt Guardian að yfirvofandi gjaldþrot Arcadia sé stærsta þrotið af völdum faraldursins í bresku efnahagslífi til þessa; „sem og enn eitt áfall breskrar tískuvöruverslunar, sem þegar stóð völtum fótum“. Þá er haft eftir greinendum í frétt Guardian að Arcadia-merki á borð við Topshop og Topman muni líklega höfða til kaupenda en erfitt geti reynst að selja önnur merki félagsins. Tíu áhugasamir kaupendur Topshop hafa þannig þegar verið nefndir til sögunnar. Arcadia rekur um 450 verslanir á Bretlandseyjum og 22 utan Bretlands, auk fjölda útibúa í verslunarmiðstöðvum og stórmörkuðum. Nokkrar verslanir undir þeirra merkjum voru reknar hér á landi um skeið, til að mynda áðurnefnd Topshop. Eigandi félagsins, Sir Philip Green, hefur verið umsvifamikill í bresku viðskiptalífi, einkum á sviði tískuvöruverslunar. Hann á jafnframt talsverð tengsl við Ísland, einkum í gegnum félagið Baug Group og umsvif þess á tískuvörumarkaði.
Verslun Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent